Skipulags- og byggingarráð

21. júní 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 277

Mætt til fundar

 • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Sigurbergur Árnason aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

 • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri
 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 08.06.11 og 15.06.11. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

   Lagt fram.

  • 1105516 – Álfaskeið 16, Fyrirspurn

   Pálmar Ólason leggur 31.05.11 inn fyrirspurn um að fá leyfi fyrir viðbyggingu við hús að Álfaskeiði 16. Sjá meðfylgjandi gögn. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 01.06.2011, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina.

  • 1012039 – Óseyrarbraut 29 - 31, skipulag

   Farið yfir stöðu mála varðandi skipulag lóðanna Óseyrarbrautar 29 – 31. Lögð fram tillaga Alark að breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar dags. 090611. Tillagan hlaut samþykki hafnarstjórnar 16.06.11.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillöguna í auglýsingu samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim breytingum að hæð á skemmum verði ekki hærri en 7 metrar, byggingarlína verði samsíða hafnargarði og litur verði grár í samræmi við umhverfi aðalbyggingar og hafnargarð.

  • 0801363 – Reykjavíkurvegur, athafnasvæði, rammaskipulag

   Tekið fyrir að nýju rammaskipulag fyrir athafnasvæði við Reykjavíkurveg.

   Lagt fram.

  • 0709199 – Flatahraun 13, deiliskipulag

   Tekið fyrir að nýju erindi frá Pétri Guðmundssyni stjórnarformanns Eyktar ehf dags. 18.05.11, þar sem óskað er eftir að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina. Áður lögð fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu ásamt uppdrætti. Greint frá viðræðum við umsækjendur. Pétur Guðmundsson og Gunnar Valur Gíslason mættu á fundinn f.h. Eyktar og Guðmundur H. Jónsson og Benedikt frá Smáragarði.

   Skipulags- og byggingarráð þakkar fyrir kynninguna.

  • 1104087 – Strætó bs,ósk um uppsetningu á nýrri biðstöð

   Lagt fram erindi Strætó bs dags 7. apríl 2011 varðandi ósk um nýja biðstöð við Ásvallalaug.$line$Erindinu var visað til undirbúningshóps umferðarmála af fundi framkvæmdaráðs 27.04.11. Undirbúningshópurinn hafnaði erindinu þar sem stutt væri milli biðstöðva, en nýjar upplýsingar hafa borist frá Strætó bs. Fulltrúi Strætó bs Einar Kristjánsson mætti á fundinn.

   Skipulags- og byggingarráð þakkar fyrir kynninguna.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í tillöguna og að hún fari inn á fjárhagsáætlun fyrir árið 2012.

  • 1105001 – Hamarsbraut 17, breytt deiliskipulag

   Tekin til umfjöllunar fyrirspurn Andra Gunnarssonar og Heiðbjartar Vigfúsdóttur dags. þar sem óskað er eftir að lóðirnar Hamarsbraut 16 og 17 verði sameinaðar. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 08.06.2011, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð vísar erindi varðandi framkvæmdir við götu til framkvæmdasviðs.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð synjar erindi um sameiningu lóðanna Hamarsbrautar 16 og 17.

  • 1106061 – Framkvæmdaleyfi, reglugerð, umsagnarbeiðni

   Lagt fram bréf Írisar Bjargmundsdóttur f.h. umhverfisráðherra dags. 03.06.11 þar sem vísað er til umsagnar drögum að reglugerð um framkvæmdaleyfi. Umsagnarfrestur er til 15.08.11.

   Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að gera drög að umsögn.

  • 0702005 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar, raflínur og tengivirki.

   Tekin til umræðu staða mála varðandi Hamraneslínur og Suðurnesjalínu.

   Skipulags- og byggingarráð telur að skoða þurfi heildstætt samninga við Landsnet m.a. vegna línustæða áður en afstaða er tekin til beiðni Landsnets um frekari framkvæmdir.

  • 0803175 – Sléttuhlíð b-2, byggingarleyfi

   Tekin til umræðu atriði varðandi lokaúttekt.

   Skipulags- og byggingarráð telur að leysa þurfi eldvarnir á fullnægjandi hátt áður en lokaúttekt getur farið fram.

  • 1106161 – Tillögur Ungmennaráðs Hafnarfjarðar.

   Teknar til umræðu tillögur Ungmennaráðs Hafnarfjarðar:$line$Skipulagsmál og umhverfi – bæjarmál$line$-bæta stíga og samgöngur$line$-við viljum fallegri ruslatunnur$line$

   Skipulags- og byggingarráð þakkar fyrir tillögurnar.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð telur tillögurnar góðar og bendir á að starfandi er sérstakur hópur sem er að skoða samgöngur og stígamál í Hafnarfirði í heild sinni.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð er sammála Ungmennaráðinu um að auka megi fjölbreytni í ruslatunnum og vísar tillögunni til framkvæmdasviðs.

Ábendingagátt