Skipulags- og byggingarráð

1. mars 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 269

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 16.02.11 og 23.02.11. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      <DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;

    • 0708068 – Fornubúðir 1A (Óseyrarbraut 1b)

      Tekin fyrir lóðin Óseyrarbraut 1b. Hafnarstjórn lagði til við skipulags- og byggingaráð á fundi 22.12.10 að lóðinni Óseyrarbraut 1b verði skipt upp og sameinuð lóðunum Óseyrarbraut 1 og Hvaleyrarbraut 2 í samræmi við tillögu 2, sjá tillögur í málinu. Skipulags- og byggingarráð heimilaði 18. janúar 2011 að erindið yrði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010. Grenndarkynningu er lokið, athugasemdir bárust. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 23.02.2011, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að grenndarkynna nýjar tillögur sem&nbsp;unnar verða í samræmi við innkomnar athugasemdir og&nbsp;umræður á fundinum.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 11023070 – Hringbraut 59, fyrirspurn

      Kristín Pétursdóttir leggur 22.02.11 fram fyrirspurn um að byggja bílskúr þar sem nú er bílastæði á lóð. Teikningar fylgja með. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 23.02.2011, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að ræða við fyrirspyrjanda í samræmi við umræður á fundinum.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 11021683 – Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024, Holtsgöng, nýr Landsspítali

      Tekið til umræðu á ný erindi skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur sem vísaði til umsagnar lýsingu vegna breytingár á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001 – 2024 vegna Holtsganga og aukningar á byggingarmagni á svæði Landsspítalans við Hringbraut dags. 21. janúar 2011. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að umsögn.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn sviðsstjóra og gerir að sinni.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 11023037 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, Holtsgöng

      Tekin til umræðu bréf Páls Guðjónssonar framkvæmdastjóra SSH um verklýsingu skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar vegna breytingar á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins varðandi Holtsgöng í Reykjavík breytingar á gatnaskipulagi og breyting á byggingarmagni á reit 6, Landsspítalalóð o.fl. Verklýsingin var samþykkt á fundi svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins 04.02.11 og er send sveitarfélögum sem aðild eiga að svæðisskipulaginu til samþykktar og umsagnar. Óskað er eftir að athugasemdir við verklýsinguna ef einhverjar eru berist SSH fyrir 18.03.11.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags-og byggingarráð gerir ekki athugasemd við framlagða verklýsingu.&nbsp;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • SB040347 – Umhverfisnefnd/staðardagskrá 21

      Lögð fram fundargerð umhverfisnefndar/Staðardagskrár 21 frá 23.02.11.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1101002 – Hjólreiðastígar, starfshópur um skipulag

      Tekinn til umræðu kostnaður við fyrirhugaðan kynningarfund starfshópsins á verkefninu í samræmi við ákvæði í reglum um starfshópa á vegum Skipulags- og byggingarráðs sem samþykktar voru í Skipulags- og byggingarráði 14.12.2010.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð samþykkir að veita starfshópi um hjólreiðasamgöngur í Hafnarfirði heimild til að auglýsa opinn fund þann 3. mars n.k. samkvæmt meðfylgjandi kostnaðaráætlun upp á 35. þúsund krónur.</DIV&gt;<DIV&gt;<SPAN style=”FONT-FAMILY: ” AR-SA? mso-bidi-language: IS; mso-fareast-language: mso-ansi-language: Roman?; New ?Times mso-fareast-font-family: 10pt; FONT-SIZE: black; COLOR: Tahoma?,?sans-serif?;&gt;</SPAN&gt;&nbsp;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1101374 – Tjarnarvellir 11, dómur héraðsdóms, fyrirspurn

      Tekin fyrir fyrirspurn fulltrúa sjálfstæðisflokksins varðandi úrskurð Héraðsdóms um Tjarnarvelli 11.%0D1) Skrifleg samantekt af hálfu sviðsins á málinu, aðdraganda þess og niðurstöðu.%0D2) Skriflegt yfirlit yfir það hvort sambærileg dómsmál gegn Hafnarfjarðarbæ séu í gangi.%0D3) Skriflegt svar við því hvers vegna kjörnir fulltrúar voru ekki upplýstir um dómsmálið.%0DLagt fram minnisblað sviðsstjóra varðandi 1. lið fyrirspurnarinnar.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • SN010005 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar

      Tekið til umræðu skipulag svæðis vestan Straumsvíkur sem frestað var til 4 ára í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025. Frestunin rennur út 18.05.11.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa frestun á&nbsp;aðalskipulagi svæðisins enn um 4 ár skv. heimild í 33. grein skipulagslaga nr. 123/2010, og vísar málinu að öðru leyti til endurskoðunar Aðalskipulags Hafnarfjarðar sem Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti&nbsp;30.06.10 að hafin skyldi vinna við. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:</DIV&gt;<DIV&gt;”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að auglýsa frestun á&nbsp;hluta Aðalskipulags&nbsp;Hafnarfjarðar 2005 – 2025, svæði vestan Straumsvíkur,&nbsp;enn um 4 ár skv. heimild í 33. grein skipulagslaga nr. 123/2010.”</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1101151 – Aðalskipulag, Miðbær - Álfaskeið, breyting

      Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar lóðina Álfaskeið 16, lóð leikskólans Álfabergs. Tillagan felur í sér að landnotkun er breytt úr svæði fyrir þjónustustofnanir í íbúðarsvæði. Lögð fram greinargerð sviðsstjóra varðandi málsmeðferð, að farið verði með skipulagsbreytinguna sem óverulega breytingu samkvæmt 2. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010, eins og skipulags- og byggingarráð samþykkti 15.02.11. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti 24.02.11 heimild til að vinna tillöguna.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillöguna og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:</DIV&gt;<DIV&gt;”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 dags.&nbsp;20.02.2011&nbsp;hvað varðar&nbsp;landnotkun lóðarinnar Álfaskeið 16 og að farið verði með tillöguna sem óverulega breytingu skv. 2. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.”</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0912139 – Reykjanesbraut, gatnamót við Straumsvík

      Lagt fram bréf Jónasar Snæbjörnssonar f.h. Vegagerðarinnar dags. 23.02.11 varðandi gatnamót við Straumsvík, undirgöng umdir Reykjanesbraut. Vegagerðin óskar eftir viðræðum við Hafnarfjarðarbæ og að kynna málið fyrir skipulags- og byggingarráði. Fulltrúi Vegagerðarinnar Magnús Einarsson mætti á fundinn.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð þakkar fyrir kynninguna. </DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

Ábendingagátt