Skipulags- og byggingarráð

30. mars 2010 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 248

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa 17.03.2010 og 24.03.2010.

      <DIV&gt;<DIV&gt;A-hluti fundargerðanna fer til samþykktar bæjarstjórnar.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0712080 – Miðbær - Hraun, deiliskipulag

      Tekið fyrir að nýju deiliskipulag svæðis sem afmarkast af Flatahrauni, Álfaskeiði, Arnarhrauni og Reykjavíkurvegi. Áður lagður fram uppdráttur Arkitektur.is dags. 07.05.01 og drög að skipulagsskilmálum dags. 03.05.01. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði 18.12.2007 að vinna áfram að deiliskipulaginu. Lagður fram endurskoðaður uppdráttur og skipulagsskilmálar Arkitektur.is dags. 15. október 2009. Greint frá forstigskynningurfundi sem haldinn var 17.03.2010.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • SB060701 – Strandgata 1, Bókasafnsreitur

      Tekið til umræðu framhald vinnu við deiliskipulag bókasafnsreits, Strandgötu 1, í samræmi við verðlaunatillögu í samkeppni um stækkun bókasafnsins.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;<DIV&gt;&nbsp;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1003143 – Kaldárbotnar að Suðurhöfn, vatnslögn

      Stefán Veturliðason VSB verkfræðistofu sendir með tölvupósti dags. 05.03.2010 fyrirspurn f.h. Glacier World e.f. varðandi vatnslögn frá Kaldárbotnum að Suðurhöfn vegna fyrirhugaðrar átöppunarverksmiðju þar. Lögð fram umsögn Framkvæmdasviðs dags.25.03.2010.

      <DIV><DIV><DIV><DIV>Gísli Ó. Valdimarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.</DIV><DIV>&nbsp;</DIV><DIV>Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina og gerir umsögn framkvæmdasviðs að sinni.</DIV></DIV></DIV></DIV>

    • 0703276 – Austurgata 25, byggingarleyfi

      Tekið fyrir að nýju bréf frá Kára Eiríkssyni Gunnarssundi 5, dags. 08.03.2010, þar sem hann óskar eftir að byggingarleyfi vegna breytingar á húsinu Austurgötu 25 verði fellt úr gildi, vegna ágalla á málsmeðferð. Frestað á síðasta fundi.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Ekki hefur&nbsp;borist svar frá eiganda hússins um hvenær framkvæmdir hófust og því óljóst hvort byggingarleyfið er enn í gildi. </DIV&gt;<DIV&gt;Erindinu frestað uns svar hefur borist frá eiganda hússins.&nbsp;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1003381 – Gjótuhraun 1, breyting á byggingarleyfi

      Brimrót leggur inn 22.03.10 inn breytingar á byggingarleyfi, samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dag.04.03.10. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 24.03.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Lagt fram bréf Stefáns Hjaltasonar f.h. Brimróts dags. 25.03.2010 ásamt eftirlits- og samskiptaskýrslu Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 19.02.2010.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<P&gt;Skipulags- og byggingarráð óskar eftir frekari upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti&nbsp;um hvort og hvernig megi koma í veg fyrir mögulega lyktarmengun frá fyrirtækinu en ekki er fjallað sérstaklega um það atriði í umsögn Heilbrigðiseftirlitsins.</P&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0812152 – Selvogsgata 1, byggingarleyfi

      Tekið fyrir að nýju erindi Bjögvins Þórðarsonar Lex lögmannsstofu f.h. íbúa að Brekkugötu 26 dags. 24.11.2009, þar sem gerð er athugasemd við framkvæmdir við Selvogsgötu 1, þar sem steypt er fyrir glugga í kjallaraíbúð Brekkugötu 1. Gerð er athugasemd við þau gögn sem fylgdu grenndarkynningunni. Skipulags- og byggingarráð samþykkti 01.12.2009 að leita álits Skipulagsstofnunar varðandi grenndarkynninguna og gerði eiganda Selvogsgötu 1 skylt að stöðva framkvæmdir að hluta þar til það álit lægi fyrir. Í svarbréfi Skipulagsstofnunar dags. 8.12.2009 kemur fram að ekki hafi verið staðið rétt að samþykkt byggingarleyfisins. Skipulags- og byggingarráð gerði 15.12.2009 eiganda Selvogsgötu 1 skylt að stöðva áfram tímabundið framkvæmdir við vegginn að Brekkugötu 26 vegna álits Skipulagsstofnunar og fól skipulags- og byggingarsviði að ræða við aðila og kynna niðurstöðuna. Sviðsstjóri og skrifstofustjóri/lögmaður skipulags- og byggingarsviðs hafa gert grein fyrir viðræðum við málsaðila. Áður lagt fram bréf Bjögvins Þórðarsonar Lex lögmannsstofu f.h. íbúa að Brekkugötu 26 dags. 09.02.2010, þar sem m.a. er farið fram á að byggingarleyfið verði fellt úr gildi eða tilgreind tillaga skoðuð. Áður lagður fram tölvupóstur Sigurþórs Aðalsteinssonar arkitekt f.h. eigenda Selvogsgötu. Skipulags- og byggingarráð gaf 02.03.2010 málsaðilum frest í tvær vikur til að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Að öðrum kosti mundi skipulags- og byggingarráð fylgja eftir niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Lagður fram tölvupóstur Björgvins Þórðarsonar Lex lögmansstofu f.h. eigenda Brekkugötu 26, dags. 15.03.2010. Ekki náðist samkomulag milli aðila þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Samkvæmt&nbsp;bréfi Skipulagsstofnunar dags. 08.12.2009&nbsp;byggir veiting byggingarleyfis fyrir Selvogsgötu 1 sem samþykkt var á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 28.01.2009 á rangri málsmeðferð. Skipulags- og byggingarráð samþykkir þ.a.l. að fella byggingarleyfið úr gildi. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: </DIV&gt;<DIV&gt;”Þar sem byggingarleyfi sem samþykkt var 28.01.2009 byggir á rangri málsmeðferð samþykkir bæjarstjórn Hafnarfjarðar að fella byggingaleyfið úr gildi.”</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1001040 – Tjarnarvellir 2, breyting á deiliskipulagi

      Manning ehf sækir þann 05.01.2010 um leyfi til að breyta deiliskipulagi á Tjarnarvöllum 2 skv. uppdrætti arkitektur.is. Erindið var grenndarkynnt 11.01.2010. Athugasemdafresti lauk 8.2.2010. Ein athugasemd barst. Synjað á fundi 246. Lagt fram bréf frá umsækjanda dags. 15.03.2010 ásamt nýjum uppdrætti þar sem brugðist er við athugasemdum skipulags- og byggingarráðs og myndum af sambærilegum útfærslum.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð telur&nbsp;nýja útfærslu mun betri en þá sem áður var sýnd og mun taka endanlega afstöðu þegar&nbsp;nýr deiliskipulagsuppdráttur með frekari&nbsp;skýringum liggur fyrir.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0807220 – Suðurgata - Hamarsbraut, deiliskipulag

      Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 18.09.2009 að deiliskipulagi fyrir reit sem afmarkast af klettum norðan húsa norðan Hellubrautar/Hamarsbrautar, Suðurgötu, Mýrargötu og Strandgötu. Áður lögð fram fornleifaskráning Byggðasafns Hafnafjarðar fyrir svæðið dags. 2009 og umsögn Húsafriðunarnefndar varðandi Hellubraut 7 dags. 05.05.2009. Áður lagðir fram minnispunktar og svör við athugasemdum frá forstigskynningarfundi 25.05.2009. Áður lagðir fram minnispunktar skipulags- og byggingarsviðs varðandi hverfisvernd. Ný greinargerð og uppdráttur dags. 30. september sl. áður lögð fram. Áður lögð fram gögn dags. 10. janúar 2009 og frá skipulags- og byggingarsviði dags. 8. október 2009. Sviðsstjóri gerði áður grein fyrir viðræðum við eiganda Hellubrautar 9 varðandi lóðarmörk. Sviðsstjóri hefur gert grein fyrir viðræðum við lóðarhafa Hellubrautar 5, sem einnig er eigandi Hellubrautar 7 varðandi lóðarmörk. Lagður fram skipulagsuppdráttur með endurskoðuðum lóðamörkum við Hellubraut. Sviðsstjóri greinir frá viðræðum við eigendur Hellubrautar 7 og 9.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð samþykkir að deiliskipulagstillagan með áorðnum breytingum&nbsp;verði auglýst samkvæmt 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:</DIV&gt;<DIV&gt;”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að senda tillögu að deiliskipulagi Suðurgötu – Hamarsbrautar dags.&nbsp;29.03.2010 í auglýsingu skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.”</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0702005 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar, raflínur og tengivirki.

      Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar flutningskerfi raforku til samræmis við áætlanir Landsnets um styrkingu raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi og samkomulag Hafnarfjarðar og Landsnets þar um, sem samþykkt var af bæjarstjórn 11.11.2008. Breytingarnar eiga við raflínur og jarðstrengi frá Geithálsi og Sandskeiði að núverandi og fyrirhuguðum tengivirkjum í Hafnarfirði og áfram þaðan að álverinu í Straumsvík og til Suðurnesja. Bæjarstjórn samþykkti að auglýsa tillöguna ásamt Eflu verkfræðistofu dags. 18.10.2009. Haldinn var forstigskynningarfundur 07.09.2009. Áður lagt fram álit Skipulagsstofnunar á frummatsskýrslu dags. 17.09.2009 og endanleg matsskýrsla Eflu og Landsnets dags. 10.08.2009. Tekið fyrir að nýju bréf Skipulagsstofnunar dags. 18.11.2009 varðandi auglýsingu tillögunnar, en Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði að bregðast við athugasemdum sem þar komu fram. Áður lagðar fram umsagnir Fornleifaverndar ríkisins og Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, ásamt lagfærðum skipulagsuppdrætti dags. 01.02.2010 og lagfærðri umhverfisskýrslu dags.16. október 2009. Áður lagðar fram umsagnir Umhverfisstofnunar dags. 03.03.2010, umsögn framkvæmdastjórnar vatnsverndarsvæða Höfuðborgarsvæðisins dags. 26.02.2010 og umsögn stjórnarmanna Hraunavina dags. 28.02.2010. Lögð fram samantekt sviðsstjóra á innkomnum athugasemdum.

      <DIV><DIV><DIV><DIV>Skipulags- og byggingarráð samþykkir að&nbsp;valkostur A á tillögu dags. 10.08.2009&nbsp;verði valinn fyrir&nbsp;línur og&nbsp;tengivirki við Hrauntungur og felur skipulags- og byggingarsviði að ganga frá endanlegum gögnum fyrir næsta fund. </DIV><DIV>&nbsp;</DIV><DIV>Fulltrúi Vinstri Grænna getur hvorugan kostinn valið&nbsp;þar sem línan liggur yfir merkt brunnsvæði vestan Helgafells&nbsp;og telur það skyldu sína að verja vatnsból Hafnarfjarðarkaupstaðar.</DIV><DIV>&nbsp;</DIV><DIV>Fulltrúar Samfylkingarinnar gera sér grein fyrir að línur liggja yfir brunnsvæði merkt á aðalskipulagi, sem ekki er notað sem slíkt,&nbsp;og að nauðsynlegt er að sækja um undanþágu ef leggja á línur um&nbsp;brunnsvæðið&nbsp;eða breyta aðal- og svæðisskipulagi.</DIV><DIV>&nbsp;</DIV><DIV>Fulltrúi Vinstri Grænna bókar að hvort sem skipulagi&nbsp;er breytt eða sótt um undanþágu er svæðið jafnviðkvæmt eftir sem áður.</DIV><DIV>&nbsp;</DIV><DIV>Fulltrúar Samfylkingarinnar benda fulltrúa Vinstri Grænna á að undanþága muni væntanlega ekki fást nema Umhverfisráðherra, sem veitir undanþáguna, telji&nbsp;slíka undanþágu í lagi.</DIV><DIV>&nbsp;</DIV><DIV>&nbsp;</DIV><DIV>&nbsp;</DIV></DIV></DIV></DIV>

    • 1003191 – Skipulagslög, frumvörp um mannvirki og brunavarnir, umsagnir.

      Tekin fyrir að nýju frumvörp til skipulagslaga, laga um mannvirki og laga um brunavarnir, sem vísað er til umsagnar Hafnarfjarðarbæjar. Umsagnarfrestur er til 26.03.2010, en fékkst framlengdur til 30.03.2010. Lagðar fram tillögur sviðsstjóra að umsögnum.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsagnir sviðsstjóra.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0901069 – Ásland rammaskipulag

      Tekin fyrir að nýju tillaga Batterísins að rammaskipulagi fyrir Ásland og Vatnshlíð. áður lögð fram fundargerð af fundi með fulltrúum Garðabæjar 10.12.2009, tillaga að rammaskipulagi og drög að áfangaskiptingu. Áður lögð fram fundargerð frá vinnufundi um samræmingu rammaskipulags Hamraness og Áslands við deiliskipulag jarðvegstippssvæðis og fundargerð frá vinnufundi um umferðarmál 25.02.2010. Lögð fram fundargerð frá vinnufundi um umferðarmál 11.03.2010 og tíma- og kostnaðaráætlun VSÓ ráðgjafar vegna umferðarspár, ásamt bréfi Byggðasafns Hafnarfjarðar um fornleifaskráningu dags. 03.03.2010.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0901068 – Hamranes rammaskipulag.

      Tekin fyrir að nýju tillaga Arkitektur.is að rammaskipulagi fyrir Hamranessvæði. Áður lögð fram Lagðar fram tillaga að rammaskipulagi og drög að áfangaskiptingu. Áður lögð fram fundargerð frá vinnufundi um samræmingu rammaskipulags Hamraness og Áslands við deiliskipulag jarðvegstippssvæðis ásamt fundargerð frá vinnufundi um umferðarmál 25.02.2010. Lögð fram fundargerð frá vinnufundi 11.03.2010 og tíma- og kostnaðaráætlun VSÓ ráðgjafar vegna umferðarspár, ásamt bréfi frá Byggðasafni Hafnafjarðar varðandi fornleifaskráningu dags. 03.03.2010.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0704123 – Kaldársel, deiliskipulag

      Tekin fyrir að nýju viljayfirlýsing Hafnarfjarðarbæjar og KFUM/KFUK um að vinna að sameiginlegu deiliskipulagsverkefni sem lítur að því að formfesta Kaldársel sem hluta af byggðamynstri upplands Hafnarfjarðar. Skipulags- og byggingarráð heimilaði 24.04.2007 skipulags- og byggingarsviði að hefja vinnu við deiliskipulagið. Lögð fram tíma- og kostnaðaráætlun Landslags ehf ódags. ásamt tillögu að deiliskipulagsmörkum dags. 24.08.2009.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna áfram að málinu í samræmi við framlögð gögn með áorðnum breytingum hvað varðar skipulagsmörk.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • SB030312 – Jarðvegstippur

      Lögð fram tillaga Formu ehf að deiliskipulagi svæðis á jarðvegstipp við Hamranes dags. 24.03.2010

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 10022679 – Hamarinn, klettabeltið

      Helga Stefánsdóttir óskar f.h. framkvæmdaráðs eftir framkvæmdaleyfi til að losa lausar klappir úr Vesturhamrinum við Strandgötu. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 24.03.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leiti að veitt verði framkvæmdaleyfi til að lagfæra klappir úr Vesturhamrinum við Strandgötu&nbsp;í samræmi við beiðni framkvæmdasviðs. &nbsp;</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>

    • 1002020 – Sléttuhlíð, umsókn um sumarbústaðalóð

      Garðar Briem óskar með bréfi dags. 29.01.2010 eftir að fá úthlutað lóð í Sléttuhlíð gegnt lóð sem merkt er C1. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 03.02.2010 sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Ekki hefur verið ákveðið að úthluta umræddri lóð.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1003348 – Aðalskipulagsgerð, greiðsla kostnaðar

      Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 16.03.2010 varðandi greiðslu kostnaðar vegna aðalskipulagsgerðar.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 10023511 – Skipulagstillaga, kynning með fullnægjandi hætti

      lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 23.02.2010 varðandi kynningu skipulagstillagana með fullnægjandi hætti.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0909067 – Krýsuvík, kofar

      Borist hefur með tölvupósti dags. 07.09.2009 fyrirspurn um hvaða leyfi hafa verið gefin fyrir byggingum á svæði því sem hestamenn hafa við s-v hluta Kleifarvatns. Athugun skipulags- og byggingarsviðs hefur leitt í ljós að engin byggingarleyfi né stöðuleyfi eru fyrir umræddum byggingum. Á sínum tíma voru byggðar þarna hnakkageymslur, sem Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005 – 2025 Krýsuvík, gerir ráð fyrir að verði fjarlægðar í áföngum, en nú er risin þarna mun umfangsmeiri byggð húsa, sum þeirra ný, sem skipulags- og byggingarfulltrúi hefur farið fram á að verði fjarlægð samkvæmt 56. grein skipulags- og byggingarlaga: “Ef byggingarframkvæmd, sem fellur undir IV. kafla laga þessara, er hafin án þess að leyfi sé fengið fyrir henni og hún brýtur í bága við skipulag eða framkvæmd er hafin með byggingarleyfi sem brýtur í bága við skipulag ber byggingarfulltrúa að stöðva framkvæmdir tafarlaust og síðan skal hin ólöglega bygging, eða byggingarhluti, fjarlægð, jarðrask afmáð eða starfsemi hætt. – Hafi mannvirki, sem fellur undir IV. kafla laga þessara, verið reist án samþykkis sveitarstjórnar og hún látið hjá líða að fjarlægja það innan sex mánaða frá því að henni var kunnugt um málið skal Skipulagsstofnun láta fjarlægja mannvirkið á kostnað sveitarfélags.” – Borist hefur umsókn frá Pálmari Harðarsyni dags. 02.11.2009, þar kemur fram að hann hafi fjarlægt þrjú hús af svæðinu fyrir Krýsuvíkurnefnd Sörla, og sækir hann í staðinn um stöðuleyfi fyrir eitt hús. Skipulags- og byggingarfulltrúi synjaði þeirri umsókn, þar sem ekki er lagaheimild fyrir slíku stöðuleyfi og það samræmist ekki skipulagi. – Skipulags- og byggingarfulltrúi óskaði 11.11.2009 eftir skýringum á umræddri byggð húsa frá Pálmari Harðarsyni, Krýsuvíkurnefnd Sörla og öðrum hugsanlegum eigendum innan fjögurra vikna, m.a. hvenær og á hvaða forsendum húsin hafa risið, og vísar síðan erindinu til Skipulags- og byggingarráðs. Einnig var óskað eftir áætlun um það hvenær húsin verði fjarlægð til samræmis við áðurnefnt ákvæði í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar Krýsuvík 2005 – 2025. Svör bárust ekki. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu til skipulags- og byggingarráðs sem bókaði eftirfarandi: “Skipulags- og byggingarráð óskar eftir skýringum á umræddri byggð húsa frá Pálmari Harðarsyni, Krýsuvíkurnefnd Sörla og öðrum hugsanlegum eigendum innan fjögurra vikna, m.a. hvenær og á hvaða forsendum húsin hafa risið. Einnig er óskað eftir áætlun um það hvenær húsin verði fjarlægð til samræmis við áðurnefnt ákvæði í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar Krýsuvík 2005 – 2025. Berist ekki umbeðnar skýringar innan tilskilins tíma mun skipulags- og byggingarráð fjalla um málið að nýju og ákveða viðeigandi ráðstafanir.” Skýringar hafa ekki borist. Erindið var til umræðu á afgreiðslufundi skipulags- og byggignarfulltrúa 10.03.2010 sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: “Þar sem ekki hefur verið brugðist við tilmælum Skipulags- og byggingarráðs gerir ráðið eigendum kofanna skylt að fjarlægja þá innan tveggja mánaða til samræmis við 1. mgr. 65. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um að beitt verði dagsektum í samræmi við 57. grein sömu laga.” Lagt fram bréf Björns Bjarnasonar f.h. Hestamannafélagsins Sörla dags. 11.03.2010 þar sem óskað er eftir viðræðum um skipulag á svæði félagsins í Krýsuvík (væntanlega beitarhólfi)með það að markmiði að koma upp félagshúsi sem leysi af hólmi kofa og aðrar byggignar á svæðinu. Enn fremur er farið fram á að kofar þeir sem eru fyrir á svæðinu, og hafa verið byggðir frá því upp úr 1950 fái að standa þar til nýtt aðalskipulag liggi fyrir. Áður lagðir fram minnispunktar sviðsstjóra. Skipulags- og byggingarsvið gerir grein fyrir viðræðum við forsvarsmenn Sörla.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;

Ábendingagátt