Skipulags- og byggingarráð

4. maí 2023 kl. 14:00

Fundarsalurinn Hamarinn, Norðurhellu 2 (1. hæð)

Fundur 783

Mætt til fundar

  • Skarphéðinn Orri Björnsson formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Guðrún Lísa Sigurðardóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Lilja Guðríður Karlsdóttir varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Lilja Grétarsdóttir skipulagsfulltrúi, Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt og Ívar Bragason bæjarlögmaður.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Lilja Grétarsdóttir skipulagsfulltrúi, Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt og Ívar Bragason bæjarlögmaður.

  1. Almenn erindi

    • 22111133 – Flensborgarhöfn, nýtt deiliskipulag

      Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi Flensborgarhafnar.

      Lilja Karlsdóttir vék af fundi eftir 1. dagskrárlið kl. 14:45.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2007341 – Sléttuhlíð, deiliskipulagsbreyting

      Á fundi bæjarstjórnar þann 15. febrúar sl. var samþykkt að auglýsa tillöga að breyttu deiliskipulagi Sléttuhlíðar. Tillagan var auglýst 23.2.-11.4.2023. Athugasemdir bárust. Lagt fram svar við athugasemdum.

      Árni Rúnar Árnason situr hjá við afgreiðslu 2. dagskrárliðar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi Sléttuhlíðar með áorðnum breytingum og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2304255 – Tinhella 3-9, breyting á deiliskipulagi

      Þorleifur Eggertsson f.h. lóðarhafa sækir 12.4.2023 um breytingu á deiliskipulagi. Óskað er eftir því að sameina lóðirnar Tinhellu nr. 3, 5, 7 og 9, gera einn sameinaðan byggingarreit, bundin byggingarlína er tekin út, ný innkeyrsla fyrir lóðina er teiknuð inn, kvöð um gegnumakstur er tekin út.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Tinhellu 3-9 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2210001 – Umsagnarbeiðni, lýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Kópavogs

      Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á aðalskipulagi Kópavogs og nýju deiliskipulagi Vatnsendahvarfs/Vatnsendahæð.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1809298 – Tækniskólinn, nýbygging, erindi

      Tekið til umræðu.

      Frestað.

    Fyrirspurnir

    • 2303553 – Kapelluhraun-geymslusvæðið, fyrirspurn

      Tekin fyrir fyrirspurn Kára Eiríkssonar frá 17.3.2023 vegna tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir geymslusvæðið Kapelluhrauni.

      Tekin til frekari umræðu.

    Fundargerðir

    • 2209120 – Hjólastefna Hafnarfjarðar, starfshópur

      Lögð fram fundargerð 13. fundar.

    • 2304007F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa - 924

      Lögð fram fundargerð 924. fundar.

    • 2304020F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa - 925

      Lögð fram fundargerð 925. fundar.

Ábendingagátt