Skipulags- og byggingarráð

12. janúar 2023 kl. 16:00

Fundarsalurinn Hamarinn, Norðurhellu 2 (1. hæð)

Fundur 775

Mætt til fundar

 • Skarphéðinn Orri Björnsson formaður
 • Árni Rúnar Árnason varaformaður
 • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
 • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
 • Sigurjón Ingvason áheyrnarfulltrúi
 • Steinunn Guðmundsdóttir varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Sigurður Haraldsson vék af fundi eftir afgreiðslu áttunda dagskrárliðar.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Sigurður Haraldsson vék af fundi eftir afgreiðslu áttunda dagskrárliðar.

 1. Almenn erindi

  • 2111310 – Óseyrarhverfi, deiliskipulag

   Lagt fram svar við athugasemdum.

   Lagt fram.

  • 1902356 – Setberg, endurskoðun deiliskipulags

   Lögð fram skipulagslýsing vegna endurskoðunar deiliskipulags Setbergs. Skipulagshöfundur mætir til fundarins og kynnir.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að leitað verði umsagna við lýsingu vegna heildarendurskoðunar deiliskipulags Setbergs og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að við vinnu við endurskoðun deiliskipulags Setbergs verði haft að leiðarljósi sjálfbærni og vistvænt skipulag. Að neikvæð umhverfisáhrif verði lágmörkuð, íbúum tryggt sveigjanlegt, öruggt og gott umhverfi, einnig verði horft til fjölbreytts framboðs húsnæðis, verndun náttúru, góðar og fjölbreyttar samgöngur og trausta þjónustu. Í þessu felst einnig að eiga skapandi samráð við íbúa og hagaðila og vera með kynningarfundi fyrir íbúa á meðan vinnu við skipulagið stendur yfir.

  • 2212327 – Tinnuskarð 4, deiliskipulagsbreyting

   Þann 16.12.2022 sækir Kristinn Ragnarsson fh. lóðarhafa um deiliskipualgsbreytingu vegna fjölgunar eigna um eina.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að grenndarkynna erindið.

  • 2212370 – Undirhlíðar náma, deiliskipulag

   Grafa og Grjót ehf. sækir um leyfi til efnistöku bögglabergs úr Undirhlíðum.

   Lagt fram.

  • 2210572 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, breyting, færsla Hamraneslína I og II

   Skipulagsstofnun óskaði 16.12.2022 eftir umsögn Hafnarfjarðarbæjar vegna matsskyldufyrirspurnar Landsnets vegna færslu Hamraneslína. Umsögn Hafnarfjarðarbæjar lögð fram.

   Lagt fram.

  • 2001086 – Hverfisgata 52b, lóðarstækkun

   Lögð fram fundargerð starfshóps um menntasetur við Lækinn frá 3. desember 2021.

   Lagt fram og vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

  • 2212419 – Suðurgata 44, deiliskipulag, mál nr. 148 árið 2022, kæra

   Lögð fram til kynningar kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem kærð er ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um samþykkt á breytingu á deiliskipulagi Suðurgötu 44.

   Lagt fram.

  • 2212393 – Ásvellir 1, knatthús og fleira, framkæmdir, mál nr. 146 árið 2022, kæra

   Lögð fram til kynningar kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem kærðar eru allar ,,kæranlegar ákvarðanir” þ.á.m. umhverfismatsskýrslu Hafnarfjarðarbæjar, sem tengjast byggingu knatthúss, bílastæðum, 4 æfingavöllum og tengdum framkvæmdum upp við mörk friðlands Ástjarnar í Hafnarfirði.

   Lagt fram.

  Fyrirspurnir

  • 2212065 – Stálhella 14, fyrirspurn

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísaði fyrirspurn Helga Más Halldórssonar frá 2.12.2022 þess efnis að breyta á stærð og lögum byggingareits til skipulags- og byggingarráðs. Fyrirspurnin snýr að innkeyrslu á lóð sem er færð, hámarksvegghæð aukin og nýtingarhlufall lóðar aukið.

   Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa og tekur neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir.

  Fundargerðir

  • 2209120 – Hjólastefna Hafnarfjarðar, starfshópur

   Lögð fram fundargerð 6. fundar.

  • 2212009F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa - 908

   Lögð fram fundargerð 908. fundar.

  • 2212019F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa - 909

   Lögð fram fundargerð 909. fundar.

  • 2301001F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa - 910

   Lögð fram fundargerð 910. fundar.

Ábendingagátt