Skipulags- og byggingarráð

17. maí 2023 kl. 13:00

Fundarsalurinn Hamarinn, Norðurhellu 2 (1. hæð)

Fundur 784

Mætt til fundar

  • Skarphéðinn Orri Björnsson formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Guðrún Lísa Sigurðardóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Sigurjón Ingvason áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi.

  1. Almenn erindi

    • 2208015 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2026-2038

      Vinnu við aðalskipulag Hafnarfjarðar 2026-2038 framhaldið.

    • 22091196 – Hvannavellir 6, breyting á deiliskipulag

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 9. febrúar sl. var samþykkt að grenndarkynna að nýju breytingu á deiliskipulagi að Hvannavöllum 4. Tillagan var grenndarkynnt 21.2-21.3.2023. Athugasemd barst.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hvannavalla 4 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2108512 – Hverfisgata 22, deiliskipulag

      Bæjarstjórn samþykkti 15. mars sl. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hverfisgötu 22. Gert er ráð fyrir endurbyggingu/lagfæringu húss og að 2 hliðar/bakbyggingar á lóð verði rifnar og einnar hæðar byggingar byggðar í stað þeirra. Kvaðir um safnaðarheimili og göngustíg felldar niður. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 27.4.2023. Athugasemdir bárust.

      Athugasemdir lagðar fram og óskað eftir umsögn skipulagsfulltrúa.

    • 2107448 – Herjólfsgata, aðstaða til siglinga

      Tekið fyrir að nýju erindi Siglingafélagsins Hafliða vegna umsóknar um aðstöðu til iðkunar siglinga á segl-, ára-, vélbátum, segl- og brimbrettum, kite- og róðrabrettum ásamt sjósundi úti fyrir Sundhöllinni við Herjólfsgötu.

      Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í erindið. Ekki er gert ráð fyrir aðstöðu til siglinga við Herjólfsgötu.

    • 2302624 – Álhella 1, breyting á deiliskipulagi

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 01.03. 2023 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Álhella 1 í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi 2. áfanga Kapelluhrauns í Hafnarfirði.

      Í deiliskipulagsbreytingunni felst stækkun lóðar, aðkomu að lóð verði hnikað til, jarðvegsmanir verði færðar og lengdar. Gert verði ráð fyrir hljóðvegg innan lóðar meðfram lóðarmörkum Álhellu 1 og 3. Nýtingarhlutfall lóðar verði Nh= 0,4.

      Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 4.5.2023. Athugasemd barst.

      Athugasemd lögð fram og óskað eftir umsögn skipulagsfulltrúa.

    • 2304603 – Hellubraut 8, umsókn um lóðarstækkun

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 10.5.2023 var tekið fyrir erindi Hauks Inga Hjaltalín um lóðarstækkun til vesturs samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar og því var vísað til skipulags- og byggingarráðs með tilliti til afléttingar á hverfisvernd.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman umsögn.

    • 2111309 – Hellnahraun 4, deiliskipulag

      Kynnt tillaga að deiliskipulagi sem tekur mið af breyttu umferðarkerfi svæðisins.

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

Ábendingagátt