Skipulags- og byggingarráð

20. október 2009 kl. 08:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 236

Ritari

 • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri skipulags- og byggingarsviðs
 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa 07.10.2009 og 14.10.2009.

   <DIV&gt;<DIV&gt;A-hluti fundargerðanna fer til samþykktar bæjarstjórnar.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0910620 – Skúlaskeið 5, viðbygging

   Bjarni Hrafnkelsson sækir þann 05.10.2008 um leyfi til að byggja við einbýlishús samkvæmt teikningum VHÁ dags. sept 2009. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 07.10.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   <DIV&gt;Framlögð teikning sýnir fyrirkomulag viðbyggingar eins og um séríbúð sé að ræða. Skipulags- og byggingarráð óskar eftir frekari upplýsingum um framlagðar teikningar.<BR&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;&nbsp;&nbsp;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0709106 – Óseyrarbraut, ný lóð

   Tekin til umræðu tillaga hafnarstjórnar að nýrri lóð nr. 33 við Óseyrarbraut. Hafnarstjórn samþykkti að ganga formlega frá skipulagi lóðarinnar samkvæmt yfirlitsteikningu Al-Ark arkitekta sem lögð var fram á 1327. fundi hafnarstjórnar 23. janúar 2008. Bæjarráð vísaði erindinu 16.03.2009 til umfjöllunar og afgreiðslu í skipulags- og byggingarráði. Frestað á fundi 222. Nýr deiliskipulagsuppdráttur dags. 02.04.2009 lagður fram. Hafnarstjórn samþykkti 13.05.2009 að óska eftir breytingu á aðalskipulagi, þannig að megin stofnbraut hafnarsvæðisins þ.e. Óseyrarbrautin verði felld út af aðalskipulaginu í þeirri mynd sem hún er sýnd þar eða að hún verði færð inná skipulagið í þeirri mynd sem hún er í dag.

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð samþykkir að senda deiliskipulagstillöguna í auglýsingu skv. 1. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 09102393 – Hringbraut 30, byggingarleyfi.

   Guðmundur Ýmir Bragason sækir um endurupptöku málsins, þannig að valmi verði tekinn af viðbyggingu á efri hæð, og bætt verði við 9,3 m2 geymslu í kjallara undir inngangi viðbyggingar. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 14.10.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð óskar eftir frekari gögnum varðandi skuggavarpið og frestar erindinu.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0905031 – Gunnarssund 9, deiliskipulagsbreyting

   Tekið fyrir að nýju erindi Arks ehf sem leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar fyrir lóðina skv. uppdrætti Jon Nordsteien dags. 06.05.2009. Erindið hefur verið grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Athugasemdir bárust. Deiliskipulagið var samþykkt af skipulags- og byggingarráði 07.07.2009. Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 8. október sl. þar sem deiliskipulagsbreytingin er felld úr gildi, þar sem breytingin er talin veruleg, og lagaskilyrði hafi því skort fyrir því að fara með breytinguna samkvæmt undantekningarákvæði 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga. Nýr uppdráttur dags. 16. október 2009.

   <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð samþykkir að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0807220 – Suðurgata - Hamarsbraut, deiliskipulag

   Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 18.09.2009 að deiliskipulagi fyrir reit sem afmarkast af klettum norðan húsa norðan Hellubrautar/Hamarsbrautar, Suðurgötu, Mýrargötu og Strandgötu. Áður lögð fram fornleifaskráning Byggðasafns Hafnafjarðar fyrir svæðið dags. 2009 og umsögn Húsafriðunarnefndar varðandi Hellubraut 7 dags. 05.05.2009. Áður lagðir fram minnispunktar og svör við athugasemdum frá forstigskynningarfundi 25.05.2009. Áður lagðir fram minnispunktar skipulags- og byggingarsviðs varðandi hverfisvernd. Ný greinargerð og uppdráttur dags. 30. september sl. áður lögð fram. Lögð fram gögn dags. 10. janúar 2009 og frá skipulags- og byggingarsviði dags. 8. október 2009.

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0903141 – Jófríðarstaðir, deiliskipulag kaþólska kirkjan og Búmenn

   Tekin fyrir að nýju tillaga Búmanna fyrir sína hönd og kaþólsku kirkjunnar að deiliskipulagi fyrir þjónustuíbúðir o.fl. við Staðarhvamm skv. uppdráttum og líkönum Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts. Lagður fram endurskoðaður uppdráttur dags. 12.10.2009, þar sem bílastæðum hefur verið breytt. Lagður fram uppdráttur Byggðasafns Hafnarfjarðar og skipulags- og byggingarsviðs, sem sýnir friðaðar traðir og tóft.

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0812022 – Suðvesturlínur, raforkuflutningskerfi

   Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 06.10.2009 þar sem óskað er eftir áliti Hafnarfjarðar varðandi sameiginlegt mat á Suðvesturlínum. Ólafur Árnason Eflu mætir á fundinn.

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð þakkar Ólafi Árnasyni kynninguna.</DIV&gt;<DIV&gt;&nbsp;</DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð felur&nbsp;skipulags- og byggingarsviði&nbsp;að ljúka við að&nbsp;svara&nbsp;Skipulagsstofnun í samræmi við framlögð drög að svari.&nbsp;Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.</DIV&gt;<DIV&gt;Jón Páll Hallgrímsson situr hjá við afgreiðslu málsins þar sem hér sé einungis fjallað um málið út frá hagsmunum Hafnarfjarðar, en telur að fjalla þurfi um málið út frá hagsmunum alls svæðisins sem línurnar ná yfir.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0702005 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar, raflínur og tengivirki.

   Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar flutningskerfi raforku til samræmis við áætlanir Landsnets um styrkingu raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi og samkomulag Hafnarfjarðar og Landsnets þar um, sem samþykkt var af bæjarstjórn 11.11.2008. Breytingarnar eiga við raflínur og jarðstrengi frá Geithálsi og Sandskeiði að núverandi og fyrirhuguðum tengivirkjum í Hafnarfirði og áfram þaðan að álverinu í Straumsvík og til Suðurnesja. Aðalskipulagstillagan byggir á samþykkt bæjarstjórnar um gerð skipulagsins dags. 11.11.2008. Lögð fram umhverfisskýrsla Eflu verkfræðistofu dags. 18.10.2009. Haldinn var forstigskynningarfundur 07.09.2009. Áður lagt fram álit Skipulagsstofnunar á frummatsskýrslu dags. 17.09.2009 og endanleg matsskýrsla Eflu og Landsnets dags. 10.08.2009. Frestað á síðasta fundi.

   <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð samþykkir að senda aðalskipulagstillöguna í auglýsingu skv. 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:</DIV&gt;<DIV&gt;”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að senda tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar hvað varðar flutningskerfi raforku, dags. 10.08.2009 ásamt umhverfisskýrslu dags.&nbsp;júlí 2009&nbsp;&nbsp;í auglýsingu skv. 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.” </DIV&gt;</DIV&gt;

  • 09102693 – Ölduslóð 12, fyrirspurn

   Gísli G Gunnarsson byggingarfræðingur leggur fram fyrirspurn f.h. eigenda hússins Ölduslóð 12 varðandi hækkun þaks hússins.

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0712080 – Miðbær - Hraun, deiliskipulag

   Tekið fyrir að nýju deiliskipulag svæðis sem afmarkast af Flatahrauni, Álfaskeiði, Arnarhrauni og Reykjavíkurvegi. Áður lagður fram uppdráttur Arkitektur.is dags. 07.05.01 og drög að skipulagsskilmálum dags. 03.05.01. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði 18.12.2007 að vinna áfram að deiliskipulaginu. Lagður fram endurskoðaður uppdráttur og skipulagsskilmálar Arkitektur.is dags. 15. október 2009.

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0909084 – Holtaberg og tenging hennar við Hólsberg

   Lagt fram bréf frá Jóhannesi Einarssyni varðandi frágang á Holtabergi. Framkvæmdaráð vísaði málinu 25.09.2009 til Skipulags- og byggingarráðs m.t.t. að Holtabergi verði lokað við Hólsberg. Framkvæmdum við Holtaberg er því frestað þar til að niðurstaða í málinu liggur fyrir. Skipulags- og byggingarráð vísaði erindinu til umsagnar á skipulags-og byggingarsviði. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 14.10.2009.

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð vísar til gildandi deiliskipulags&nbsp;íbúðabyggðar við Hólsberg í Setbergi, og að vegurinn verði áfram opinn.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0905129 – Aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga 2008-2028, tillaga

   Lagt fram bréf Eirnýjar Valsdóttur bæjarritara Sveitarfélagsins Voga dags. 07.10.2009 ásamt umsögn Sveitarfélagsins Voga um innkomnar athugasemdir við auglýstu Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028.

   <DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;

  • 0706396 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar, Ásvellir, breyting

   Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 vegna sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir bensín á Ásvöllum dags. 14.05.2007. Skipulagstillagan var auglýst 24.08.2009 skv. 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og lauk athugasemdafresti 06.10.2009. Engar athugasemdir bárust.

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð samþykkir aðalskipulagsbreytinguna og að málinu verði lokið skv. 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:</DIV&gt;<DIV&gt;”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir&nbsp;tillögu að breytingu á Aðalskipulagi -&nbsp;Hafnarfjarðar 2005 2025 hvað varðar Ásvelli svæði Hauka dags.&nbsp;14.05.2007&nbsp;og að málinu verði lokið skv. 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.”</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0809375 – Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi.

   Tekin fyrir að nýju tillaga Péturs Jónssonar landslagsarkitekts dags. 15.02.2009 að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Hauka að Ásvöllum ásamt skýringaruppdrætti. Borist hefur nýr uppdráttur dags. 02.04.2009. Tillagan var auglýst 24.08.2009 skv. 1. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Athugasemdafresti lauk 06.10.2009. Athugasemd barst fr+a Ask arkitektum dags. 10.09.2009.

   <DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0903127 – Bæjarmörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar við Hrafnistu

   Sviðsstjóri gerir grein fyrir viðræðum við skipulagsstjóra Garðabæjar varðandi breytingu á sveitarfélagsmörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar vegna nýbyggingar Hrafnistu og annarra minniháttar breytinga. Lagður fram uppdráttur skipulags- og byggingarsviðs með hugsanlegri breytingu við Hrafnistu.

   <DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0707015 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 Krýsuvík, beiðni um breytingu

   Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025, Krýsuvík, hvað varðar staðsetningu tilraunaborhola, endurskoðaður uppdráttur dags. 22.09.2009. Lagt fram á síðasta fundi.

   <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð samþykkir að senda aðalskipulagstillöguna í auglýsingu skv. 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:</DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að senda tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar hvað varðar staðsetningu borhola í Krýsuvík, dags. 22.09.2009 í auglýsingu skv. 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.” </DIV&gt;</DIV&gt;&nbsp;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0903036 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar, breyting Sléttuhlíð

   Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 04.03.2009 að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar aukningu byggðar í Sléttuhlíð. Textabreyting. Skipulagstillagan var auglýst 24.08.2009 skv. 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og lauk athugasemdafresti 09.10.2009. Athugasemdir bárust.

   <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að taka saman svör við framkomnum&nbsp;athugasemdum.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • SB040347 – Umhverfisnefnd/staðardagskrá 21

   Lögð fram fundargerð umhverfisnefndar/Staðardagskrár 21 frá 14.10.2009.

   <DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0909237 – Íbúaþing 2009

   Tekin til umræðu tillaga umhverfisnefndar/Sd 21 frá fundi 30. september s.l. um undirbúning að íbúaþingi. Umhverfisnefnd/sd 21 fer þess á leit við Skipulags-og byggingarráð að hafist verði handa við undirbúning á íbúaþingi með áherslu á rammaskipulag upplandsins, þróunaráætlun miðbæjarins og hugmyndir hafnarstjórnar að nýrri höfn vestan Straumsvíkur. Skipulags- og byggingarráð lagði til á síðasta fundi að stofnaður verði starfshópur með fjórum fulltrúum úr ráðinu og nefndinni til viðbótar við starfandi starfshóp embættismanna. %0DRósa Guðbjartsdóttir óskaði eftir að áætlanir um útfærslu framkvæmdar og kostnað tengt íbúaþingi liggi fyrir á næsta fundi.

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Samfylkingin tilnefnir Gísla Ó. Valdimarsson&nbsp;sem formann starfshópsins um íbúaþing&nbsp;og Guðfinnu Guðmundsdóttur.&nbsp;Af hálfu Vinstri Grænna er tilnefnd Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir.</DIV&gt;<DIV&gt;&nbsp;</DIV&gt;<DIV&gt;Rósa Guðbjartsdóttir ítrekar ósk sína um gögn varðandi útfærslu framkvæmdar og kostnað tengdan íbúaþingi liggi fyrir áður en hún tekur endanlega afstöðu til verkefnisins.&nbsp;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0908083 – Norðurhella 19, gámar á lóð

   Á lóðinni Norðurhella 19 eru tveir gámar sem ekki er stöðuleyfi fyrir. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 12.08.2009 lóðarhafa skylt að sækja um stöðuleyfi fyrir gámana innan tveggja vikna í samræmi við grein 71.2 í byggingarreglugerð eða fjarlægja þá að öðrum kosti. Yrði ekki brugðist við þessu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um beitingu dagsekta í samræmi við grein 57.1 í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 07.10.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: %0D”Skipulags- og byggingarráð gerir lóðarhafa skylt að sækja um stöðuleyfi fyrir gámana innan tveggja vikna í samræmi við grein 71.2 í byggingarreglugerð eða fjarlægja þá að öðrum kosti. Verði ekki brugðist við þessu mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um beitingu dagsekta í samræmi við grein 57.1 í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.”

   <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð gerir lóðarhafa skylt að sækja um stöðuleyfi fyrir gámana innan tveggja vikna í samræmi við grein&nbsp;71.2 í byggingarreglugerð eða fjarlægja þá að öðrum kosti. Verði ekki brugðist við þessu mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til&nbsp;bæjarstjórnar um beitingu dagsekta í samræmi við grein 57.1 í skipulags-&nbsp;og byggingarlögum nr. 73/1997.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0809056 – Dalshraun 13, breyting Byggingarleyfi

   Húsaleiga ehf sótti 04.09.08 um allsherjar endurnýjun, 40 starfsmanna íbúðir á Dalshrauni 13, samkvæmt teikningum Jóns Hrafns Hlöðversonar dags. 13.08.08. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir nánari gögnum. Lagt var fram bréf Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 12.12.2008, þar sem umsókn um starfsleyfi fyrir stafsmannabústað var synjað. Skipulags- og byggingarráð synjaði erindinu og vakti athygli á umsögn Heilbrigðiseftirlits að óheimilt sé að leigja út íbúðarhúsnæði eða íbúðarherbergi nema húsnæðið hafi hlotið samþykki byggingarnefndar, skv. ákvæðum 24. greinar reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002. Skipulags- og byggingarráð tók jafnframt undir þá kröfu Heilbrigðiseftirlitsins að hætt verði að nota húsnæðið sem starfsmannabústað og íbúðarhúsnæði og að búsetu verði þá þegar lokið í húsinu. Enn er búseta í húsinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 02.09.2009 eigendum húsnæðisins skylt að ljúka búsetu í húsinu þriggja vikna. Yrði það ekki gert mundi skipulags- og byggingarfulltrúi vísa erindinu til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 07.10.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu:%0D”Skipulags- og byggingarráð gerir eigendum húsnæðisins skylt að ljúka búsetu í húsinu innan þriggja vikna. Verði það ekki gert mun skipulags- og byggingarráð vísa erindinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.”

   <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð gerir eigendum húsnæðisins skylt að ljúka búsetu í húsinu innan&nbsp;þriggja vikna. Verði það ekki gert mun skipulags- og byggingarráð vísa erindinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0808272 – Bæjarhraun 2, ólögleg búseta.

   tekið fyrir erindi Guðna Gíslasonar, Hönnunarhúsinu ehf, f.h. Húsfélagsins Bæjarhrauni 2, varðandi ólöglega búsetu í húsinu og breytingar í rýmum 02-03. Gerð var krafa um stöðvun framkvæmda við vask, salerni o.fl. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 19.08.2009 eigendum rýmanna skylt að tæma búsetu í húsinu innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um beitingu dagsekta í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 07.10.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu:%0D”Skipulags- og byggingarráð gerir eigendum rýmanna skylt að tæma búsetu í húsinu innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um beitingu dagsekta í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.”

   <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð gerir eigendum rýmanna skylt að tæma búsetu í húsinu innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til&nbsp;bæjarstjórnar um beitingu dagsekta í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0807113 – Hverfisgata 49, viðhaldi ábótavant

   Viðhald hússins, Hverfisgötu 49, eru verulega ábótavant og hafa borist kvartanir frá nágrönnum. 09.07.2008 gerði skipulags- og byggingarfulltrúi, húseigendum Hverfisgötu 49 skylt að viðhalda klæðningu utanhúss og koma húsinu í viðhlítandi ástand sbr. grein 9.7 í byggingarreglugerð. Úrbætur hafa ekki verið gerðar. Svar barst 29.04.2009, en síðan hefur ekkert gerst í málinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði 02.09.2009 kröfu um að húsinu verði komið í viðhlítandi ástand. Yrði ekki verkið hafið innan fjögurra vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarnefndar um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 07.10.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu:%0D”Skipulags- og byggingarráð ítrekar kröfu byggingarfulltrúa um að húsinu verði komið í viðhlítandi ástand. Verði ekki verkið hafið innan fjögurra vikna mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.”

   <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð ítrekar kröfu byggingarfulltrúa&nbsp;um að húsinu verði komið í viðhlítandi ástand. Verði ekki verkið hafið innan fjögurra vikna mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til&nbsp;bæjarstjórnar um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0905152 – Hvaleyrarbraut 35, ólögleg búseta.

   Borist hafa upplýsingar um ólöglega búsetu í húsinu. Einnig að húsið sé enn skráð á byggingarstigi 1 og að lögboðnar úttektir hafi ekki farið fram, þar á meðal fokheldisúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 20.05.2009 eigendum skylt að veita upplýsingar um málið innan tveggja vikna. Bærust þær ekki yrði málinu vísað til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um viðeigandi aðgerðir skv. skipulags- og byggingarlögum. Svar barst ekki. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði 10.06.2009 málinu til skipulags- og byggingarráðs. Skipulags- og byggingarráð gerði 23.06.2009 eigendum skylt að veita upplýsingar um málið innan tveggja vikna. Bærust þær ekki innan þess tíma mundi skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um að beitt verði dagsektum skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 þar til bætt verður úr. Lagðir fram minnispunktar skipulags- og byggingarsviðs, þar sem fram kemur að beðið hefur verið um frest til að bregðast við málinu þar til unnt er að halda húsfund, sem hefur verið boðaður 07.09.2009. Skipulags- og byggingarráð féllst á að veita umbeðinn frest. Frekari skýringar bárust ekki að þeim tíma liðnum. Greint frá fundi skipulags- og byggingarsviðs með Ívari Erlendssyni fulltrúa eigenda hússins, sem neitaði því að þar væri búseta, en varnaði skoðunarmanni inngöngu til að sannreyna það. %0DErindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 14.10.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð gerir kröfu um að byggingarstjóri verði settur á húsið innan tveggja vikna og boði þá þegar til stöðuúttektar. Einnig gerir skipulags- og byggingarráð þá kröfu að eftirlitsmanni skipulags- og byggingarsviðs verði tafarlaust veittur aðgangur til að sannreyna hvort búseta sé í húsinu. Verði ekki brugðist við&nbsp;hvoru tveggja&nbsp;innan tveggja vikna mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um að beitt verði dagsektum í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0704024 – Berghella 1, byggingarleyfi

   Gámaþjónustan Hf, óskaði 03.04.2007 eftir stöðuleyfi til 1 árs fyrir starfsmannahús úr gámum að Berghellu 1 samkvæmt meðfylgjandi lóðateikningum Ásmundar Sigvaldasonar dags.Jan 06. Nýjar teikningar með annari matshlutaskiptingu bárust 26.04.2007. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti stöðuleyfi til eins árs, og að þeim tíma liðnum skyldu gámarnir fjarlægðir. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti mhl. 05 og einnig mhl. 06 og 07 til eins árs eða þar til að vottun á einingum liggur fyrir. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 09.09.2009 lóðarhafa skylt að leggja fram umbeðin vottunargögn og sækja um byggingarleyfi fyrir umræddum starfsmannahúsum, þar sem ekki er heimilt að framlengja stöðuleyfi frekar sbr. grein 71.2 í byggingarreglugerð. Að öðrum kosti bæri að fjarlægja gámana. Yrði ekki brugðist við þessu innan fjögurra vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi vísa málinu til Skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 14.10.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu:%0D”Skipulags- og byggingarráð gerir lóðarhafa skylt að leggja fram umbeðin vottunargögn og sækja um byggingarleyfi fyrir umræddum starfsmannahúsum, þar sem ekki er heimilt að framlengja stöðuleyfi frekar sbr. grein 71.2 í byggingarreglugerð. Að öðrum kosti ber að fjarlægja gámana. Verði ekki brugðist við þessu innan fjögurra vikna mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.”

   <DIV&gt;<DIV&gt;<P&gt;Skipulags- og byggingarráð gerir lóðarhafa skylt að leggja fram umbeðin vottunargögn og sækja um byggingarleyfi fyrir umræddum starfsmannahúsum, þar sem ekki er heimilt að framlengja stöðuleyfi frekar sbr. grein 71.2 í byggingarreglugerð. Að öðrum kosti ber að fjarlægja gámana. Verði ekki brugðist við þessu innan fjögurra vikna mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.</P&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • 0709212 – Hólabraut 13, óleyfilegar framkvæmdir

   Lögð fram athugasemd frá Ingvari Skúlasyni Hólabraut 13, dags. 02.09.2009 vegna ólöglegra framkvæmda á neðri hæð hússins, þar sem geymslum í kjallara hefur verið breytt í íbúð. Lagt fram bréf frá Guðbjörgu Matthíasdóttur lögmanni f.h. Ingvars, dags. 11.09.2009 varðandi sama málefni, þar sem þess óskað að málið fái forgang og að afgreiðslu þess verði hraðað eins og kostur er. Skipulags- og byggingarfulltrúi benti 16.09.2009 á að hér er um að ræða brot á 43. grein skipulags- og byggingarlaga og 19. grein fjöleignahúsalaga, og gerði eiganda íbúðarinnar, Fernando Ramel Openia, skylt að fjarlægja hinar ólögmætu framkvæmdir tafarlaust og færa til fyrra horfs. Yrði ekki brugðist við erindinu innan tveggja vikna, mundi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um beitingu dagsekta í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 14.10.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu:%0D”Skipulags- og byggingarráð bendir á að hér er um að ræða brot á 43. grein skipulags- og byggingarlaga og 19. grein fjöleignahúsalaga, og gerir eiganda íbúðarinnar, Fernando Ramel Openia, skylt að fjarlægja hinar ólögmætu framkvæmdir tafarlaust og færa til fyrra horfs. Verði ekki brugðist við erindinu innan tveggja vikna, mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um beitingu dagsekta í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.”

   <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð bendir á að hér er um að ræða brot á 43. grein skipulags- og byggingarlaga og 19. grein fjöleignahúsalaga, og gerir eiganda íbúðarinnar, Fernando Ramel Openia, skylt að fjarlægja hinar ólögmætu framkvæmdir tafarlaust og færa til fyrra horfs. Verði ekki brugðist við erindinu innan tveggja vikna, mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til&nbsp;bæjarstjórnar um beitingu dagsekta í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

Ábendingagátt