Skipulags- og byggingarráð

2. febrúar 2010 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 244

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa 20.01.2010 og 27.01.2010.

      <DIV&gt;<DIV&gt;A-hluti fundargerðanna fer til samþykktar bæjarstjórnar.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0709106 – Óseyrarbraut, ný lóð

      Tekin til umræðu tillaga hafnarstjórnar að nýrri lóð nr. 33 við Óseyrarbraut. Hafnarstjórn samþykkti að ganga formlega frá skipulagi lóðarinnar samkvæmt yfirlitsteikningu Al-Ark arkitekta sem lögð var fram á 1327. fundi hafnarstjórnar 23. janúar 2008. Bæjarráð vísaði erindinu 16.03.2009 til umfjöllunar og afgreiðslu í skipulags- og byggingarráði. Nýr deiliskipulagsuppdráttur dags. 02.04.2009 lagður fram. Hafnarstjórn samþykkti 13.05.2009 að óska eftir breytingu á aðalskipulagi, þannig að megin stofnbraut hafnarsvæðisins þ.e. Óseyrarbrautin verði felld út af aðalskipulaginu í þeirri mynd sem hún er sýnd þar eða að hún verði færð inná skipulagið í þeirri mynd sem hún er í dag. Tillagan var auglýst 12.11.2009 skv. 1. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Athugasemdafresti lauk 28.12.2009, athugasemd barst. Sviðsstjóri greindi frá fundi með hafnarstjóra 26.01.2010.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Frestað.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1001211 – Krosseyrarvegur 11, bílageymsla, fyrirspurn

      Ingvar Elíasson leggur inn fyrirspurn þann 20.01.2010 um að stækka núverandi bílskúr, um 15fm, breyting á þaki og þannig að húsið falli betur inn í umhverfið samkvæmt teikningum dags. 20.01.2010. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 27.01.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í fyrirspurnina eins og hún liggur fyrir.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0911150 – Austurgata 22, fyrirspurn

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Máts ehf frá 05.11.2009 þar sem óskað er eftir að byggja nýtt hús á Austurgötu 22, samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar. Áður lagðar fram teikningar frá 30. nóvember 2009. Lagðar fram ljósmyndir og tölvumyndir frá fyrirspyrjanda. Lagt fram bréf Birnu Guðmundsdóttur f.h. Fríkirkjunnar dags. 20.01.2010. Fulltrúar frá Fríkirkjunni mættu á fundinn til að kynna og ræða skipulag lóða, Austurgata 22 og Linnetstíg 6. Jóhann G. Reynisson, Birna Guðmundsdóttir og Sigríður Helgadóttir mættu á fundinn af hálfu Fríkirkjunnar.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1001277 – Strandgata 19, fyrirspurn

      Skák ehf leggur inn 28.01.10 fyrirspurn, óskar eftir stækkun á bakhúsi/viðbyggingu, samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dags. 15.01.2010.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að skoða tillöguna nánar.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • SB030312 – Jarðvegstippur

      Tekin fyrir að nýju framkvæmd við jarðvegstipp/ landmótunarstað ofan við Hamranes og útfærsla hans. Áður lögð fram greinargerð Guðjóns Inga Eggertssonar staðardagskrárfulltrúa dags. 24.06.2008, umsögn Fornleifaverndar ríkisins dags. 24.06.2008, losunarreglur Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis og losunarreglur Þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðar. Lagðar fram bókanir umhverfisnefndar/Staðardagskrár 21 og framkvæmdasviðs. Rætt um framhald málsins. Björk Guðmundsdóttir, Forma ehf mætti á fundinn og gerði grein fyrir drögum að deiliskipulagi dags. feb. 2010.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.&nbsp;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0708097 – Lækjargata 2, Dvergslóðin, deiliskipulag

      Tekin til umræðu tilhögun vinnu við deiliskipulag Lækjargötu 2 og nágrennis í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 1. júní 2008. Lögmaður skipulags- og byggingarsviðs gerði grein fyrir málsmeðferð.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð vísar til samþykktar bæjarstjórnar frá 1. júní 2008 og&nbsp;gildandi deiliskipulags&nbsp;og vísar því til&nbsp;bæjarráðs að það&nbsp;taki afstöðu til framhalds málsins í samræmi við umsögn skipulags- og byggingarsviðs.&nbsp; <P style=”MARGIN: 0cm 0cm 10pt” class=MsoNormal&gt;<SPAN style=”mso-ansi-language: IS” lang=IS&gt;<FONT size=3&gt;<FONT face=Calibri&gt;</FONT&gt;</FONT&gt;</SPAN&gt;&nbsp;</P&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0903141 – Jófríðarstaðir, deiliskipulag kaþólska kirkjan og Búmenn

      Búmenn fyrir sína hönd og kaþólsku kirkjunnar leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir þjónustuíbúðir o.fl. við Staðarhvamm skv. uppdráttum og líkönum Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts. Lagt fram upplýsingar um nýtingarhlutfall og skipulag frá 1979.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Frestað.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • SB040347 – Umhverfisnefnd/staðardagskrá 21

      Lögð fram fundargerð umhverfisnefndar/Staðardagskrár 21 frá 27.01.2010.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0902008 – Námur, stefnumótun, starfshópur

      Tekið fyrir að nýju erindi framkvæmdasviðs varðandi niðurstöðu starfshóps um námur, stefnumótun. Óskað var eftir umsögn skipulags- og byggingarráðs og umhverfisnefndar/Staðardagskrár 21. Lögð fram umsögn umhverfisnefndar/Staðardagskrár 21.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna áfram að málinu.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0911017 – Kaldárselsvegur 207-6643, sumarhús

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Thorgerd Elísu Mortensen dags. 30.10.2009 vegna fyrirhugaðrar stækkunar og endurbóta á sumarhúsi á lóð sinni við Kaldárselsveg. Skipulags- og byggingarsvið hefur gert grein fyrir gildandi samningum um lóðina og aðstöðu á svæðinu. Lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs dags.29. janúar 2010.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0702005 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar, raflínur og tengivirki.

      Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar flutningskerfi raforku til samræmis við áætlanir Landsnets um styrkingu raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi og samkomulag Hafnarfjarðar og Landsnets þar um, sem samþykkt var af bæjarstjórn 11.11.2008. Breytingarnar eiga við raflínur og jarðstrengi frá Geithálsi og Sandskeiði að núverandi og fyrirhuguðum tengivirkjum í Hafnarfirði og áfram þaðan að álverinu í Straumsvík og til Suðurnesja. Bæjarstjórn samþykkti að auglýsa tillöguna ásamt Eflu verkfræðistofu dags. 18.10.2009. Haldinn var forstigskynningarfundur 07.09.2009. Áður lagt fram álit Skipulagsstofnunar á frummatsskýrslu dags. 17.09.2009 og endanleg matsskýrsla Eflu og Landsnets dags. 10.08.2009. Tekið fyrir að nýju bréf Skipulagsstofnunar dags. 18.11.2009 varðandi auglýsingu tillögunnar, en Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði að bregðast við athugasemdum sem þar komu fram. Lagðar fram umsagnir Fornleifaverndar ríkisins og Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, ásamt lagfærðum skipulagsuppdrætti dags. 01.02.2010 og lagfærðri umhverfisskýrslu dags.16. október 2009.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Frestað þar sem umsögn Umhverfisstofnunar hefur ekki borist.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0912111 – Furuás 8, fyrirspurn.

      Þorsteinn G.Aðalsteinsson leggur fram f.h. Jóns Trausta Snorrasonar, fyrirspurn um að mál sem varðar Furuás 8-10 verði tekið upp á nýju með vísan í bréf dags.10.12.09. Lögð fram athugun sviðsstjóra á áhrifum breytingarinnar á skuggavarp á lóðir nr. 34 og 36 við Fjóluás.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina. Umsækjanda er heimilt að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr.&nbsp;23. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997,&nbsp;sem síðan&nbsp;verður grenndarkynnt.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0912112 – Furuás 10, fyrirspurn.

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Þorsteins G.Aðalsteinsson um að mál sem varðar Furuás 8-10 verði tekið upp á nýju með vísan í bréf dags.10.12.09. Lögð fram athugun sviðsstjóra á áhrifum breytingarinnar á skuggavarp á lóðir nr. 34 og 36 við Fjóluás.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina. Umsækjanda er heimilt að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr.&nbsp;23. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997, sem síðan&nbsp;verður grenndarkynnt.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1001145 – Hávaðakort og skrá yfir stóra vegi

      Lagt fram til kynningar bréf Umhverfisstofnunar til sviðsstjóra dags. 12.01.2010, þar sem lýst er eftir upplýsingum um vegi í sambandi við gerð hávaðakorts skv. 7. grein reglugerðar nr. 1000/2005.

      <DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;

    • 0911146 – Suðurhella 8, Gámar lóð Þ.G verktaka.

      Við skoðun kom í ljós að mikið var um gáma við Suðurhelluna. Sérstaklega Suðurhellu 8 þar reyndust vera 34 gámar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 11.11.2009 lóðarhafa skylt að fjarlægja gámana af lóðinni innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því innan þess tíma mundi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um beitingu dagsekta í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 20.01.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu:%0D”Skipulags- og byggingarráð gerir lóðarhafa skylt að fjarlægja gámana af lóðinni innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því innan þess tíma mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um beitingu dagsekta í samræmi við 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.”

      <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð gerir lóðarhafa skylt að fjarlægja gámana af lóðinni innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því innan þess tíma mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um beitingu dagsekta í samræmi við 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.</DIV&gt;</DIV&gt;

Ábendingagátt