Skipulags- og byggingarráð

26. janúar 2023 kl. 14:00

Fundarsalurinn Hamarinn, Norðurhellu 2 (1. hæð)

Fundur 776

Mætt til fundar

  • Skarphéðinn Orri Björnsson formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Sigurjón Ingvason áheyrnarfulltrúi
  • Ágúst Arnar Þráinsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 2212393 – Ásvellir 1, knatthús og fleira, framkvæmdir, mál nr. 146 árið 2022, kæra

      Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

      Lagt fram.

    • 2206136 – Straumsvík breyting á aðalskipulagi 2013-2025

      Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna aðstöðu og aðkomu að Straumsvíkurhöfn og umferðaskipulag.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingu á aðlaskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna aðstöðu og aðkomu að Straumsvíkurhöfn auk umferðaskipulags með vísan til 30.gr. skipulagslaga. Erindinu er jafnframt vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 2203335 – Reykjavíkurvegur 50, umferðaröryggi, breyting á deiliskipulagi

      Lögð fram bókun fræðsluráðs frá 11. janúar sl. vegna beiðni Meginmál ehf. um breytingu á deiliskipulagi.

      Lagt fram og skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu.

    • 2212370 – Undirhlíðar náma, deiliskipulag

      Lögð fram að nýju umsókn Grafa og Grjót ehf. um leyfi til efnistöku bögglabergs úr Undirhlíðum.

      Lagt fram og óskað eftir áliti bæjarlögmanns vegna matsskyldu.

    • 2207031 – Hringhamar 27, deiliskipulag

      Lögð fram tillaga að deiliskipulagi reitar 26B. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur 5 hæða fjölbýlishúsum með allt að 48 íbúðum ásamt bílakjallara og smáhýsi á lóð. Á hluta jarðhæðar byggingar A er gert ráð fyrir verslun og/eða þjónustu sem fellur vel að íbúðabyggð.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulag reitar 26B og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

    • 2301280 – Völuskarð 2, deiliskipulagsbreyting

      þann 10.01.2023 sækir Kristinn Ragnarsson fyrir hönd lóðarhafa um að breyta deiliskipulagi. Breytingin snýr að fjölgun eigna, breytingu á byggingarreit, byggingarlínu, þak verði einhalla og/eða flatt og hámarkshæð 5,2m.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að grenndarkynna erindið.

    • 2209696 – Hjallahraun 2, 4 og 4a, breyting á deiliskipulagi

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti 3.11.2022 að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi Hrauns vesturs vegna sameiningu lóða og tilfærslu á byggingarreit að Hjallahrauni 2, 4 og 4a. Erindið var grenndarkynnt tímabilið 10.11.-12.12.2022. Athugasemd barst. Lagt fram svar skipulagsfulltrúa við framkominni athugasemd.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulagsfulltrúa og samþykkir breytingu á deiliskipulagi Hrauns vesturs vegna sameininga lóða og tilfærslu á byggingarreit, framkvæmdum skal vera lokið innan 5 ára skv. 6. mgr. 37. greinar skipulagslaga og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

    • 2212077 – Hádegisskarð 22, breyting á deiliskipulagi

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 15. desember sl. var samþykkt að grenndarkynna, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, umsókn eiganda við Hádegisskarð 22. Breytingin felst í að íbúðum er fjölgað úr tveimur í þrjár, gert er ráð fyrir að minnsta kosti einu bílastæði á íbúð. Byggingarmagn er það sama. Þakgerð einhalla með hæsta punkt til suðurs og/eða flatt þak. Erindið var grenndarkynnt. Frestur til að skila athugasemdum var til 18. janúar 2023. Athugasemdir bárust.

      Skipulagsfulltrúa falið að taka saman svör við framkomnum athugasemdum.

    • 2212076 – Drangsskarð 13, breyting á deiliskipulagi

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 15. desember sl. var samþykkt að grenndarkynna, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, umsókn eiganda við Drangsskarð 13. Breytingin felst í að íbúðum er fjölgað úr tveimur í þrjár, gert er ráð fyrir að minnsta kosti einu bílastæði á íbúð. Byggingarmagn er það sama. Þakgerð einhalla með hæsta punkt til suðurs og/eða flatt þak. Erindið var grenndarkynnt. Frestur til að skila athugasemdum var til 18. janúar 2023. Athugasemdir bárust.

      Skipulagsfulltrúa falið að taka saman svör við framkomnum athugasemdum.

    • 2202571 – Vikingastræti 2, breyting á deiliskipulag

      Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Víkingastræti 2.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulag Víkingastrætis 2 og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

    • 1706356 – Miðbær, deiliskipulag, endurskoðun

      Tekið til umræðu.

      Tekið til umræðu.

    • 2206043 – Snókalönd, nýtt deiliskipulag

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 07.01.2022 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Snókalönd við Bláfjallaveg. Skipulagið afmarkast af gamalli hraunnámu sem í dag er skilgreind sem afþreyingar- og ferðamannasvæði í aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025.
      Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir einni lóð þar sem gert er ráð fyrir aðkomu, bílastæðum og byggingarreit þar sem gert er ráð fyrir byggingum tengdum norðurljósaskoðunum. Tillagan var auglýst 14.12.2022-25.1.2023. Athugasemdir bárust. Lögð fram umsögn vegna framkominna athugasemda.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn vegna framkominna athugasemda og vísar uppfærðum gögnum til staðfestingar bæjarstjórnar.

    • 10022261 – Skilti á bæjarlandi

      Lögð fram til samþykktar endurskoðuð samþykkt um skilti á bæjarlandi.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

    • 2209120 – Hjólastefna Hafnarfjarðar, starfshópur

      Lögð fram fundargerð 7. fundar starfshóps.

    • 2301009F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa - 911

      Lögð fram fundargerð 911. fundar.

    • 2301017F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa - 912

      Lögð fram fundargerð 912. fundar.

Ábendingagátt