Skipulags- og byggingarráð

16. febrúar 2010 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 245

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa 03.02.2010 og 10.02.2010.

      <DIV&gt;<DIV&gt;A-hluti fundargerðanna fer til samþykktar bæjarstjórnar.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 09102693 – Ölduslóð 12, fyrirspurn

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Gísla G Gunnarssonar byggingarfræðings f.h. eigenda hússins Ölduslóð 12 varðandi hækkun þaks hússins. Skipulags- og byggingarráð synjaði fyrirspurninni eins og hún lá fyrir. Lagðar fram nýjar teikningar Gísla Gunnarssonar dags. 21.01.2010. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 03.02.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð vísar til fyrri afgreiðslu frá 3. nóvember 2009 og felur skipulags- og byggingarsviði að fara betur yfir fyrirspurnina.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0912050 – Lækjargata 10 , deiliskipulagsbreyting.

      Hafliði Richard Jónsson sækir um leyfi til að breyta deiliskipulagi á Lækjargötu 10. Samkvæmt teikningum Hilmars Þórs Björnssonar dags. 03.12.09. Skipulags- og byggingarráð samþykkti 15.12.2009 að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Deiliskipulagsbreytingin var auglýst 25.12.2009 og lauk athugasemdafresti 09.02.2010. Athugasemd barst. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 10.02.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að gera tillögu að svari við innkominni athugasemd.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1001060 – Miðholt 1-3-5, breyting á deiliskipulagi

      Búseti sækir um tillögu að breyttu deiliskipulagi vegna byggingar á bílageymslu samkvæmt teikningu Gunnars Sigurðssonar dags.05.01.2010. Erindið var grenndarkynnt 08.01.2010, athugasemdafresti lauk 08.02.2010. Athugasemd barst. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 10.02.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að gera tillögu að svari við innkominni athugasemd.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0812152 – Selvogsgata 1, byggingarleyfi

      Tekið fyrir að nýju erindi Bjögvins Þórðarsonar Lex lögmannsstofu f.h. íbúa að Brekkugötu 26 dags. 24.11.2009, þar sem gerð er athugasemd við framkvæmdir við Selvogsgötu 1, þar sem steypt er fyrir glugga í kjallaraíbúð Brekkugötu 1. Gerð er athugasemd við þau gögn sem fylgdu grenndarkynningunni. Skipulags- og byggingarráð samþykkti 01.12.2009 að leita álits Skipulagsstofnunar varðandi grenndarkynninguna og gerði eiganda Selvogsgötu 1 skylt að stöðva framkvæmdir að hluta þar til það álit lægi fyrir. Í svarbréfi Skipulagsstofnunar dags. 8.12.2009 kemur fram að ekki hafi verið staðið rétt að samþykkt byggingarleyfisins. Skipulags- og byggingarráð gerði 15.12.2009 eiganda Selvogsgötu 1 skylt að stöðva áfram tímabundið framkvæmdir við vegginn að Brekkugötu 26 vegna álits Skipulagsstofnunar og fól skipulags- og byggingarsviði að ræða við aðila og kynna niðurstöðuna. Sviðsstjóri og skrifstofustjóri/lögmaður skipulags- og byggingarsviðs gera grein fyrir viðræðum við málsaðila. Lagt fram bréf Bjögvins Þórðarsonar Lex lögmannsstofu f.h. íbúa að Brekkugötu 26 dags. 09.02.2010, þar sem m.a. er farið fram á að byggingarleyfið verði fellt úr gildi.%0D

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0909237 – Íbúaþing 2010

      Starfshópur um íbúaþing kynnir tímasetningu og framkvæmd þingsins. Á fundinn mætti fulltrúi starfshópsins Steinunn Þorsteinsdóttir, auk formanns Gísla Valdimarssonar og Berglindar Guðmundsdóttur sem sitja reglulega fundi skipulags- og byggingarráðs.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1001277 – Strandgata 19, fyrirspurn

      Tekin til umræðu fyrirspurn frá Skák ehf 28.01.10, sem óskar eftir stækkun á bakhúsi/viðbyggingu, samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dags. 15.01.2010.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð telur að umfang byggingarinnar sé of mikið og tekur neikvætt í fyrirspurnina eins og hún liggur fyrir.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • SB060701 – Strandgata 1, Bókasafnsreitur

      Tekið til umræðu framhald vinnu við deiliskipulag bókasafnsreits, Strandgötu 1, í samræmi við verðlaunatillögu í samkeppni um stækkun bókasafnsins. Sigurður Haraldsson og Málfríður Kristjánsdóttir gerðu grein fyrir vinnu starfsnefndar. %0D

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0905212 – Bókasafnsreitur, Strandgata 1, starfsnefnd

      Lagðar fram fundargerðir starfsnefndarinnar.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0907153 – Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund deiliskipulag

      Tekin til umræðu frumdrög skipulags- og byggingarsviðs að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Mjósundi, Austurgötu, Gunnarssundi og efri lóðamörkum húsa við Hverfisgötu 31-49.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • SB050584 – Reykjanesbraut , deiliskipulag

      Baldvin Einarsson fulltrúi Verkfræðistofunnar Eflu mætti til fundarins og kynnti forhönnun verksins ásamt Þráni Haukssyni Landslagi ehf.

      &lt;DIV&gt;&lt;DIV&gt;&lt;DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.&lt;/DIV&gt;&lt;/DIV&gt;&lt;/DIV&gt;

    • 0912139 – Reykjanesbraut, gatnamót við Straumsvík

      Lögð fram ályktun Trúnaðarráðs starfsmanna Ísals út af umferðaröryggismálum við innkeyrsluna af Reykjanesbraut inn á svæði álsversins. Lögð fram tillaga Vegagerðarinnar að undirgöngum.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;<DIV&gt;&nbsp;</DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð er sammála því&nbsp;að auka þurfi umferðaröryggi við gatnamót Reykjanesbrautar og innkeyrslu inn á svæði álversins.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 10022435 – Reykjanesbraut, starfshópur vegna Suðurbrautar

      Formaður og Helga Stefánsdóttir framkvæmdasviði gerðu grein fyrir starfi hópsins. Einnig Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir frá Eflu.

      &lt;DIV&gt;&lt;DIV&gt;Lagt fram.&lt;/DIV&gt;&lt;/DIV&gt;

    • 1001040 – Tjarnarvellir 2, breyting á deiliskipulagi

      Manning ehf sækir þann 05.01.2010 um leyfi til að breyta deiliskipulagi á Tjarnarvöllum 2 skv. uppdrætti arkitektur.is.Erindið var grenndarkynnt 11.01.2010. Athugasemdafresti lauk 8.2.2010. Ein athugasemd barst. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 10.02.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Frestað.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 10021380 – Erluás 82, byggingarleyfi, sólstofa

      Helgi Einarsson leggur 04.02.10 inn leyfi til að byggja sólstofu við hús sitt. Samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðssonar dags. 02.05.2001. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 10.02.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      <DIV&gt;<P&gt;Skipulags- og byggingarráð&nbsp;bendir lóðarhafa á að honum&nbsp;er heimilt að vinna að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað í samræmi við 1. mgr. 23. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.<BR&gt;</P&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0805264 – Skógarás H/7, athugasemd

      Tekin fyrir að nýju athugasemd lóðarhafa í Skógarási H við heimild sem veitt var að hækka húsið að Skógarási E/6. Áður lögð fram könnun skipulags- og byggingarsviðs á afgreiðslum í Áslandi dags. 27.06.2008. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði að rannsaka mögulegar aðgerðir til leiðréttingar á málinu í samræmi við skipulags- og byggingarlög og reglugerðir. Áður lagt fram bréf Björns R. Ingólfssonar og Sigríðar B. Guðmundsdóttur, Skógarási 7, dags. 07.01.09. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði 14.01.2009 beiðni um skýringar frá húseigendum. Áður lagt fram bréf Lúthers Sigurðssonar og Ingibjargar Ragnarsdóttur dags. 20.12.2007. Áður lögð fram uppfærð samantekt sviðsstjóra dags. 28.04.2009 ásamt sneiðingum sem sýna hæðir hússins. Skipulags- og byggingarráð gerði eigendum 12.05.2009 skylt að færa húsið til samræmis við samþykktar teikningar. Borist hefur kvörtun frá íbúum við götuna dags. 02.11.2009. Lögð fram uppfærð samantekt sviðsstjóra á ferli málsins dags. feb. 2010, samantekt sviðsstjóra á staðreyndum í málinu dags. feb 2010 ásamt síðustu samþykktum uppdráttum.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að kynna eigendum Skógaráss E/6 ákvörðun ráðsins frá 12. maí 2009.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 10021774 – KFUM og K í Kaldárseli, endurbygging Sumarbúða

      Stjórn sumarbúða KFUM og K í Kaldárseli óskar með bréfi dags. 02.02.2010 eftir umsögn skipulags- og byggingarsviðs eða skipulags- og byggingarráðs um endurbyggingu hluta sumarbúða við Kaldársel, sem skemmdust í óveðri. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 10.02.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Lagðir fram minnispunktar sviðsstjóra af fundi með fulltrúm KFUM og K.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulags- og byggingarsviði að vinna áfram að því í samráði við stjórn sumarbúðanna.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 10022261 – Skilti á bæjarlandi

      Lögð fram reglugerð um skilti í lögsögu Akureyrar frá 1. október 1993. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 10.02.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um að samskonar reglugerð verði unnin fyrir Hafnarfjarðarbæ.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð felur&nbsp;skipulags- og byggingarsviði að vinna drög að reglugerð um skilti í lögsögu&nbsp;Hafnarfjarðar.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0702005 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar, raflínur og tengivirki.

      Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar flutningskerfi raforku til samræmis við áætlanir Landsnets um styrkingu raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi og samkomulag Hafnarfjarðar og Landsnets þar um, sem samþykkt var af bæjarstjórn 11.11.2008. Breytingarnar eiga við raflínur og jarðstrengi frá Geithálsi og Sandskeiði að núverandi og fyrirhuguðum tengivirkjum í Hafnarfirði og áfram þaðan að álverinu í Straumsvík og til Suðurnesja. Bæjarstjórn samþykkti að auglýsa tillöguna ásamt Eflu verkfræðistofu dags. 18.10.2009. Haldinn var forstigskynningarfundur 07.09.2009. Áður lagt fram álit Skipulagsstofnunar á frummatsskýrslu dags. 17.09.2009 og endanleg matsskýrsla Eflu og Landsnets dags. 10.08.2009. Tekið fyrir að nýju bréf Skipulagsstofnunar dags. 18.11.2009 varðandi auglýsingu tillögunnar, en Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði að bregðast við athugasemdum sem þar komu fram. Áður lagðar fram umsagnir Fornleifaverndar ríkisins og Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, ásamt lagfærðum skipulagsuppdrætti dags. 01.02.2010 og lagfærðri umhverfisskýrslu dags.16. október 2009.

      <DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;

    • 0707015 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 Krýsuvík, beiðni um breytingu

      Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025, Krýsuvík, hvað varðar staðsetningu tilraunaborhola, endurskoðaður uppdráttur dags. 22.09.2009. Tillagan var auglýst 21.12.2009 samkvæmt 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og var athugasemdatími til 09.02.2010. Engar athugasemdir bárust nema frá umsagnaraðilum: Umhverfisstofnun dags. 28.01.2010 og Stjórn Reykjanesfólkvangs dags. 08.02.2010.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að taka saman svör við umsögnum.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0811157 – Titan Global ehf, lóð undir gagnaver

      Sviðsstjóri gerir grein fyrir viðræðum við fulltrúa Titan Global ehf 09.02.2010. Lögð fram drög að viljayfirlýsingu milli Titan Global ehf og Hafnarfjarðarbæjar.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0910333 – Arnahraun 21 íbúð 0101, ólögleg búseta

      Borist hefur vitneskja um búsetu í ólöglegri íbúð í geymslu í sameign Arnarhrauns 21, sem auk þess uppfyllir ekki ákvæði byggingarreglugerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 07.10.2009 eiganda geymslunnar skylt að ljúka búsetu þar innan fjögurra vikna og fjarlægja allar breytingar sem eru án byggingarleyfis. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu til Skipulags- og byggingarráðs sem gerði 01.12.2009 eiganda geymslunnar skylt að ljúka búsetu þar innan fjögurra vikna og fjarlægja allar breytingar sem eru án byggingarleyfis. Yrði ekki brugðist við þessu innan þess tíma mundi skipulags- og byggingarráð vísa erindinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:</DIV&gt;<DIV&gt;”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að dagsektir kr. 50.000 á dag verði lagðar á eiganda Arnarhrauns 21, íbúð 0101, frá og með 15. mars 2010 verði búsetu ekki lokið fyrir þann tíma og breytingar án leyfis verið fjarlægðar.”</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0912137 – Flugeldasala, skilti

      Emil Hreiðar Björnsson sótti f.h. Alvöru Gæða ehf um að setja upp auglýsingaskilti fyrir flugeldasölu. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti erindið 16.12.2009 að því tilskyldu að skiltin yrðu tekin niður eftir þrettándann, og að þau trufluðu ekki umferð. Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli hefur skiltið við Reykjavíkurveg ekki verið fjarlægt. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 10.02.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um að skiltið verði fjarlægt á kostnað eigenda verði ekki brugðist við erindinu innan einnar viku.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð samþykkir að umrætt skilti verði fjarlægt á kostnað eigenda verði ekki brugðist við erindinu innan einnar viku.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0910988 – Burknavellir 1 A,B,C, lokaúttekt

      Tekið fyrir að nýju erindi húsfélagsins að Burknavöllum 1 A, B og C dags. 03.10.2009 þar sem þess var farið á leit að skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 07.10.2009 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt á húsinu. Skipulags- og byggignrfulltrúi gerði byggingarstjóra 01.12.2010 skylt að sækja um lokaúttekt innan fjögurra vikna í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Yrði ekki brugðist við þessu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi vísa málinu til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði málinu til skipulags- og byggingarráðs sem gerði 01.12.2009 byggingarstjóra hússins skylt að sækja um lokaúttekt á húsinu innan fjögurra vikna í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Yrði ekki brugðist við þessu mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.” Lagður fram tölvupóstur byggingarstjóra dags. 14.12.2009 og minnispunktar frá samtali við formann húsfélagsins dags. 21.01.2010.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:</DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að að áður boðaðar dagsektir á hendur byggingarstjóra hússins verði kr. 20.000/dag, og verði innheimtar frá og með 15.&nbsp;mars 2010, hafi ekki verið brugðist við erindinu fyrir þann tíma.”</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0804310 – Miðvangur 41 íbúð 205, breytingar

      Borist hafa athugasemdir frá stjórn húsfélagsins Miðvangi 41 dags. 22.04.2008 þar sem segir að ólöglegar framkvæmdir séu í gangi í íbúð 205. Við vettvangsskoðun hefur komið í ljós að verið er að framkvæma breytingar án tilskilins leyfis. Íbúðareiganda var 14.05.2008 gert að stöðva framkvæmdir þá þegar í samræmi við 56 gr. skipulags- og byggingarlaga. Samkvæmt upplýsingum er búið að opna milli stofu og svala og verið að endurgera íbúðina. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskaði 06.05.2009 eftir teikningum sem sýna umræddar framkvæmdir, einkum hvort breytt hafi verið burðarvirki hússins. Ekkert svar barst. Skipulags- og byggingarráð gerði íbúðareiganda 11.08.2009 skylt að skila inn teikningum af breytingunum innan 4 vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarráð leggja til við bæjarstjórn að beitt verði dagsektum í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Ekki var brugðist við því, og gerði skipulags- og byggingrráð 01.12.2009 tillögu til bæjarstjórnar um að beitt yrði dagsektum frá og með 1. janúar 2010 yrði ekki brugðist við erindinu. Lagðir fram minnispunktar frá samtali við son nýs eiganda íbúðarinnar 09.12.2010.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð gefur eiganda íbúðarinnar frest til 15. mars til að leggja fram greinargerð um málið í samræmi við áðurgreint samtal.</DIV&gt;</DIV&gt;

Ábendingagátt