Skipulags- og byggingarráð

9. mars 2023 kl. 14:00

Fundarsalurinn Hamarinn, Norðurhellu 2 (1. hæð)

Fundur 779

Mætt til fundar

  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Guðrún Lísa Sigurðardóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Sigurjón Ingvason áheyrnarfulltrúi
  • Viktor Pétur Finnsson varamaður
  • Birna Lárusdóttir varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1801603 – Grenndargámakerfi

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísaði þann 22.2.sl breytingum á skipulagi vegna nýrra grenndarstöðva til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna við breytingu á deiliskipulagi vegna nýrra grenndarstöðva á þremur stöðum í samræmi við framlagt kort. Jafnframt verði skoðað hvort djúpgámalausnir henti á þessum svæðum.

    • 2208015 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2026-2038

      Gerð grein fyrir vinnuskipulagi vegna vinnu við aðalskipulag Hafnarfjarðar 2026-2038.

      Tekið til umræðu.

    • 2302354 – Hvaleyrarbraut 26, breyting á deiliskipulagi

      Andri Klausen sækir 13.2.2023 f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2302362 – Hvaleyrarbraut 28, breyting á deiliskipulagi

      Andri Klausen sækir 13.2.2023 f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2302325 – Hvaleyrarbraut 30, breyting á deiliskipulagi

      Andri Klausen sækir 10.2.2023 f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2108512 – Hverfisgata 22, deiliskipulag

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 22.2.2023 var tekið fyrir erindi Borghildar Þórisdóttur um breytingu á deiliskipulagi og því var vísað til skipulags- og byggingarráðs. Gert er ráð fyrir endurbyggingu/lagfæringu húss og að 2 hliðar/bakbyggingar á lóð verði rifnar og einnar hæðar byggingar byggðar í stað þeirra. Kvaðir um safnaðarheimili og göngustíg felldar niður.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi miðbæjar, hraun vestur vegna lóðarinnar Hverfisgata 22 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2301280 – Völuskarð 2, deiliskipulagsbreyting

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 26. janúar sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 umsókn eiganda við Völuskarð 2 um breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felur í sér fjölgun eigna úr tveimur í þrjár, breytingu á byggingarreit, byggingarlínu, þak verði einhalla og/eða flatt og hámarkshæð 5,2m. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 2.3.2023. Athugasemd barst.

      Lagt fram og vísað til sviðsins að taka saman umsögn vegna framkominnar athugasemdar.

    • 2010043 – Áform um friðlýsingu Urriðakotshrauns í Garðabæ

      Lögð fram drög að umsögn.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir framlagða umsögn.

    • 2209696 – Hjallahraun 2, 4 og 4a, breyting á deiliskipulagi

      Byggingaráform lögð fram til kynningar.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman minnisblað vegna byggingaráformanna.

    • 2302383 – Ásvellir 1, knatthús, útgáfa byggingaleyfis mál nr. 23 árið 2023, kæra

      Lögð fram til kynningar kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem kærð er útgáfa byggingarleyfis fyrir knatthúsi að Ásvöllum.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2303172 – Suðurgata 44, deiliskipulag, mál nr. 35 árið 2023, kæra

      Lögð fram til kynningar kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem kærð er gildistaka ákvörðunar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um samþykkt á breytingu á deiliskipulagi Suðurgötu 44.

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

    • 2302018F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa - 917

      Lögð fram fundargerð 917. fundar.

    • 2302027F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa - 918

      Lögð fram fundargerð 918. fundar.

Ábendingagátt