Skipulags- og byggingarráð

5. júlí 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 278

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Margrét Ólafsdóttir varamaður
  • Jóhanna Fríða Dalkvist varamaður

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri
  1. Almenn erindi

    • 1006187 – Ráð og nefndir 2010-2014, kosningar,.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti 29.06.11 eftirfarandi breytingar á skipulags- og byggingarráði:$line$Guðfinna Guðmundsdóttir, Birkihvammi 15, taki sæti aðalmanns í skipulags- og byggingarráði, í stað Gunnars Axels Gunnarssonar. Tekin fyrir kosning varaformanns ráðsins.

      Varaformaður var kjörinn Sigurbergur Árnason.

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 22.06.11 og 29.06.11. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1105407 – Götuheiti, Víkingastræti staðfesting

      Tekin til umræðu tillaga um að breyta götunafni hluta Strandgötu í Víkingastræti.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir nafnbreytingu fyrir sitt leiti en felur skipulags- og byggingarsviði að ganga formlega frá erindinu.

    • 1106061 – Framkvæmdaleyfi, reglugerð, umsagnarbeiðni

      Tekið fyrir að nýju erindi Írisar Bjargmundsdóttur f.h. umhverfisráðherra dags. 03.06.11 þar sem vísað er til umsagnar drögum að reglugerð um framkvæmdaleyfi. Umsagnarfrestur er til 15.08.11. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að umsögn.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn sviðsstjóra og gerir að sinni með áorðnum breytingum.

    • 1102768 – Byggingarreglugerð, drög til umsagnar

      Tekið fyrir að nýju erindi frá umhverfisráðuneytinu dags. 30.05.11 þar sem óskað er umsagnar um drög að nýrri byggingarreglugerð. Umsagnarfrestur er til 15. ágúst n.k. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að umsögn.

      Frestað.

    • 0801363 – Reykjavíkurvegur, athafnasvæði, rammaskipulag

      Tekið fyrir að nýju rammaskipulag fyrir athafnasvæði við Reykjavíkurveg. Fulltrúar Plúsarkitekta mættu á fundinn og kynntu nýjar tillögur.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar fyrir kynninguna. Skipulags- og byggingarráð óskar eftir að fá lokauppdrátt ásamt greinargerð fyrir næsta fund.

    • 0709199 – Flatahraun 13, deiliskipulag

      Tekið fyrir að nýju erindi frá Pétri Guðmundssyni stjórnarformanns Eyktar ehf dags. 18.05.11, þar sem óskað er eftir að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina. Áður lögð fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu ásamt uppdrætti. Áður greint frá viðræðum við umsækjendur og þeir kynntu mál sitt á síðasta fundi. Lagður fram nýr skipulagsuppdráttur Plúsarkitekta dags. 27.06.11.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að senda deiliskipulagsbreytinguna í auglýsingu í samræmi við 43. gr. laga nr. 123/2010.

    • 1004254 – Flatahraun 7, lóðarstækkun og lóðarfrágangur

      BJB Pústþjónusta Flatahrauni 7 sækir um stækkun og skipulagsbreytingu á lóðinni í samræmi við teikningar Sigurðar Þorvarðarsonar dags. apríl 2011. Nýtt erindi barst 3. júlí sl. og umsögn Plús Arkitekta 4. júlí sl.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn Plús arkitekta frá 4. júlí sl. Skipulags- og byggingarráð heimilar lóðarhafa að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við umsögnina.

    • SB040347 – Umhverfisnefnd/staðardagskrá 21

      Lögð fram fundargerð umhverfisnefndar/Staðardagskrár 21 frá 23. júní sl. og yfirliti yfir störf nefndarinnar á sl. ári.

      Samantekt lögð fram.

    • SB050293 – Starfshópur um fegrunarviðurkenningar

      Teknar til umfjöllunar fegrunarviðurkenningar í Hafnarfirði.

      SBH samþykkir að skipa ekki í árlegan starfshóp um fegrunarviðurkenningar að svo stöddu, enda eru trjá- og garðrækt gerð góð skil á heimasíðu Hafnarfjarðar þar sem tré mánaðararins er kynnt sérstaklega. Þeim sem starfað hafa í vinnuhóp um fegrunarviðurkenningar undanfarin ár er sérstaklega þakkað sitt framlag.

    • 0704123 – Kaldársel, deiliskipulag

      Tekin til umræðu staða skipulags fyrir svæðið. Áður gerð grein fyrir viðræðum við forráðamenn Kaldársels.

      Skipulags- og byggingarráð felur Þráni Haukssyni hjá Landslagi að vinna deiliskipulag í samræmi við framlögð gögn á fundinum og kostnaðaráætlun sem hann lagði fram.

    • 0907153 – Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund deiliskipulag

      Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Mjósundi, Austurgötu, Gunnarssundi og efri lóðamörkum húsa við Hverfisgötu 31-49. Skipulags- og byggingarsvið gerði áður grein fyrir athugun á aðkomu að vitanum bak við lóðina Hverfisgata 41 og fundi með íbúum umhverfis vitann 08.04.2010. Áður lögð fram athugun skipulags- og byggingarsviðs á nýtingarmöguleikum Hverfisgötu 41. Skipulagið var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og er athugasemdatíma lokið. Athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að taka saman athugasemdir og gera drög að svörum við þeim.

    • 1106205 – Hverfisgata 12-setja gamalt hús á lóð

      Óskar Jónsson sækir um með erindi dags. 27. júní 2011 að fá lóðina að Hverfisgötu 12 undir gamalt hús sem byggt er 1894.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að ræða við umsæjanda.

    • 1102768 – Mannvirkjalög nr 160/2010 og byggingarreglugerð

      Tekið fyrir að nýju erindi frá umhverfisráðuneytinu dags. 30.05.11 þar sem óskað er umsagnar um drög að nýrri byggingarreglugerð. Umsagnarfrestur er til 15. ágúst n.k. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að umsögn.

      Skipulags- og byggingarráð gerir umsögn sviðsstjóra að sinni.

Ábendingagátt