Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6
Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa 14.04.2010 og 21.04.2010.
<DIV><DIV>A-hluti fundargerðanna fer til samþykktar bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
Tekin fyrir að nýju drög skipulags- og byggingarsviðs að endurgerðu deiliskipulagi fyrir Hvamma. Ekki hefur verið byggt í samræmi við gildandi deiliskipulag frá árinu 1976, breytt 1979, og verður jafnframt að fella það deiliskipulag úr gildi. Lagðar fram athugasemdir sem bárust eftir forstigskynningarfund sem haldinn var 12.04.2010 og ný tillaga dags. 20.04.2010, þar sem brugðist er við athugasemdum.
<DIV><DIV>Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:</DIV><DIV>“Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hvamma dags. 20.04.2010 verði auglýst skv. 1. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.</DIV></DIV>
Hinrik Pétursson leggur 09.04.2010 inn fyrirspurn, óskar eftir stækkun á húsi, sjá meðfylgjandi gögn. Stækkunin samræmist ekki deiliskipulagi svæðisins. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 14.04.2010.Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið, og vísar því áfram til skipulags- og byggingarráðs til frekari skoðunar.
<DIV><DIV>Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu.</DIV></DIV>
Heilbrigðisfulltrúi Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis óskar eftir umsögn um starfsleyfi fyrir húðflúrsstofu að Fífuvöllum 11. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 21.04.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
<DIV><DIV>Skipulags- og byggingarráð telur að slíkur rekstur sé ekki í andstöðu við gildandi skipulag en bendir á að þar sem um raðhús sé að ræða verði að leita eftir skriflegu samþykki nágranna.</DIV></DIV>
Tekin til umræðu tillaga að breytingu á fjölbýlishluta deiliskipulagsins sem staðfest var 10.03.2008. Páll Tómasson og Guðmundur Gunnarsson Arkitektur.is mættu á fundinn og kynntu. Fulltrúi Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði Ágúst Pétursson mætti á fundinn.
<DIV><DIV><DIV><DIV>Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.</DIV><DIV>Frekari umræðu er frestað til næsta fundar.</DIV><DIV>Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna óska eftir samantekt á kostnaði á breytingartillögunni og frekari útskýringar á hvenær ákvörðun um vinnu við þessar breytingar var tekin.</DIV></DIV></DIV></DIV>
Tekin til umræðu tillaga að breytingu á fjölbýlishluta skipulagsins í þeirri tillögu sem auglýst var 06.10.2008, athugasemdafresti lauk 17.11.2008. Engin athugasemd barst. Páll Tómasson og Guðmundur Gunnarsson Arkitektur.is mættu á fundinn og kynntu. Fulltrúi Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði Ágúst Pétursson mætti á fundinn.
<DIV><DIV><DIV><DIV>Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.</DIV><DIV><DIV>Frekari umræðu er frestað til næsta fundar.</DIV><DIV>Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna óska eftir samantekt á kostnaði á breytingartillögunni og frekari útskýringar á hvenær ákvörðun um vinnu við þessar breytingar var tekin.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Lagt fram bréf frá Björgvin Þórðarsyni hdl f.h. Jóhanns Inga Sigurðssonar og Tinnu Rósar Guðmundsdóttur Brekkugötu 26 Hafnarfirði, dags. 08.04.2010, vegna framkvæmda við Selvogsgötu 1. Farið er fram á að framkvæmdir sem hafnar voru samkvæmd byggingarleyfi, sem síðar var fellt úr gildi, verði fjarlægðar. Einkum er farið fram á að hraðað verði niðurrifi á steypumótum þeim sem eigandi Selvogsgötu 1 er búinn að staðsetja fyrir kjallaraglugga íbúðar þeirra.
<DIV><DIV><DIV>Skipulags- og byggingarráð fellst á kröfu sem barst með bréfi dags. 08.04.2010, en ef aðilar ná sátt um að nægilegt sé að fjarlægja það sem snýr að Brekkugötu 26 fellst skipulags- og byggingarráð á þá niðurstöðu að svo stöddu. </DIV></DIV></DIV>
Tekið til umræðu framhald vinnu við deiliskipulag R1 bókasafnsreits, Strandgötu 1, í samræmi við verðlaunatillögu í samkeppni um stækkun bókasafnsins. Áður lögð fram verðhugmynd Arkitektur.is um skipulagsvinnuna. Lögð fram ný tillaga að verkáætlun.
<DIV><DIV><DIV>Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða kostnaðar- og verkáætlun enda rúmast hún innan fjárhagsáætlunar 2010 fyrir miðbæinn.</DIV></DIV></DIV>
Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Máts ehf frá 05.11.2009 þar sem óskað er eftir að byggja nýtt hús á Austurgötu 22, samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar. Áður lagðar fram teikningar frá 30. nóvember 2009. Lagðar fram ljósmyndir og tölvumyndir frá fyrirspyrjanda. Áður lagt fram bréf Birnu Guðmundsdóttur f.h. Fríkirkjunnar dags. 20.01.2010. Kári Eiríksson arkitekt mætti á fundinn og kynnti tillöguna. Fulltrúar Fríkirkjunnar Jóhann Guðni Reynisson, Birna Guðmundsdóttir og Einar Eyjólfsson mættu á fundinn. Einnig Eðvarð Björgvinsson lóðarhafi á Austurgötu 22.
<DIV><DIV><DIV>Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.</DIV><DIV>Frekari umræðu frestað til næsta fundar.</DIV></DIV></DIV>
Eyrun Harpa Eiríksdóttir leggur þann 23.03.2010 inn fyrirspurn fyrir ósamþykktri áður byggðri viðbyggingu á húsinu og breytingu á gluggum. Einnig er sótt um leyfi fyrir heimagistingu og risi samkvæmt teikningum. Sjá einnig meðfylgjandi gögn. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 21.04.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
<DIV><DIV><DIV>Frestað.</DIV></DIV></DIV>
Tekin fyrir að nýju frumdrög skipulags- og byggingarsviðs að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Mjósundi, Austurgötu, Gunnarssundi og efri lóðamörkum húsa við Hverfisgötu 31-49. Skipulags- og byggingarsvið gerði áður grein fyrir athugun á aðkomu að vitanum bak við lóðina Hverfisgata 41 og fundi með íbúum umhverfis vitann 08.04.2010. Lögð fram fornleifaskráning Byggðasafns Hafnarfjarðar.
<DIV><DIV><DIV>Lagt fram.</DIV></DIV></DIV>
Sigrún Eygló Lárusdóttir kt. 110158-4249 til heimilis að Hverfisgötu 39 Hafnarfirði, Bára Ólafsdóttir kt. 200846-3469 og Elías Andri Karlsson 200446-2839 til heimilis að Vitastíg 10 og óska eftir að taka í fóstur landsskika Hafnarfjarðarbæjar sem liggur á milli Vitastígs 10 og Hverfisgötu 39. Tölvupóstur dags. 09.04.2010.
<DIV><DIV><DIV>Lagt fram.</DIV></DIV></DIV>
Tekin fyrir sem nýtt erindi ósk Hestamannafélagsins Sörla um félagsaðstöðu í Krýsuvík skv. bréfi Björns Bjarnasonar formanns félagsins dags. 11.03.2003.
<DIV><DIV><DIV>Skipulags- og byggingarsviði er falið að ræða við fulltrúa félagsins í samræmi við umræður á síðasta fundi ráðsins.</DIV></DIV></DIV>
Lögð fram tillaga Formu ehf að deiliskipulagi svæðis við Hamranes og Vatnshlíðarhnúk dags. 23.04.2010 ásamt skilmálum og skýringaruppdráttum.
<DIV><DIV><DIV>Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna tillögu að breytingu á aðalskipulagi hvað varðar mörk íbúðarsvæðis í Vatnshlíð.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Tillaga til bæjarstjórnar: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi hvað varðar mörk íbúðarsvæðis í Vatnshlíð.“</DIV></DIV></DIV>
Eldborg,kiwanisklúbbur sækir 06.03.2009 um endurnýjun fyrir skilti sem var samþykkt 28.04.2004, samkvæmt teikningum Sveinbjörns Hinrikssonar. Erindið tekið upp á ný með nýrri teikningu sem sýnir lægra skilti en áður. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 14.04.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
<DIV><DIV><DIV>Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir nánari útfærslu á útliti skiltisins.</DIV></DIV></DIV>
Vettvangsskoðun hefur leitt í ljós að lóðin Móhella 1 er yfirfull af alls kyns drasli, svo sem bílhræjum, húsgögnum, timbri o.fl. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 11.11.2009 lóðarhafa skylt að fjarlægja umrædda hluti af lóðinni innan fjögurra vikna, í samræmi við grein 68.6 í byggingarreglugerð. Yrði ekki brugðist við því innan þess tíma mun skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um beitingu dagsekta í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Lóðarhafi kom til fundar og lofaði að bæta úr, enn ekkert hefur gerst í málinu. Ekkert hefur enn gerst. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 17.02.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs sem samþykkti eftirfarandi 02.03.2010:%0D“Skipulags- og byggingarráð gerir lóðarhafa skylt að fjarlægja umrædda hluti af lóðinni innan fjögurra vikna, í samræmi við grein 68.6 í byggingarreglugerð nr. 441/1998. Verði ekki brugðist við því innan þess tíma mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um beitingu dagsekta í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.“ Ekki hefur verið brugðist við erindinu.
<DIV><DIV><DIV>Skipulags- og byggingarráð samþykkir að drasl á lóðinni, svo sem bílhræ, húsgögn, timbur o.fl. verði fjarlægt af lóðinni á kostnað eiganda verði ekki brugðist við erindinu innan fjögurra vikna , í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.</DIV></DIV></DIV>
S.l. vor var sent bréf til húseigenda í iðnaðarhverfinu Hvaleyrarholti þar sem þess var farið á leit að tekið yrði til á lóðum, sótt um leyfi fyrir gáma o.fl. Við skoðun hefur komið í ljós að ekki hefur verið brugðist við þessu að Melabraut 21. Skipulags-og byggingarfulltrúi gerði 25.11.2009 húseiganda skylt að bæta frágang á lóðinni innan fjögurra vikna. Sækja ber um stöðuleyfi fyrir gáma á lóðinni. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi vísa málinu til Skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir í samræmi við grein 68.6 í byggingarreglugerð og grein 57 í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 14.04.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu:%0D“Skipulags- og byggingarráð gerir húseiganda skylt að bæta frágang á lóðinni innan fjögurra vikna. Sækja ber um stöðuleyfi fyrir gáma á lóðinni. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við grein 68.6 í byggingarreglugerð og grein 57 í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.“
<DIV><DIV>Skipulags- og byggingarráð gerir húseiganda skylt að bæta frágang á lóðinni innan fjögurra vikna. Sækja ber um stöðuleyfi fyrir gáma á lóðinni. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við grein 68.6 í byggingarreglugerð og grein 57 í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.</DIV></DIV>
S.l. vor var sent bréf til húseigenda í iðnaðarhverfinu Hvaleyrarholti þar sem þess var farið á leit að tekið yrði til á lóðum, sótt um leyfi fyrir gáma o.fl. Við skoðun hefur komið í ljós að ekki hefur verið brugðist við þessu að Melabraut 25. Skipulags-og byggingarfulltrúi gerði 25.11.2010 húseiganda skylt að bæta frágang á lóðinni innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi vísa málinu til Skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir í samræmi við grein 68.6 í byggingarreglugerð og grein 57 í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Ekki hefur verið brugðist við erindinu, og í ljós hefur komið að umfangsmikil járnahrúga sem að líkindum tilheyrir húsinu hefur verið sett út á götuna. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 14.04.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu:%0D“Skipulags- og byggingarráð gerir húseiganda skylt að bæta frágang á lóðinni innan fjögurra vikna. Sækja ber um stöðuleyfi fyrir gáma á lóðinni. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við grein 68.6 í byggingarreglugerð og grein 57 í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.“
<DIV><DIV><DIV>Skipulags- og byggingarráð gerir húseiganda skylt að bæta frágang á lóðinni innan fjögurra vikna. Sækja ber um stöðuleyfi fyrir gáma á lóðinni. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við grein 68.6 í byggingarreglugerð og grein 57 í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.“</DIV></DIV></DIV>
Loftur B Gíslason Furuási 22 leggur inn kvörtun 19.11.2009 vegna yfirgefins byggingarkrana á miðri götunni gegnt húsi hans. Kraninn var reistur vegna byggingar raðshúss við Furuás 16 – 20. Á umræddri lóð er einnig mikið af alls kyns alls konar byggingarefni og afgöngum. Borist hefur bréf frá Heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis vegna sama máls. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 02.12.2009 lóðarhafa Furuáss 16 – 20 skylt að fjarlægja byggingarkrana, byggingarefni og annað lausaefni af lóðinni án tafar. Yrði ekki brugðist við því innan tveggja vikna yrði erindinu vísað til Skipulags- og byggingarráðs með tillögu um beitingu dagsekta í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 21.04.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu:%0D“Skipulags- og byggingarráð gerir lóðarhafa Furuáss 16 – 20 skylt að fjarlægja byggingarkrana, byggingarefni og annað lausaefni af lóðinni án tafar. Verði ekki brugðist við því innan tveggja vikna verður erindinu vísað til bæjarstjórnar með tillögu um beitingu dagsekta í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.“
<DIV><DIV><DIV>Skipulags- og byggingarráð gerir lóðarhafa Furuáss 16 – 20 skylt að fjarlægja byggingarkrana, byggingarefni og annað lausaefni af lóðinni án tafar. Verði ekki brugðist við því innan tveggja vikna verður erindinu vísað til bæjarstjórnar með tillögu um beitingu dagsekta í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.</DIV></DIV></DIV>