Skipulags- og byggingarráð

14. desember 2023 kl. 14:00

Fundarsalurinn Hamarinn, Norðurhellu 2 (1. hæð)

Fundur 798

Mætt til fundar

  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Sigurjón Ingvason áheyrnarfulltrúi
  • Viktor Pétur Finnsson varamaður
  • Steinunn Guðmundsdóttir varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Lilja Grétarsdóttir forstöðumaður, Anna Margrét Tómasdóttir verkefnastjóri, Anne Steinbrenner verkefnastjóri, Berglind Guðmundsdóttir verkefnastjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Lilja Grétarsdóttir forstöðumaður, Anna Margrét Tómasdóttir verkefnastjóri, Anne Steinbrenner verkefnastjóri, Berglind Guðmundsdóttir verkefnastjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 2312146 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, breyting vegna borteiga

      Fulltrúar Carbfix hf. mæta til fundarins og kynna.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.

    • 2303553 – Kapelluhraun-geymslusvæðið, fyrirspurn

      Lögð fram beiðni um afstöðu skipulags- og byggingarráðs á tillögu að breyttu deiliskipulagi geymslusvæðisins dagsetta í október 2023.

      Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til áframhaldandi vinnu á umhverfis- og skipulagssviði.

    • 2312219 – Ásland 4, skilmálabreyting

      Lögð fram tillaga að skilmálabreytingu.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að skilmálabreytingin verði auglýst og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2312096 – Hryggjarás 14, breyting á deiliskipulagi, fyrirspurn

      Róbert Svavarsson f.h. lóðarhafa leggur 04.12.2023 fram fyrirspurn varðandi stækkun byggingarreits.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa og getur ekki fallist á erindið eins og það liggur fyrir. Bent er á að skilmálabreyting Áslands 4 sem tekur til útbygginga er í vinnslu og er hönnuði því bent á að vera í sambandi við verkefnastjóra skipulagsins.

    • 2309612 – Ásland 4, deiliskipulag endurskoðun

      Gerð grein fyrir stöðu vinnu við endurskoðun deiliskipulag Áslands 4.

      Tekið til umræðu.

    • 22111133 – Flensborgarhöfn, nýtt deiliskipulag

      Gerð grein fyrir stöðu vinnu við deiliskipulag Flensborgarhafnarsvæðis.

      Sigurjón Ingvason vék af fundi við umfjöllun sjötta dagskrárliðar.

      Tekið til umræðu.

    • 2306477 – Hvaleyrarholt suðaustur, Þorlákstún, Lyngbarð, deiliskipulag

      Gerð grein fyrir stöðu vinnu við deiliskipulag á Þorlákstúni.

      Tekið til umræðu.

    • 2103115 – Hraun vestur, rammaskipulag endurskoðun

      Gerð grein fyrir stöðu vinnu við endurskoðun rammaskipulags Hraun vesturs.

      Tekið til umræðu.

    Fundargerðir

    • 2312007F – Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 1

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa.

    • 2312004F – Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 1

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

Ábendingagátt