Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Fundarsalurinn Hamarinn, Norðurhellu 2 (1. hæð)
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Lilja Grétarsdóttir skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir verkefnastjóri, Anne Steinbrenner verkefnastjóri, Berglind Guðmundsdóttir verkefnastjóri og Ása Bergsdóttir Sandholt lögmaður.
Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem farið er yfir forsendur vinnunar sem framundan er.
Lagt fram.
Tekin til umræðu skráning fasteigna í Sléttuhlíð.
Tekið til umræðu.
Lögð fram tillaga að breytingu á skilmálum.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags Suðurgötu Hamarsbrautar og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Lögð fram tillaga að breytingum á skilmálum.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags suðurbæjar sunnan Hamars og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Óskað er eftir heimild til að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025. Breytingin snýr að landnotkun og skilgreiningu á afmörkun varúðarsvæðis í Hellnahrauni.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna landnotkunar og skilgreiningu á afmörkun varúðarsvæðis í Hellnahrauni og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 21. júní sl. að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 í samræmi við 31. gr. samhliða breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, snýr að ákvæði í skilmálum Suðurgötu 44. Ákvæði um yfirbragð og hlutverk Suðurgötu 44 er fellt út. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna var til 27.8.2023. Athugasemd barst. Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa og svör við framkomnum athugasemdum.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulagsfulltrúa og samþykkir breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 21. júní sl. að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Suðurgötu ? Hamarsbrautar vegna Suðurgötu 44 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 í samræmi við 31. grein skipulagslaga. Breytingin felst í að á lóðinni er gert ráð fyrir að núverandi hús verði rifin og í stað þeirra verði byggð 3 hús með 15 misstórum íbúðum. Syðst og nyrst á lóðinni eru 2 hæða einbýlishús en fyrir miðju verður 2-3 hæða L- laga klasahús. Gert er ráð fyrir 17 bílastæðum í bílageymslu og 4 stæðum á lóðinni. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 27. ágúst sl. Athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa og svör við athugasemdum.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulagsfulltrúa og samþykkir breytingu á deiliskipulagi Suðurgötu Hamarsbrautar vegna Suðurgötu 44 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn. Framkvæmdatími skal ekki vera lengri en 5 ár sbr. 6. mgr. 37. grein skipulagslaga.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 7. júní sl. að auglýsa breytingar á deiliskipulagi Áslands 3. áfanga vegna staðsetningu á grenndarstöð. Breytingin felst í að þar sem áður var stoppistöð fyrir strætó er gert ráð fyrir svæði fyrir grenndarstöð til flokkunar á endurvinnanlegu efni. Grenndarstöð er aðgreind frá götu með gróðurbeði og gert er ráð fyrir skjólvegg í kringum flokkunarsvæðið. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 7. ágúst 2023. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 2.8.2023 var frestur framlengdur um 2 vikur. Athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulagsfulltrúa og samþykkir auglýsta breytingu á deiliskipulagi Áslands 3 vegna grenndarstöðvar og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Fulltrúar Samfylkingarinnar taka undir með innsendum athugasemdum vegna breytinga á deiliskipulagi vegna grenndarstöðva sem einkum lúta að umgengni, aðkomu inn i hverfið og veðurfari á svæðinu. Því leggja fulltrúar Samfylkingarinnar til að framfylgt verði stefnu Hafnarfjarðarbæjar um djúpgáma og þeir verði notaðir í grenndarstöð í Áslandi 3. Minnt er á að í skilmálum vegna djúpgáma sem samþykkt var í bæjarstjórn 23. nóv, 2022, segir: „Djúpgámar eru snyrtilegir í umhverfinu og taka við meira magni sorps en hefðbundnar sorptunnur. Djúpgámar henta vel til þess að gera umhverfi og frágang sorphirðu umhverfisvænni og meira aðlaðandi.“
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 21. júní sl. að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að heimila girðingar/skjólveggi á baklóðum og til hliðar við hús. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 18. ágúst 2023. Athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt athugasemda og svör.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulagsfulltrúa og samþykkir breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar þar sem skilmálar varðandi girðingar/skjólveggir eru rýmkaðir og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Í ljósi fjölmargra athugasemda íbúa Skarðshlíðar við breytingu á deiliskpulagi hverfisins og óska þeirra um frekari breytingar leggja fulltrúar Samfylkingarinnar til að deiliskipulag hverfisins verði tekið til endurskoðunar einkum er lýtur að smáhýsum og girðingum og unnið í samstarfi við íbúana.
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa vegna beiðni um breytingu á stærð lóðar.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Lagt fram erindi Samtaka aldraðra byggingarsamvinnufélagi sem vísað var til skoðunar skipulags- og byggingarráðs frá bæjarráði þann 7.9. sl.
Fulltrúar Samfylkingarinnar taka undir ályktun Félags eldri borgara frá landsfundi þeirra um fjölgun eldra fólks og mikilvægt að taka mið að því í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og gera því mögulegt að búa lengur í sjálfstæðri búsetu. Ennfremur þar sem því er beint til sveitarfélaga að þau tryggi við skipulagningu nýrra byggingasvæða, uppbyggingu húsnæðis og þjónustu fyrir eldra fólk.
Í ljósi þessa og mikillar eftirspurnar eftir hentugu húsnæði fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hvetja fulltrúar Samfylkingarinnar til þess að það verði sett í forgang að finna lóð sem hentar þessum hópi í samstarfi við Samtök aldraðra.
Lögð fram bókun bæjarráðs frá 7. september sl. þar sem skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðar er falið að undirbúa tillögu að útvíkkun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins með aukna íbúðabyggð í Hafnarfirði að markmiði.
Áheyrnarfulltrúi Viðreisnar bókar eftirfarandi:
Tilgangur vaxtarmarka svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins er að styðja við betri nýtingu á núverandi grunnkerfum samgangna, veitna og almannaþjónustu. Tilgangur vaxtarmarka er jafnframt að stuðla að sjálfbærri byggð og varðveislu náttúrusvæða og landbúnaðarlands. Tilgangur vaxtarmarkanna er jafnframt að leggja áherslu á gæði byggðar.
Í greiningarvinnu vegna svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 kemur fram að útþensla byggðar muni leiða til stóraukinna tafa í umferð. Útþensla byggðar er jafnframt dýr fyrir sveitarfélagið þar sem lengja þarf gatna- og veitukerfi og byggja fleiri skólabyggingar og íþróttasvæði á sama tíma og fækkun er í öðrum skólum sveitarfélagsins. Þessi gríðarlegi kostnaður sem fer í útþensluna mun þá ekki nýtast til að bæta innviði í núverandi hverfum bæjarins. Þessi hugmynd mun því tefja fjölmörg framfaraverkefni innan allra hverfa Hafnarfjarðar.
Jafnfram vill fulltrúi Viðreisnar vekja athygli á því að það að gera kröfu um útvíkkun vaxtarmarka án þess að búið sé að framkvæma neina greiningu á því hvort það sé í raun þörf á því er skólabókardæmi um ófagleg vinnubrögð.
Í rammasamningi ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032, sem meirihlutinn notar sem afsökun til að krefjast útvíkkun vaxtarmarka, kemur fram að aðilar samningsins leggja sérstaka áherslu á uppbyggingu hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði og að hlutfall þeirra verði að jafnaði um 30% nýrra íbúða. Það er kaldhæðnislegt að á sama tíma sé verið að breyta deiliskipulagi Áslands 4 í þá veru að eingöngu verði sérbýlishús í boði. Þarna fer ekki alveg saman hljóð og mynd.
Fulltrúar Samfylkingarinnar ítreka tillögu Samfylkingarinnar í bæjarráði þar sem vísað var til skipulags- og byggingaráðs og var tekin fyrir 19. apríl, 2023 um skipulagsmál, nýbyggingarsvæði (23031026): „Skipulags- og byggingaráði verði falið að hefja undirbúning og marka ný byggingarsvæði fyrir íbúðabyggð í Hafnarfirði, sem verði grundvöllur að breyttu skipulagi í Hafnarfirði og breyttu svæðaskipulagi höfuðborgarsvæðisins.“ Tillagan var samþykkt og vísað til vinnu við aðalskipulag Hafnarfjarðar 2026-2038 og að vinnu við athugun á vaxtamörkum verði lokið fyrir árslok 2023.
Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir svörum fyrir næsta fund ráðsins um stöðu þessarar vinnu og athugunar á vaxtamörkum.
Lög fram fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar í skipulags- og byggingarráði um Hraun vestur. – Hvað hafa margir reitir lokið vinnu við deiliskipulag og fengið byggingarleyfi? – Hvað hafa margir reitir hafið vinnu við breytingu á deiliskipulagi? – Hver er staðan við vinnu við ramma- og aðalskipulag Hraun vestur og hvenær er gert ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki? – Hver er framkvæmdaáætlun svæðisins og hvenær er gert ráð fyrir að uppbygging hefjist?
Lagður fram uppfærður uppdráttur eftir auglýsingu þar sem tekið hefur verið tillit til hluta athugasemda Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagðan uppdrátt dags. 6.9.2023 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Lögð fram fundargerð 943a. fundar
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa – 943a
Lögð fram fundargerð 943b. fundar
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa – 943b
Lögð fram fundargerð 119. fundar.
https://www.ssh.is/is/um-ssh/fundargerdir