Skipulags- og byggingarráð

24. febrúar 2009 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 220

Ritari

 • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri skipulags- og byggingarsviðs
 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa 11.02.2009 og 17.02.2009.

   <DIV&gt;A-hluti fundargerðanna fer til samþykktar bæjarstjórnar.</DIV&gt;

  • 0902116 – Grænakinn 4, fyrirspurn

   Stefán Ómar Jakobsson, leggur þann 10. Febrúar fram fyrirspurn þess efnis aðbyggja sólstofu við einbýli samkvæmt meðfylgjandi teikningum Halldórs Hannessonar dags. 09.02.09. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 17.02.2008, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   <DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu.</DIV&gt;

  • 0902012 – Hringbraut 30, breyting, fyrirspurn.

   Jón M. Halldórsson leggur þann 03.02.2009 inn fyrirspurn til að rífa bílskúr á lóð og byggja annan á sama stað sem verður með þvottahúsi, gestasalerni og nýrri forstofu fyrir íbúðarhúsið samkvæmt teikningum. Sjá einnig meðfylgjandi uppl. á teikningu. Lagt fram skuggavarp frá KJhönnun sem beðið var um á síðasta fundi.

   <DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð beinir því til fyrirspyrjanda að skoða leiðir til að lækka fyrirhugaða viðbyggingu.</DIV&gt;

  • 0805284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar, breytt landnotkun austan Skútahrauns

   Tekin fyrir að nýju tillaga sviðsstjóra um að landnotkun verði breytt úr iðnaðarsvæði í athafnasvæði á svæði sem afmarkast af Hólshrauni til norðurs, veghelgunarsvæði fyrirhugagaðs Álftanesvegar og bæjarmörkum að Garðabæ til austurs, Stapahrauni til suðurs og húsum austan Bæjarhrauns til vesturs. Með breytingunni væri opnað fyrir að unnt væri að leyfa starfsmannabústaði og gistiheimili á svæðinu að uppfylltum tilheyrandi skilyrðum og jafnframt bæta umhverfi þess frá því sem nú er. Áður lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á umhverfisáhrifum fyrirtækja á svæðinu dags. 30.03.2008.

   <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna málið áfram og leita síðan álits Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og Skipulagsstofnunar á því hvort starfsemi á svæðinu samræmist skilgreiningu á athafnasvæði í skipulagsreglugerð.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0811107 – Fluguskeið 4, breyting á deiliskipulagi

   Bjarni Sigurðsson og Darri Guðmundsson sækja um leyfi til að byggja hesthús skv. teikn. Ómars Péturssonar BFÍ. Byggingin fer 1m út fyrir byggingarreit. Deiliskipulagsuppdráttur dags. 08.01.2009 barst dags. 13.01.2009. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir skýringum frá umsækjanda á þörf fyrir stækkun hússins. Lagt fram bréf Bjarna Sigurðssonar dags. 10.02.2009.

   <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu.&nbsp;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0702005 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar, raflínur og tengivirki.

   Tekin til umræðu tillaga um breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar flutningskerfi raforku í upplandi Hafnarfjarðar. Lögð fram tillaga Eflu verkfræðistofu að matslýsingu fyrir umhverfisskýrslu, ódags. Ólafur Árnason og Jón Bergmundsson mættu á fundinn og kynntu.

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Tillagan lögð fram. Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna. </DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0901098 – Sörli, afmörkun félagssvæðis við íbúðabyggð

   Lagt fram bréf Björns Bjarnasonar og Völku Jónsdóttur f.h. hestamannafélagsins Sörla dags. 05.01.2009, þar sem beðið er um að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið Hlíðarþúfur.

   <DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram og vísað til skoðunar á skipulags- og byggingarsviði með tilliti til væntanlegs rammaskipulags&nbsp;fyrir Ásland.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0902053 – Ljósatröð, deiliskipulag

   Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að deiliskipulagi fyrir svæði við Ljósatröð dags. 15.01.2009. Svæðið er innan deiliskipulags fyrir Hörðuvelli – Reykdalsreit, en þessum hluta þess var frestað. Mál frá síðasta fundi.

   <DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð frestar málinu.</DIV&gt;

  • 0809375 – Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi.

   Lögð fram tillaga Péturs Jónssonar landslagsarkitekts dags. 15.02.2009 að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Hauka að Ásvöllum ásamt skýringaruppdrætti.

   <DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð óskar eftir skýrari gögnum vegna&nbsp;deiliskipulagsbreytingarinnar. Ekki er fallist á útkeyrslu af bensínafgreiðslustöð inn á Ásbraut.</DIV&gt;

  • 0902175 – Kirkjugarðar Hafnarfjarðar, breyting á deiliskipulagi

   Stjórn Kirkugarða Hafnarfjarðar sækir um þann 13.02.2009 að breyting á deiliskipulagi verði tekin til afgreiðslu sem óveruleg breyting skv. framlögðum uppdrætti Landslags ehf dags. 11.02. 2009. Breytingin felst í því að upphaflegt aðkomusvæði og bílastæði frá Kaldárselsvegi verði nýtt sem greftunarsvæði. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 17.02.2008, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð samþykkir að senda tillöguna í auglýsingu skv. 1. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar: </DIV&gt;<DIV&gt;”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að&nbsp;breyting á deiliskipulagi Kirkjugarðs Hafnarfjarðar&nbsp;dags. 11.02.2009&nbsp;verði&nbsp;auglýst samkvæmt 1. mgr. 26. gr.&nbsp;skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.”&nbsp;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0809094 – Sléttuhlíð C-O (123147), byggingarleyfi

   tekinn fyrir að nýju úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 21.01.2009. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði að skoða málið milli funda. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 23.02.2009.

   <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 í samræmi við umsögn sviðsins með áorðnum breytingum.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0710023 – Krýsuvíkurvegur, ný gatnamót

   Lögð fram tillaga Mannvits ehf af staðsetningu bráðabirgðagatnamóta við Krýsuvíkurveg. Undirbúningshópur umferðarmála samþykkir tillögu 4 og leggur áherslu á að við T-gatnamótin á tengigötunni milli Hellnahrauns II og III verði gerð beygjurein fyrir vinstri beygjur. UHU leggur til við SBH að tillagan verði samþykkt.

   <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð tekur undir tillögu undirbúningshóps umferðarmála.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0801107 – Reykjavíkurvegur 54, gönguleið

   Tekin fyrir samþykkt skipulags- og byggingarráðs vegna fundargerðar undirbúningshóps umferðarmála nr. 49: Skipulags- og byggingarráð samþykkir að leggja til við framkvæmdaráð að gönguleið til móts við Reykjavíkurveg 54 verði merkt. Undirbúningshópur umferðarmála leggur til við skipulags- og byggingarráð að óskað verði eftir að upp verði sett gönguljós þegar í stað.

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð tekur undir tillögu undirbúningshóps umferðarmála um að sett verði upp gönguljós þegar í stað.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0812097 – Stekkjarhvammur, göngustígur

   Í tölvupósti dags. 08.12.2008 gerir Jónína Einarsdóttir Stekkjarhvammi 24 athugasemd við að bílum sé lagt á göngustíg við Stekkjarhvamm 22 – 36. Skipulags – go byggingarráð vísaði erindinu til undirbúningshóps umferðarmála SBH 16.des s.l. UHU bendir á að umræddur stígur er innan lóðar þessa húsa og er því íbúum heimilt að setja upp skilti til að minna fólk á hlutverk þessa botnlanga. UHU vísar erindinu til SBH.

   <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð tekur undir afgreiðslu undirbúningshóps umferðarmála.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0902131 – Ásland 3, gönguleiðatengingar

   Lagt fram erindi íbúa í Áslandi 3 þar sem óskað er eftir að gönguleiðir frá og til hverfis verði bættar, m.a. framlengja göngustíg niður að Kaldárselsvegi og koma fyrir gangbraut yfir veginn niður að göngustíg sem liggur um Hlíðarnar. UHU leggur til við SBH að stígatengingar við Ásland 3 verði skoðaðar í heild sinni. Lagt fram bréf Lúthers Sigurssonar dags. 08.01.2007 varðandi göngustíg ofan Skógaráss.

   <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- byggingarráð tekur undir afgreiðslu undirbúningshóps umferðarmála.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0701032 – Álfholt 6-26, bílastæði

   Tekin fyrir að nýju tillaga VSB að breytingu á deiliskipulagi suðvestur Hvaleyrarholts dags. 17.03.2008 hvað varðar bílastæði við Álfholt. Farið í gegnum athugasemdir á kynningarfundi 16.05.2009. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á deiliskipulagi svæðisins.

   <DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð samþykkir&nbsp;að fela skipulags- og byggingarsviði að&nbsp;skoða sérmerkingu bílastæða við Álfholt. &nbsp;&nbsp;</DIV&gt;

  • SB040347 – Umhverfisnefnd/staðardagskrá 21

   Lögð fram fundargerð Umhverfisnefndar/Staðardagskrár 21 dags. 18.02.2009.

   Lagt fram.

  • 0707015 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 Krýsuvík, beiðni um breytingu

   Lagðir fram minnispunktar frá 2. fundi starfshópsins dags. 22. janúar 2009. Tekinn fyrir 20. liður úr fundargerð SBH frá 10. febr. sl. varðandi fyrirspurn undirbúningshóps HS orku dags. 06.02.2009 um matsskyldu vegna rannsóknarborunar í Krýsuvík. Bæjarstjórn samþykkti 16.02.2009 að vísa tillögu Skipulags- og byggingarráðs aftur til ráðsins.%0D

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:</DIV&gt;<DIV&gt;&nbsp;</DIV&gt;<DIV&gt;Bæjarstjórn samþykkir að heimila Hitaveitu Suðurnesja, HS Orku, að vinna að&nbsp;tilkynningu til Skipulagsstofnunar vegna&nbsp;fyrirspurnar um matsskyldu rannsóknarborunar við Hveradali í Krýsuvík í samvinnu við starfshóp um rannsóknarboranir í Krýsuvík og skipulags- og byggingarráð.&nbsp;&nbsp;Samþykkt þessi nær eingöngu til rannsóknarborunar samkvæmt valkosti 2 við &nbsp;og gefur engin frekari fyrirheit um framhald málsins. Þegar rannsókn er lokið og niðurstöður hennar liggja fyrir mun bæjarstjórn taka frekari afstöðu til framhalds málsins. </DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0901300 – Úrgangsmál, áherslur og aðgerðaáætlun

   Lagt fram bréf Guðjóns Bragasonar sviðsstjóra lögfræðisviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 27.01.2009 ásamt greinargerðinni “Áherslur Sambands íslenskra sveitarfélaga í úrgangsmálum ásamt aðgerðaáætlun”.

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð visar&nbsp;erindinu til umhverfisnefndar og óskar eftir umsögn.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0902198 – Raf- og raftækjaúrgangur

   Lagður fram tölvupóstur Lúðvíks Erhardt Gústafssonar verkefnisstjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 29.01.2009 þar sem kynnt eru ný lög um meðhöndlun raf- og raftækjaúrgangs.

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð visar&nbsp;erindinu til umhverfisnefndar og óskar eftir umsögn.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0801395 – Skólastefna Hafnarfjarðar, endurskoðun

   Lögð fram til umsagnardrög að endurskoðaðri skólastefnu fræðslusviðs. Umsagnarfrestur er til 12.03.2009.%0DSkólastefna Hafnarfjarðar hefur verið í endurskoðun allt árið 2008 í samræmi við verk- og tímaáætlun sem samþykkt var í fræðsluráði Hafnarfjarðar í byrjun þess árs. Vinnuhópur fræðsluráðs hefur stýrt endurskoðunarvinnunni í samráði við starfsfólk á Skólaskrifstofu. Vinnan hófst með upplýsingaöflun frá hagsmunaðilum vorið 2008 og lauk með samráðsfundum með fulltrúum þeirra í byrjun sumars.

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að gera drög að umsögn um erindið.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

Ábendingagátt