Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Fundarsalurinn Hamarinn, Norðurhellu 2 (1. hæð)
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.
Lögð fram drög að vinnu við gerð aðalskipulags Hafnarfjarðar 2026-2038. Ráðgjafar mæta til fundarins.
Tekið til umræðu.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Straumsvíkur sunnan Reykjanesbrautar.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi Straumsvíkur sunnan Reykjanesbrautar og að málsmeðferð verði í samræmi við 43 gr. skipulagslaga. Jafnframt er erindinu vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 21. desember að auglýsa í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 breytingu á deiliskipulagi miðhverfis Setbergs, vegna Stekkjarberg 11 Breytingin felst í að gert er ráð fyrir að lóðin stækki og á henni rísi 26 íbúðir í þremur tveggja hæða fjölbýlishúsum. Einnig er gert ráð fyrir byggingarreit fyrir hjól og vagnageymslu. Tillagan var auglýst 29.12.2022-9.2.2023. Athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt athugasemda og svör.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör við athugasemdum og samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi miðhverfis Setbergs, vegna Stekkjarbergs 11, og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 21. desember að auglýsa í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 nýtt deiliskipulag Hringhamar 10, reitur 20B. Endurauglýst með vísan til breytingar á aðalskipulagi vegna Hamranes M3 fjölgun íbúða Á reitnum sem var úthlutað sem þróunarreit er gert ráð fyrir byggingarreit fyrir þrjú fjögra til sex hæða fjölbýlishús með allt að 70 íbúðum. Gert er ráð fyrir bílakjallara ásamt bílastæðum á lóð. Tillagan var auglýst 29.12.2022-9.2.2023. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi reitar 20B, Hringhamars 10. Erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 21. desember að auglýsa í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 nýtt deiliskipulag, Áshamar 50, reitur 6A. Endurauglýst með vísan til breytingar á aðalskipulagi vegna Hamranes M3 fjölgun íbúða Á reitnum sem úthlutað var sem þróunarreit er gert ráð fyrir byggingarreit upp á fimm hæðir fyrir fjölbýlishús með allt að 40 íbúðum. Á efri hæðum eru íbúðir en á jarðhæð hússins er gert ráð fyrir atvinnustarfsemi, verslun, þjónustu eða annarri sérhæfðri starfsemi. Gert er ráð fyrir bílakjallara ásamt bílastæðum á lóð. Tillagan var auglýst 29.12.2022-9.2.2023. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi reitar 6A, Áshamars 50. Erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 21. desember að auglýsa í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 nýtt deiliskipulag Baughamar 1, reitur 30 C. Endurauglýst með vísan til breytingar á aðalskipulagi vegna Hamranes M3 fjölgun íbúða Á reitnum sem var úthlutað sem þróunarreit er gert ráð fyrir tveimur fimm til sex hæða fjölbýlishúsum með allt að 58 íbúðum. Gert er ráð fyrir bílakjallara ásamt bílastæðum á lóð. Tillagan var auglýst 29.12.2022-9.2.2023. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi reitar 30C, Baughamars 1. Erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 7.12. 2022 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðanna Dalshraun 7 og 9B í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi iðnaðarhverfis austan Reykjavíkurvegar. Í deiliskipulagsbreytingunni felst sameining lóðanna Dalshrauns 7 og 9b. Kvöð um gangstíg milli lóða verði aflétt og gert ráð fyrir nýjum byggingarreit fyrir 2ja hæða tengibyggingu á milli bygginga lóðanna. Hámarkshæð tengibyggingar verði 7,25m og nýtingarhlutfall lóðar verði N=0.76. Tillagan var auglýst tímabilið 23.12.2022-3.2.2023. Ábending barst frá Veitum.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi iðnaðarhverfis austan Reykjavíkurvegar vegna sameiningu lóðanna Dalshrauns 7 og 9b. Erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 21. desember að auglýsa í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 breytingu á deiliskipulagi Selhrauns suður, vegna Suðurhellu 9. Breytingin felst í því að byggingarreitnum er snúið og hann færður til. Auk þess er gert ráð fyrir nýjum út-/innkeyrslum á lóðinni. Tillagan var auglýst 29.12.2022-9.2.2023. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Selhrauns suðurs vegna Suðurhellu 9. Erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.
Tekin fyrir að nýju breyting á deiliskipulagi Drangsskarð 13. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 15. desember sl. var samþykkt að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi Drangsskarðs 13 samhliða breytingu á deiliskipulagi Hádegisskarðs 22. Breytingin felst í að íbúðum er fjölgað úr tveimur í þrjár, gert er ráð fyrir að minnsta kosti einu bílastæði á íbúð. Byggingarmagn er óbreytt. Þakgerð einhalla með hæsta punkt til suðurs og/eða flatt þak. Erindið var grenndarkynnt. Frestur til að skila athugasemdum var til 18. janúar 2023. Athugasemdir bárust er vörðuðu Hádegisskarð 22. Skipulags- og byggingarráð synjaði breytingu á deiliskipulagi Drangsskarðs 13 á fundi sínum þann 9.2.2023.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar vegna lóðarinnar Drangsskarð 13. Erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kapelluhrauns 2. áfanga vegna lóðarinnar að Álhellu 1. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 9. febrúar sl. stækkun lóðar.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi og að málsmeðferð verði í samræmi við 43. gr. skipulagslaga. Jafnframt er erindinu vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Lögð fram á ný tillaga að deiliskipulagi sem kynnt var á fundi ráðsins þann 9. feb. s.l.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi Rauðamelsnámu og að málsmeðferð verði í samræmi við 37. gr. skipulagslaga. Jafnframt er erindinu vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi Reykjanesbrautar vegna undirgangna við dælu- og hreinsistöð austan við lóð Álversins.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi og að málsmeðferð verði í samræmi við 43 gr. skipulagslaga. Jafnframt er erindinu vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að endurskoða deiliskipulag Áslands 4 m.t.t. fjölgunar sérbýla.
Lögð fram að nýju til samþykktar endurskoðuð samþykkt um skilti á bæjarlandi.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða samþykkt um skilti á bæjarlandi og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Lögð fram kynning Umhverfisstofnunar á tillögu friðlýsingar Urriðakotshrauns í Garðabæ sem fólkvang ásamt korti af svæðinu. Frestur til að skila athugasemdum er til og með 11. maí 2023.
Lagt fram og vísað til umhverfis- og skipulagssviðs að gefa umsögn.
Lögð fram til kynningar breyting á Aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er til kynningar í samræmi við 2.mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin varðar skilmálabreytingu fyrir íbúðarsvæði ÍB3 í töflu 1 í greinargerð aðalskipulagsins vegna þéttingar byggðar í Laut. Bætt er við heimild til að byggja par- og raðhús við Laut, alls 7 íbúðir, til viðbótar við þegar tilgreinda þéttingarreiti.
Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemdir við breytingu á Aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032 vegna skilmálabreytinga fyrir íbúðarsvæði ÍB3.
Lögð fram fundargerð 8. og 9. fundar.
Lagt fram. Skipulags- og byggingarráð samþykkir 3 fundi til viðbótar við þá 10 fundi sem þegar hafa verið samþykktir.
Lögð fram fundargerð 114. fundar.
Lögð fram fundargerð 915. fundar.
Lögð fram fundargerð 916. fundar.