Skipulags- og byggingarráð

28. apríl 2009 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 225

Ritari

 • Heiðbjört Guðjónsdóttir fulltrúi
 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa 08.04.2009, 15.04.2009 og 22.04.2009.

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;A-hluti fundargerðanna fer til samþykktar bæjarstjórnar.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0701305 – Austurgata 31 deiliskipulag

   Sverrir Júlíusson sækir um að breyta deiliskipulagi fyrir lóðina við Austurgötu 31, skv. uppdrætti Halldórs Hannessonar dags. 15.01.07. Grenndarkynningu lokið, athugasemd barst. Umbeðnum lagfæringum á lóðamörkum er lokið og staðreynt hefur verið að allir hlutar skipulagsins eru innan viðkomandi lóðar. Erindið var grenndarkynnt að nýju 02.03.2009 skv. 2. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga með athugasemdafresti til 30.03.2009. Engin athugasemd barst. Frestað á fundi 219.

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð samþykkir skipulagið og að málinu verði lokið samkvæmt 26. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0903210 – Gunnarssund 9, fyrirspurn

   Arkur ehf leggur 25.03.09 fram fyrispurn um að byggja nýtt hús, eina hæð og ris á lóðinni skv gögnum frá Jon Nordsteien. Bæjarráð hefur samþykkt breytt lóðamörk. Skipulags- og byggingarráð vísaði erindinu 07.04.2009 til umsagnar Byggðasafns Hafnarfjarðar. Lögð fram umsögn Byggðasafns Hafnarfjarðar dags. 16.04.2009, sem bendir á að sökum aldurs hússins þurfi samþykki Húsafriðunar ríkisins. Erindið hefur verið sent þangað.

   <DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0903020 – Nönnustígur 2, bílastæði.

   Aðalheiður Dröfn Eiríksdóttir sækir um leyfi til að setja tvö bílastæði innan lóðar í samræmi við uppdrátt dags. febrúar 2009. Umsögn framkvæmdasviðs dags. 10.3.2009 liggur fyrir. Erindið var grenndarkynnt 13.03.2009 skv. 7. mgr. 43. greinar skipulags- og byggingarlaga með umsagnarfresti til 14.04.2009, athugasemd barst. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 15.04.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu milli funda.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0902033 – Norðurbakki 5, breyting á deiliskipulagi

   Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Norðurbakka hvað varðar innkeyrslu, staðsetningu og hæð spennistöðvar og grenndargám skv. uppdrætti Batterísins dags. 29.01.2009. Deiliskipulagið hefur verið auglýst 06.03.2009 skv. 2. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með athugasemdafresti til 03.04.2009. Athugasemdir bárust. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 22.04.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna samantekt á innkomnum athugasemdum og tillögu að umsögn um þær.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0901068 – Hamranes rammaskipulag.

   Lögð fram tillaga að verksamningi við Arkitektur.is ehf dags. 24.04.2009. Skipulagshöfundar Arkitektur.is mættu á fundinn ásamt verkefnisstjóra Stefáni Veturliðasyni VSB og kynntu framgang vinnu við verkefnið.

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð þakkar Páli Tómassyni og&nbsp;Stefáni Veturliðasyni kynninguna.</DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða samninga. </DIV&gt;<DIV&gt;Samþykkt með 3 atkvæðum, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna sitja hjá.</DIV&gt;<DIV&gt;Fulltrúi VG telur þessa vinnu ekki tímabæra og allt of dýra. Fulltrúi VG vill einblína á legu Ásvallabrautar sem tengir Velli og Ásland saman.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0901069 – Ásland rammaskipulag

   Lögð fram tillaga að verksamningi við Batteríið ehf með rágjafa Landslag ehf dags. 02.04.2009. Skipulagshöfundar Batteríið og Landslag mættu á fundinn ásamt verkefnisstjóra Stefáni Veturliðasyni VSB og kynntu framgang vinnu við verkefnið.

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð þakkar Stefáni Veturliðasyni, Sigurði Einarssyni, Önnu Margréti Tómasdóttur og Þráni Haukssyni kynninguna.</DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða samninga. </DIV&gt;<DIV&gt;Samþykkt með 3 atkvæðum, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna sitja hjá.</DIV&gt;<DIV&gt;Fulltrúi VG telur þessa vinnu ekki tímabæra og allt of dýra. Fulltrúi VG vill einblína á legu Ásvallabrautar sem tengir Velli og Ásland saman.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0812105 – Kapelluhraun 2. áfangi geymslusvæði

   Tekin til umræðu tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að 2. áfanga iðnaðarsvæðis í Kapelluhrauni skv. uppdrætti skipulags- og byggingarsviðs dags. 08.02.2009. Skipulagið var auglýst 02.03.2009 skv. 1. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga og lauk athugasemdatíma 17.04.2009. Lagðar fram umsagnir Landsvirkjunar dags. 08.04.2009 og Rio Tinto – Alcan dags. 17.04.2009. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 22.04.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að ræða við umsagnaraðilana.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0801344 – Miðbær, þróunaráætlun

   Tekin fyrir að nýju umræða um þróunaráætlun miðbæjar. Sameiginlegur fundur var haldinn með miðbæjarnefnd 31.03.2009, þar sem Bjarni Reynarsson Land-ráð ehf mætti og kynnti tillögu að þróunaráætlun. Lögð fram drög að þróunaráætlun dags. mars 2009. Frestað á síðasta fundi.

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • SB040347 – Umhverfisnefnd/staðardagskrá 21

   Lögð fram fundargerð Umhverfisnefndar/Staðardagskrár 21 dags. 15.04.2009.

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0903249 – Litboltafélag Hafnarfjarðar, keppnissvæði

   Litboltafélag Hafnarfjarðar óskar eftir framlengingu á afnotum af æfinga- og keppnissvæði við Krýsuvíkurveg. Einnig er óskað eftir leyfi til jarðvegsframkvæmda. Lagðar fram umsagnir fjölskylduráðs dags. 06.04.2009, umhverfisnefndar/Staðardagskrár 21 dags. 15.04.2009 og framkvæmdaráðs dags. 27.04.2009.

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0901201 – Krýsuvík, samningur um beitarhólf

   Verkefnastjóri Sd 21 kynnir fyrir ráðinu drög að samningi varðandi hrossabeit í Krýsuvík.

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0701138 – Framtíðarhafnarsvæði.

   Sviðsstjóri og formaður gera grein fyrir viðræðum við hafnarstjóra og formann hafnarstjórnar um að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi hafnar vestan Straumsvíkur, þar sem skipulagi er frestað í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025. Lagðir fram minnispunktar sviðsstjóra.

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að hefja vinnu við undirbúning að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar svæði vestan Straumsvíkur þar sem skipulagi var frestað. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:</DIV&gt;<DIV&gt;”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að hafin verði vinnu við undirbúning að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar svæði vestan Straumsvíkur þar sem skipulagi var frestað.”</DIV&gt;<DIV&gt;&nbsp;</DIV&gt;<DIV&gt;Trausti Baldursson gerir grein fyrir atkvæði sínu: Ég samþykki framangreinda samþykkt um að hafin verði vinna við að ljúka skipulagi&nbsp;fyrir framangreint svæði en með þeim fyrirvara að það sé skipulagsvinnan sem eigi að leiða í ljós til hvers svæðið verður nýtt.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0808201 – Melabraut 17, gámur á bílastæði

   Á bílastæði hússins gegnt Suðurgötu hefur staðið gámur í heilt ár. Haft var samband við húseigendur, Bílamálun Minney, um að fjarlægja gáminn og lofuðu þeir að það yrði ekki bið á því. Gámurinn stendur enn, en samkvæmt deiliskipulagi er það óheimilt. Gámurinn er þarna á ábyrgð húseiganda/lóðarhafa, sem hefur ítrekað verið beðinn um að fjarlægja gáminn, og gert skylt á afgreiðslufundi 27.08.2008 að fjarlægja hann þá þegar. 18.03.2009 gerði skipulags- og byggingarfulltrúi húseiganda/lóðarhafa Melabrautar 17 skylt að fjarlægja umræddan gám innan tveggja vikna. Yrði ekki brugðist við erindinu innan þess tíma yrði gerð tillaga til skipulags- og byggingarráðs um að beitt verði dagsektum í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga. Ekki hefur verið brugðist við þessu. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 08.04.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu:%0D”Skipulags- og byggingarráð gerir húseiganda skylt að fjarlægja umræddan gám innan tveggja vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um að beitt verði dagsektum í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.”

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð gerir húseiganda skylt að fjarlægja umræddan gám innan tveggja vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um að beitt verði dagsektum í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0903209 – Hvaleyrarbraut 22, ólöglegar framkvæmdir framhald

   Tekið fyrir að nýju mál varðandi ólöglegar framkvæmdir við húsið og ólöglega búsetu í húsinu. Komið hefur í ljós að ekki hefur verið brugðist við þessu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir 08.04.2009 tillögu til skipulags- og byggingarráðs að ítrekuð verði samþykkt til nýrra eigenda um að beitt verði dagssektum í samræmi við VI kafla skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð&nbsp;ítrekar að&nbsp;í gildi eru dagsektir, sem samþykktar voru í bæjarstjórn 29. apríl 2008,&nbsp;vegna ólöglegrar búsetu og framkvæmda að Hvaleyrarbraut 22 og beinir því til bæjarlögmanns að&nbsp;nýjum eigendum verði tilkynnt þetta og beinir því jafnframt til bæjarstjórnar að ítrekuð&nbsp;verði samþykkt til nýrra eigenda um að beitt verði dagssektum í samræmi við VI kafla skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0903040 – Brekkuás 21, slæmur frágangur á byggingarstað

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 04.03.2009 lóðarhafa skylt að bæta frágang á lóðinni innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því myndi verða gerð tillaga um aðgerðir í samræmi við VI. kafla skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 15.04.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: “Skipulags- og byggingarráð gerir lóðarhafa skylt að bæta frágang á lóðinni innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu um dagssektir í samræmi við 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. “

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð gerir lóðarhafa skylt að bæta frágang á lóðinni innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu um dagssektir í samræmi við 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. </DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0807212 – Hafravellir 18 og 20, kvörtun

   Borist hefur kvörtun með tölvupósti dags. 10.03.2009 frá íbúum Hafravalla 14 og 16 vegna slæms frágangs á byggingarlóð Hafravalla 18 og 20. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur áður sent lóðarhöfum bréf út af sama máli, dags. 25.07.2008. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 01.04.2009 lóðarhöfum skylt að lagfæra ástand lóðarinnar innan tveggja vikna. Yrði ekki brugðist við því myndi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um beitingu dagsekta í samræmi við VI. kafla skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 22.04.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: “Skipulags- og byggingarráð gerir lóðarhöfum skylt að lagfæra ástand lóðarinnar innan tveggja vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um beitingu dagsekta í samræmi við VI. kafla skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.”

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð gerir lóðarhöfum skylt að lagfæra ástand lóðarinnar innan tveggja vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um beitingu dagsekta í samræmi við VI. kafla skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0903275 – Dalshraun 15, þinglýstur húsaleigusamningur og skráning á lögheimili

   Mjölnir Gunnarsson sækir um húsaleigubætur og skráningu lögheimilis að Dalshrauni 15. Lagður fram þinglýstur húsaleigusamningur fyrir íbúðarhúsnæði í húsinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi benti 01.04.2009 á að ekki er samþykkt íbúð í húsinu, sem er á athafnasvæði. Íbúðin væri því ólögleg og bæri að rýma hana án tafar. Yrrði það ekki gert innan tveggja vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um beitingu dagsekta í samræmi við VI. kafla skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 22.04.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: “Skipulags- og byggingarráð gerir eiganda skylt að rýma hinar ólögmætu íbúðir í húsinu tafarlaust. Verði það ekki gert innan tveggja vikna mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um dagsektir með tilvísun til 57. greinar skipulags- og byggingarlaga.”

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð gerir eiganda skylt að rýma hinar ólögmætu íbúðir í húsinu tafarlaust. Verði það ekki gert innan tveggja vikna mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um dagsektir með tilvísun til 57. greinar skipulags- og byggingarlaga.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

Ábendingagátt