Skipulags- og byggingarráð

23. febrúar 2023 kl. 14:00

Fundarsalurinn Hamarinn, Norðurhellu 2 (1. hæð)

Fundur 778

Mætt til fundar

  • Skarphéðinn Orri Björnsson formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Guðrún Lísa Sigurðardóttir aðalmaður
  • Sigurjón Ingvason áheyrnarfulltrúi
  • Birna Lárusdóttir varamaður
  • Ágúst Arnar Þráinsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 2208015 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2026-2038

      Lögð fram drög að vinnu við gerð aðalskipulags Hafnarfjarðar 2026-2038. Ráðgjafar mæta til fundarins.

      Tekið til umræðu.

    • 2111539 – Straumsvík, deiliskipulag

      Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Straumsvíkur sunnan Reykjanesbrautar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi Straumsvíkur sunnan Reykjanesbrautar og að málsmeðferð verði í samræmi við 43 gr. skipulagslaga. Jafnframt er erindinu vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2205256 – Stekkjarberg 11, lóðarstækkun

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 21. desember að auglýsa í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 breytingu á deiliskipulagi miðhverfis Setbergs, vegna Stekkjarberg 11
      Breytingin felst í að gert er ráð fyrir að lóðin stækki og á henni rísi 26 íbúðir í þremur tveggja hæða fjölbýlishúsum. Einnig er gert ráð fyrir byggingarreit fyrir hjól og vagnageymslu.
      Tillagan var auglýst 29.12.2022-9.2.2023. Athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt athugasemda og svör.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör við athugasemdum og samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi miðhverfis Setbergs, vegna Stekkjarbergs 11, og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2205257 – Hringhamar 10, reitur 20.B, deiliskipulag

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 21. desember að auglýsa í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 nýtt deiliskipulag Hringhamar 10, reitur 20B. Endurauglýst með vísan til breytingar á aðalskipulagi vegna Hamranes M3 fjölgun íbúða
      Á reitnum sem var úthlutað sem þróunarreit er gert ráð fyrir byggingarreit fyrir þrjú fjögra til sex hæða fjölbýlishús með allt að 70 íbúðum. Gert er ráð fyrir bílakjallara ásamt bílastæðum á lóð.
      Tillagan var auglýst 29.12.2022-9.2.2023. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi reitar 20B, Hringhamars 10. Erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 2206187 – Áshamar 50, reitur 6.A, deiliskipulag

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 21. desember að auglýsa í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 nýtt deiliskipulag, Áshamar 50, reitur 6A. Endurauglýst með vísan til breytingar á aðalskipulagi vegna Hamranes M3 fjölgun íbúða
      Á reitnum sem úthlutað var sem þróunarreit er gert ráð fyrir byggingarreit upp á fimm hæðir fyrir fjölbýlishús með allt að 40 íbúðum. Á efri hæðum eru íbúðir en á jarðhæð hússins er gert ráð fyrir atvinnustarfsemi, verslun, þjónustu eða annarri sérhæfðri starfsemi. Gert er ráð fyrir bílakjallara ásamt bílastæðum á lóð.
      Tillagan var auglýst 29.12.2022-9.2.2023. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi reitar 6A, Áshamars 50. Erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 2206171 – Baughamar 1, reitur 31.C, deiliskipulag

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 21. desember að auglýsa í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 nýtt deiliskipulag Baughamar 1, reitur 30 C. Endurauglýst með vísan til breytingar á aðalskipulagi vegna Hamranes M3 fjölgun íbúða
      Á reitnum sem var úthlutað sem þróunarreit er gert ráð fyrir tveimur fimm til sex hæða fjölbýlishúsum með allt að 58 íbúðum. Gert er ráð fyrir bílakjallara ásamt bílastæðum á lóð.
      Tillagan var auglýst 29.12.2022-9.2.2023. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi reitar 30C, Baughamars 1. Erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 2209009 – Dalshraun 7 og 9b, sameina lóðir

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 7.12. 2022 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðanna Dalshraun 7 og 9B í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi iðnaðarhverfis austan Reykjavíkurvegar.
      Í deiliskipulagsbreytingunni felst sameining lóðanna Dalshrauns 7 og 9b. Kvöð um gangstíg milli lóða verði aflétt og gert ráð fyrir nýjum byggingarreit fyrir 2ja hæða tengibyggingu á milli bygginga lóðanna. Hámarkshæð tengibyggingar verði 7,25m og nýtingarhlutfall lóðar verði N=0.76.
      Tillagan var auglýst tímabilið 23.12.2022-3.2.2023. Ábending barst frá Veitum.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi iðnaðarhverfis austan Reykjavíkurvegar vegna sameiningu lóðanna Dalshrauns 7 og 9b. Erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 22111277 – Suðurhella 9, mhl.01, breyting á deiliskipulagi

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 21. desember að auglýsa í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 breytingu á deiliskipulagi Selhrauns suður, vegna Suðurhellu 9.
      Breytingin felst í því að byggingarreitnum er snúið og hann færður til. Auk þess er gert ráð fyrir nýjum út-/innkeyrslum á lóðinni.
      Tillagan var auglýst 29.12.2022-9.2.2023. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Selhrauns suðurs vegna Suðurhellu 9. Erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 2212076 – Drangsskarð 13, breyting á deiliskipulagi

      Tekin fyrir að nýju breyting á deiliskipulagi Drangsskarð 13. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 15. desember sl. var samþykkt að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi Drangsskarðs 13 samhliða breytingu á deiliskipulagi Hádegisskarðs 22. Breytingin felst í að íbúðum er fjölgað úr tveimur í þrjár, gert er ráð fyrir að minnsta kosti einu bílastæði á íbúð. Byggingarmagn er óbreytt. Þakgerð einhalla með hæsta punkt til suðurs og/eða flatt þak. Erindið var grenndarkynnt. Frestur til að skila athugasemdum var til 18. janúar 2023. Athugasemdir bárust er vörðuðu Hádegisskarð 22. Skipulags- og byggingarráð synjaði breytingu á deiliskipulagi Drangsskarðs 13 á fundi sínum þann 9.2.2023.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar vegna lóðarinnar Drangsskarð 13. Erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 2302624 – Álhella 1, breyting á deiliskipulagi

      Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kapelluhrauns 2. áfanga vegna lóðarinnar að Álhellu 1. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 9. febrúar sl. stækkun lóðar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi og að málsmeðferð verði í samræmi við 43. gr. skipulagslaga. Jafnframt er erindinu vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2302617 – Rauðamelsnáma, deiliskipulag

      Lögð fram á ný tillaga að deiliskipulagi sem kynnt var á fundi ráðsins þann 9. feb. s.l.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi Rauðamelsnámu og að málsmeðferð verði í samræmi við 37. gr. skipulagslaga. Jafnframt er erindinu vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2111279 – Reykjanesbraut, deiliskipulag

      Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi Reykjanesbrautar vegna undirgangna við dælu- og hreinsistöð austan við lóð Álversins.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi og að málsmeðferð verði í samræmi við 43 gr. skipulagslaga. Jafnframt er erindinu vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2101519 – Ásland 4, deiliskipulag

      Tekið til umræðu.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að endurskoða deiliskipulag Áslands 4 m.t.t. fjölgunar sérbýla.

    • 10022261 – Skilti á bæjarlandi

      Lögð fram að nýju til samþykktar endurskoðuð samþykkt um skilti á bæjarlandi.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða samþykkt um skilti á bæjarlandi og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2010043 – Áform um friðlýsingu Urriðakotshrauns í Garðabæ

      Lögð fram kynning Umhverfisstofnunar á tillögu friðlýsingar Urriðakotshrauns í Garðabæ sem fólkvang ásamt korti af svæðinu.
      Frestur til að skila athugasemdum er til og með 11. maí 2023.

      Lagt fram og vísað til umhverfis- og skipulagssviðs að gefa umsögn.

    • 2003034 – Aðalskipulag Grindavíkur 2018-2032, breyting, umsagnarbeiðni

      Lögð fram til kynningar breyting á Aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er til kynningar í samræmi við 2.mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
      Breytingin varðar skilmálabreytingu fyrir íbúðarsvæði ÍB3 í töflu 1 í greinargerð aðalskipulagsins vegna þéttingar byggðar í Laut. Bætt er við heimild til að byggja par- og raðhús við Laut, alls 7 íbúðir, til viðbótar við þegar tilgreinda þéttingarreiti.

      Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemdir við breytingu á Aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032 vegna skilmálabreytinga fyrir íbúðarsvæði ÍB3.

    Fundargerðir

    • 2209120 – Hjólastefna Hafnarfjarðar, starfshópur

      Lögð fram fundargerð 8. og 9. fundar.

      Lagt fram. Skipulags- og byggingarráð samþykkir 3 fundi til viðbótar við þá 10 fundi sem þegar hafa verið samþykktir.

    • 1901181 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir

      Lögð fram fundargerð 114. fundar.

    • 2302006F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa - 915

      Lögð fram fundargerð 915. fundar.

    • 2302012F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa - 916

      Lögð fram fundargerð 916. fundar.

Ábendingagátt