Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Fundarsalurinn Hamarinn, Norðurhellu 2 (1. hæð)
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Lilja Grétarsdóttir skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir verkefnastjóri, Anne Steinbrenner verkefnastjóri, Helga Stefánsdóttir forstöðumaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.
Lögð fram tillaga að staðsetningu tengimasturs vegna færslu á Hamraneslínu I og II.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu Landsnets að staðsetningu endamastur í landi Hafnarfjarðar, suðvestan Kaldárselssvegar, og að tillaga að breytingu á aðalskipulagi 2013-2025 vegna Hamraneslínu I og II taki mið af þeirri staðsetningu.
Bæjarstjórn samþykkti 15. mars sl. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hverfisgötu 22. Gert er ráð fyrir endurbyggingu/lagfæringu húss og að 2 hliðar/bakbyggingar á lóð verði rifnar og einnar hæðar byggingar byggðar í stað þeirra. Kvaðir um safnaðarheimili og göngustíg felldar niður. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 27.4.2023. Athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt athugasemda.
Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu og vísar ákvörðuninni til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 26. apríl sl. að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Áslands 4. áfanga í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Helstu breytingar tillögunnar eru; Byggingarreitur leikskólans er stækkaður og bílastæði færð til. Göngubrú yfir Ásvallabraut færð til suð- vesturs við hringtorgið byggingarreitir raðhúsa við Axlarás stækka og fjölga sem og að hluti þeirra verður á tveimur hæðum. Lóð við Skógarás 2 stækkar. Einbýli við Virkisás 20 verður einnar hæða. Einbýli við Hryggjarás 17 og 19 verða einnar hæða. Einbýli nr. 17-33 ofan götu við Virkisás og Hryggjarás 21 fá val um að byggja einnar eða tveggja hæða hús. Felldur er niður göngustígur í grænum geira milli Axlarás og Ásvallabrautar. Fresti til að skila inn athugasemdum lauk 26.6.2023. Athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum.
Bæjarstjórn samþykkti 1.2.2023 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna aðstöðu og aðkomu að Straumsvíkurhöfn og umferðaskipulag. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 26.6.2023. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkti 1.3.2023 að auglýsa tillöga að breyttu deiliskipulagi Reykjanesbrautar skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingunni felst breyting á afmörkun deiliskipulagsins vegna nýs deiliskipulags Straumsvíkur sunnan Reykjanesbrautar. Einnig er gert ráð fyrir nýjum undirgöngum undir Reykjanesbraut austan við lóð Álversins. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 26.6.2023. Engar athugasemdir bárust.
Bæjarstjórn samþykkti 15.2.2023 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Straumsvíkur sunnan Reykjanesbrautar skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í tillögunni felst að sniðinn er rammi um iðnaðarhverfi í samræmi við breyttar áherslur í aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Um er að ræða svæði er liggur á milli iðnaðarhverfis 2. áfanga Kapelluhrauns og Reykjanesbrautar, sem er skipt upp í rúmlega 30 nýjar lóðir fyrir iðnaðar- og athafnastarfsemi. Þar á meðal eru lóðir undir þegar byggð mannvirki ÍSAL. Á skipulagssvæðinu megi koma fyrir Coda Terminal, móttöku- og förgunarstöð fyrir koldíóxíð auk hefðbundnum iðnaðarlóðum. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 26.6.2023. Engar athugasemdir bárust.
Bæjarstjórn samþykkti 1.3.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Rauðamelsnámu. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 26.6.2023. Engar athugasemdir bárust. Lögð fram matsskyldufyrirspurn unna af VSÓ Ráðgjöf í mars 2023.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn. Jafnframt verði unnið áfram að umhverfismati sbr. niðurstöðu matsskyldufyrirspurnar.
Lögð fram fundargerð 932. fundar.
Lögð fram fundargerð 933. fundar.