Skipulags- og byggingarráð

4. janúar 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 265

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 15.12.10 22.12.10 og 29.12.10.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:</DIV&gt;<DIV&gt;”A- liðir fundargerðanna teknir til umræðu. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarfulltrúa á öllum erindum undir A-lið.”</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0712080 – Miðbær - Hraun, deiliskipulag

      Tekið fyrir að nýju deiliskipulag svæðis sem afmarkast af Flatahrauni, Álfaskeiði, Arnarhrauni og Reykjavíkurvegi dags. 06.05.10. Áður lögð fram samantekt á athugasemdum sem bárust eftir forstigskynningarfund sem haldinn var 17.03.2010. Í endurbættri tillögu eftir þann fund var komið er til móts við athugasemdir. Tillagan var auglýst skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og er athugasemdatíma lokið. Athugasemdir bárust. Kynningarfundur var haldinn á auglýsingatíma. Áður lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum og tillaga að svörum, sem var samþykkt með áorðnun breytingum.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og að afgreiðslu þess verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1012098 – Strandgata 55,fyrirspurn

      Fjörukráin leggur 09.12.10 inn fyrirspurn um að byggja torfhús fyrir aftan Fjörukrána sjá meðfylgjandi blað. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 15.12.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð telur hugmyndina áhugaverða, en að skoða þurfi uppbyggingu svæðisins í heild sinni. Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði og framkvæmdasviði að skoða hugmyndina nánar með hliðsjón af bílastæðum og í tengslum við skipulag miðbæjarins í heild sinni.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1008329 – Sókn í atvinnumálum, tillaga

      Sigþór Ari Sigþórsson formaður stafshóps um átak í atvinnumálum mætti á fundinn og gerir grein fyrir starfi hópsins.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð þakkar Sigþóri fyrir kynninguna.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 10022435 – Reykjanesbraut, starfshópur vegna Suðurbrautar

      Gísli Valdimarsson formaður starfshópsins og og Sveindís Jóhannsdóttir fulltrúi foreldrafélags Hvaleyrarskóla í starfshópnum mættu á fundinn.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð þakkar fulltrúa foreldrafélagsins og formanni starfshópsins fyrir veittar upplýsingar og umræðu.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 10022261 – Skilti á bæjarlandi

      Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að skiltareglugerð fyrir Hafnarfjörð. Frestað á síðasta fundi.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1011126 – Fléttuvellir 1,breyting á deiliskipulagi.

      Míla ehf sækir þann 10.11.2010 um leyfi til að gera breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér að leyft verði að reisa 16 m hátt stálmastur við núverandi tækjahús Mílu ehf við Fléttuvelli 1. Lögð fram umsögn heilbrigðisrfulltrúa Hafnarfjarðar- og Kópavóggsvæðis dags. 22.12.10, sem óskað var eftir á síðasta fundi.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð samþykkir að senda tillöguna í auglýsingu skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1101002 – Starfshópur um skipulag hjólreiðastíga

      Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 17.12.10 var samþykkt að koma á sameiginlegum starfshópi frá skipulags- og byggingaráði og framkvæmdaráði auk staðardagskrárfulltrúa, sem haldi utan um vinnu hópsins, til að greina núverandi ástand hjólreiðastíga í Hafnarfirði og leggja fram mögulegar tillögur að bættum hjólasamgöngum og framkvæmdaáætlun til 5 ára. Starfshópurinn skili skýrslu til skipulags- og byggingaráðs og framkvæmdaráðs í apríl 2011. Lögð fram tillaga að erindisbréfi fyrir hópinn.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindisbréfið. Fulltrúar skipulags- og byggignarráðs&nbsp;í hópnum eru Gestur Svavarsson, til vara Gunnar Axel Axelsson, og Jóhanna Fríða Dalkvist, til vara Rósa Guðbjartsdóttir.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1008301 – Norðurbakki 23, íbúð 0105, brunavarnir

      Eigandi íbúðar nr. 0105 gerir athugasemd við að flóttaleið vanti og óskar eftir að arkitekt og byggingaraðila verði gert að koma með tillögur til úrlausnar. Umsögn Brunamálastofnunar liggur fyrir. Teikningar að húsinu voru samþykktar af byggingarfulltrúa 14.02.2006 og höfðu þá stimpil Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Skipulags- og byggingarfulltrúi beindi því 01.09.10 til arkitekts og byggingaraðila hússins að gera tillögur til lausnar á málinu innan fjögurra vikna. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði 13.10.10 tilmæli sín til arkitekts og byggingaraðila hússins um að skila umbeðnum tillögum innan þriggja vikna. Skipulags- og .byggingarfulltrúi gerði 17.11.10 arkitekt og byggingaraðila hússins skylt að skila umbeðnum tillögum innan þriggja vikna. Yrði ekki brugðist við því mund skipulags- og byggingarfulltrúi vísa málinu til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 15.12.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu:%0D”Skipulags- og byggingarráð gerir arkitekt og byggingaraðila hússins skylt að skila umbeðnum tillögum innan þriggja vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.”

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð gerir arkitekt og byggingaraðila hússins&nbsp;skylt að skila umbeðnum tillögum innan þriggja vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til&nbsp;bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 10101391 – Hvaleyrarbraut 2, umgengni á lóð

      Hvaleyrarbraut 2, umgengni á lóð. Var síðast tekið fyrir á afgreiðslufundi 24.11.2010 og þá var gefinn þriggja vikna frestur til að fjarlægja skilti að öðrum kosti yrði málinu vísað til skipulags- og byggingarráðs. Ekkert hefur gerst. Erindið var til umjfjöllunar á afgreiðslufundi skipualgs- og byggingarfulltrúa, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu:%0D”Skipulags- og byggingarráð gerir lóðarhöfum skylt að bæta umgengni á lóðinni innan þriggja vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipualgs- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.”

      <DIV&gt;<DIV&gt;Frestað milli funda.</DIV&gt;</DIV&gt;

Ábendingagátt