Skipulags- og byggingarráð

16. mars 2010 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 247

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa 03.03.2010 og 10.03.2010.

      <DIV&gt;<DIV&gt;A-hluti fundargerðanna fer til samþykktar bæjarstjórnar.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0909237 – Íbúaþing 2010

      Greint frá íbúaþingi sem haldið var laugardaginn 13.03.2010.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Gísli Ó. Valdimarsson&nbsp;gerði grein fyrir því sem fram fór á&nbsp;íbúaþinginu og úrvinnslu hugmynda og tillagna sem fram komu.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1001130 – Gunnarssund 9, byggingarleyfi

      Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1003192 – Þrúðvangur 8 breyting á deiliskipulagi.

      Ívar J Arndal sækir um að breyta deiliskipulagi á lóðinni skv. uppdrætti dags. 11.03.2010. Erindið er í framhaldi af erindi sem tekið var fyrir á fundi 246.

      <DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br.<BR&gt;&nbsp;</DIV&gt;

    • 1001136 – Reykjavíkurvegur 78, breyting á deiliskipulagi

      Actavis Hf sækir þann 13.01.2010 um leyfi til að breyta deilskipulagi lóðarinnar Reykjavíkurvegur 76-80 í samræmi við meðfylgjandi skipulagstillögu Úti og Inni sf, teikning nr.001 dags 12.01.2010. Erindið var auglýst 20.01.2010 og lauk athugasemdafresti 12.03.2010. Engin athugasemd barst.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og að málinu verði lokið skv. 26. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0807220 – Suðurgata - Hamarsbraut, deiliskipulag

      Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 18.09.2009 að deiliskipulagi fyrir reit sem afmarkast af klettum norðan húsa norðan Hellubrautar/Hamarsbrautar, Suðurgötu, Mýrargötu og Strandgötu. Áður lögð fram fornleifaskráning Byggðasafns Hafnafjarðar fyrir svæðið dags. 2009 og umsögn Húsafriðunarnefndar varðandi Hellubraut 7 dags. 05.05.2009. Áður lagðir fram minnispunktar og svör við athugasemdum frá forstigskynningarfundi 25.05.2009. Áður lagðir fram minnispunktar skipulags- og byggingarsviðs varðandi hverfisvernd. Ný greinargerð og uppdráttur dags. 30. september sl. áður lögð fram. Áður lögð fram gögn dags. 10. janúar 2009 og frá skipulags- og byggingarsviði dags. 8. október 2009. Sviðsstjóri gerði áður grein fyrir viðræðum við eiganda Hellubrautar 9 varðandi lóðarmörk. Sviðsstjóri hefur gert grein fyrir viðræðum við lóðarhafa Hellubrautar 5, sem einnig er eigandi Hellubrautar 7 varðandi lóðarmörk. Lagður fram endurskoðaður uppdráttur hvað varðar lóðamörk við Hellubraut.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 10023512 – Strandgata 19, fyrirspurn

      Skák ehf leggur 26.02.10 fram nýja fyrirspurn um stækkun á bakhúsi samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dags. 25.02.2010. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 03.03.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina og vísar til heimildar í 1. mgr. 23. gr. skipulags- og byggingarlaga um að landeiganda eða framkvæmdaraðila sé heimilt að gera tillögu til sveitarstjórnar að deiliskipulagi eða breytingu á deiliskipulagi á sinn kostnað. </DIV&gt;<DIV&gt;&nbsp;</DIV&gt;<DIV&gt;Jón Páll Hallgrímsson fulltrúi VG vekur athygli á að skoða þurfi reitinn í heild sinni þ.e. sem afmarkast af&nbsp;Linnetstíg, Austurgötu, Gunnarssundi og Strandgötu með tilliti til nýtingar og náttúru. </DIV&gt;<DIV&gt;Aðrir ráðsmenn taka undir bókunina og bent er á að sú umræða hefur&nbsp;þegar farið fram á skipulags- og byggingarsviði.</DIV&gt;<DIV&gt;&nbsp;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0907153 – Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund deiliskipulag

      Tekin fyrir að nýju frumdrög skipulags- og byggingarsviðs að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Mjósundi, Austurgötu, Gunnarssundi og efri lóðamörkum húsa við Hverfisgötu 31-49. Skipulags- og byggingarsvið gerir grein fyrir athugun á aðkomu að vitanum bak við lóðina Hverfisgata 41.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0703276 – Austurgata 25, byggingarleyfi

      Lagt fram bréf frá Kára Eiríkssyni Gunnarssundi 5, dags. 08.03.2010, þar sem hann óskar eftir að byggingarleyfi vegna breytingar á húsinu Austurgötu 25 verði fellt úr gildi, vegna ágalla á málsmeðferð. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 10.03.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Frestað.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0911223 – Hvammar, endurgert deiliskipulag

      Tekin fyrir að nýju frumdrög skipulags- og byggingarsviðs að endurgerðu deiliskipulagi fyrir Hvamma. Ekki hefur verið byggt í samræmi við gildandi deiliskipulag frá árinu 1976, breytt 1979, og verður jafnframt að fella það deiliskipulag úr gildi.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð samþykkir að halda forstigskynningarfund á drögum að deiliskipulagi fyrir Hvamma.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0702005 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar, raflínur og tengivirki.

      Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar flutningskerfi raforku til samræmis við áætlanir Landsnets um styrkingu raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi og samkomulag Hafnarfjarðar og Landsnets þar um, sem samþykkt var af bæjarstjórn 11.11.2008. Breytingarnar eiga við raflínur og jarðstrengi frá Geithálsi og Sandskeiði að núverandi og fyrirhuguðum tengivirkjum í Hafnarfirði og áfram þaðan að álverinu í Straumsvík og til Suðurnesja. Bæjarstjórn samþykkti að auglýsa tillöguna ásamt Eflu verkfræðistofu dags. 18.10.2009. Haldinn var forstigskynningarfundur 07.09.2009. Áður lagt fram álit Skipulagsstofnunar á frummatsskýrslu dags. 17.09.2009 og endanleg matsskýrsla Eflu og Landsnets dags. 10.08.2009. Tekið fyrir að nýju bréf Skipulagsstofnunar dags. 18.11.2009 varðandi auglýsingu tillögunnar, en Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði að bregðast við athugasemdum sem þar komu fram. Áður lagðar fram umsagnir Fornleifaverndar ríkisins og Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, ásamt lagfærðum skipulagsuppdrætti dags. 01.02.2010 og lagfærðri umhverfisskýrslu dags.16. október 2009. Lagðar fram umsagnir Umhverfisstofnunar dags. 03.03.2010 og umsögn framkvæmdastjórnar vatnsverndarsvæða Höfuðborgarsvæðisins dags. 26.02.2010 og umsögn stjórnarmanna Hraunavina dags. 28.02.2010.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1003143 – Kaldárbotnar að Suðurhöfn, vatnslögn

      Stefán Veturliðason VSB verkfræðistofu sendir með tölvupósti dags. 05.03.2010 fyrirspurn f.h. Glacier World e.f. varðandi vatnslögn frá Kaldárbotnum að Suðurhöfn vegna fyrirhugaðrar átöppunarverksmiðju þar. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 10.03.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Gísli Ó. Valdimarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.</DIV&gt;<DIV&gt;&nbsp;</DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og bygggingarráð óskar eftir umsögn framkvæmdasviðs um erindið.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1003191 – Frumvarp til skipulagslaga, til laga um mannvirki og laga um brunavarnir, umsagnir.

      Lögð fram frumvörp til skipulagslaga, laga um mannvirki og laga um brunavarnir, sem vísað er til umsagnar Hafnarfjarðarbæjar. Umsagnarfrestur er til 26.03.2010.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að gera tillögu að umsögn fyrir næsta fund ráðsins og óska eftir framlengingu á umsagnarfresti.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • SB060858 – Vellir 7. áfangi, deiliskipulagsvinna.

      Bréf frá MIH.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0909067 – Krýsuvík, kofar

      Borist hefur með tölvupósti dags. 07.09.2009 fyrirspurn um hvaða leyfi hafa verið gefin fyrir byggingum á svæði því sem hestamenn hafa við s-v hluta Kleifarvatns. Athugun skipulags- og byggingarsviðs hefur leitt í ljós að engin byggingarleyfi né stöðuleyfi eru fyrir umræddum byggingum. Á sínum tíma voru byggðar þarna hnakkageymslur, sem Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005 – 2025 Krýsuvík, gerir ráð fyrir að verði fjarlægðar í áföngum, en nú er risin þarna mun umfangsmeiri byggð húsa, sum þeirra ný, sem skipulags- og byggingarfulltrúi hefur farið fram á að verði fjarlægð samkvæmt 56. grein skipulags- og byggingarlaga: “Ef byggingarframkvæmd, sem fellur undir IV. kafla laga þessara, er hafin án þess að leyfi sé fengið fyrir henni og hún brýtur í bága við skipulag eða framkvæmd er hafin með byggingarleyfi sem brýtur í bága við skipulag ber byggingarfulltrúa að stöðva framkvæmdir tafarlaust og síðan skal hin ólöglega bygging, eða byggingarhluti, fjarlægð, jarðrask afmáð eða starfsemi hætt. – Hafi mannvirki, sem fellur undir IV. kafla laga þessara, verið reist án samþykkis sveitarstjórnar og hún látið hjá líða að fjarlægja það innan sex mánaða frá því að henni var kunnugt um málið skal Skipulagsstofnun láta fjarlægja mannvirkið á kostnað sveitarfélags.” – Borist hefur umsókn frá Pálmari Harðarsyni dags. 02.11.2009, þar kemur fram að hann hafi fjarlægt þrjú hús af svæðinu fyrir Krýsuvíkurnefnd Sörla, og sækir hann í staðinn um stöðuleyfi fyrir eitt hús. Skipulags- og byggingarfulltrúi synjaði þeirri umsókn, þar sem ekki er lagaheimild fyrir slíku stöðuleyfi og það samræmist ekki skipulagi. – Skipulags- og byggingarfulltrúi óskaði 11.11.2009 eftir skýringum á umræddri byggð húsa frá Pálmari Harðarsyni, Krýsuvíkurnefnd Sörla og öðrum hugsanlegum eigendum innan fjögurra vikna, m.a. hvenær og á hvaða forsendum húsin hafa risið, og vísar síðan erindinu til Skipulags- og byggingarráðs. Einnig var óskað eftir áætlun um það hvenær húsin verði fjarlægð til samræmis við áðurnefnt ákvæði í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar Krýsuvík 2005 – 2025. Svör bárust ekki. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu til skipulags- og byggingarráðs sem bókaði eftirfarandi: “Skipulags- og byggingarráð óskar eftir skýringum á umræddri byggð húsa frá Pálmari Harðarsyni, Krýsuvíkurnefnd Sörla og öðrum hugsanlegum eigendum innan fjögurra vikna, m.a. hvenær og á hvaða forsendum húsin hafa risið. Einnig er óskað eftir áætlun um það hvenær húsin verði fjarlægð til samræmis við áðurnefnt ákvæði í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar Krýsuvík 2005 – 2025. Berist ekki umbeðnar skýringar innan tilskilins tíma mun skipulags- og byggingarráð fjalla um málið að nýju og ákveða viðeigandi ráðstafanir.” Skýringar hafa ekki borist.%0DErindið var til umræðu á afgreiðslufundi skipulags- og byggignarfulltrúa 10.03.2010 sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: “Þar sem ekki hefur verið brugðist við tilmælum Skipulags- og byggingarráðs gerir ráðið eigendum kofanna skylt að fjarlægja þá innan tveggja mánaða til samræmis við 1. mgr. 65. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um að beitt verði dagsektum í samræmi við 57. grein sömu laga.”%0DLagt fram bréf Björns Bjarnasonar f.h. Hestamannafélagsins Sörla dags. 11.03.2010 þar sem óskað er eftir viðræðum um skipulag á svæði félagsins í Krýsuvík (væntanlega beitarhólfi)með það að markmiði að koma upp félagshúsi sem leysi af hólmi kofa og aðrar byggignar á svæðinu. Enn fremur er farið fram á að kofar þeir sem eru fyrir á svæðinu, og hafa verið byggðir frá því upp úr 1950 fái að standa þar til nýtt aðalskipulag liggi fyrir. Lagðir fram minnispunktar sviðsstjóra.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að boða fulltrúa hestamannafélagsins Sörla til viðræðna um framhald málsins. <BR&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

Ábendingagátt