Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Fundarsalurinn Hamarinn, Norðurhellu 2 (1. hæð)
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi.
Vinnu við aðalskipulag Hafnarfjarðar 2026-2038 framhaldið.
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 9. febrúar sl. var samþykkt að grenndarkynna að nýju breytingu á deiliskipulagi að Hvannavöllum 4. Tillagan var grenndarkynnt 21.2-21.3.2023. Athugasemd barst.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hvannavalla 4 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkti 15. mars sl. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hverfisgötu 22. Gert er ráð fyrir endurbyggingu/lagfæringu húss og að 2 hliðar/bakbyggingar á lóð verði rifnar og einnar hæðar byggingar byggðar í stað þeirra. Kvaðir um safnaðarheimili og göngustíg felldar niður. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 27.4.2023. Athugasemdir bárust.
Athugasemdir lagðar fram og óskað eftir umsögn skipulagsfulltrúa.
Tekið fyrir að nýju erindi Siglingafélagsins Hafliða vegna umsóknar um aðstöðu til iðkunar siglinga á segl-, ára-, vélbátum, segl- og brimbrettum, kite- og róðrabrettum ásamt sjósundi úti fyrir Sundhöllinni við Herjólfsgötu.
Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í erindið. Ekki er gert ráð fyrir aðstöðu til siglinga við Herjólfsgötu.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 01.03. 2023 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Álhella 1 í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi 2. áfanga Kapelluhrauns í Hafnarfirði.
Í deiliskipulagsbreytingunni felst stækkun lóðar, aðkomu að lóð verði hnikað til, jarðvegsmanir verði færðar og lengdar. Gert verði ráð fyrir hljóðvegg innan lóðar meðfram lóðarmörkum Álhellu 1 og 3. Nýtingarhlutfall lóðar verði Nh= 0,4.
Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 4.5.2023. Athugasemd barst.
Athugasemd lögð fram og óskað eftir umsögn skipulagsfulltrúa.
Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 10.5.2023 var tekið fyrir erindi Hauks Inga Hjaltalín um lóðarstækkun til vesturs samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar og því var vísað til skipulags- og byggingarráðs með tilliti til afléttingar á hverfisvernd.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman umsögn.
Kynnt tillaga að deiliskipulagi sem tekur mið af breyttu umferðarkerfi svæðisins.
Lagt fram til kynningar.
Lagðar fram fundargerðir 115. og 116. fundar.