Skipulags- og byggingarráð

9. ágúst 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 279

Mætt til fundar

 • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
 • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Sigurbergur Árnason aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

 • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri
 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 06.07.11, 13.07.11, 20.07.11, 27.07.11. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

   Lagt fram.

  • 1107097 – Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, endurskoðun

   Lagt fram erindi Haraldar Sigurðssonar f.h. skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 01.07.11 þar sem vísað er til umsagnar verklýsingu fyrir endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur. Verklýsingin var samþykkt í borgarráði Reykjavíkur 30.06.11.

   Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemd við verklýsinguna.

  • 1107005 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024. Breytingartillögur

   Lagt fram erindi Páls Guðjónssonar f.h. Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 28.06.11 þar sem vísað er til umsagnar tillögu að verkáætlun fyrir endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur. Umsagnarfrestur er til 30. júlí. Verklýsingin var samþykkt á fundi svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins 03.06.11.

   Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemd við verkáætlunina.

  • 1107196 – Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2010-2030

   Lagt fram erindi Finns Birgissonar skipulagsstjóra Mosfellsbæjar dags. 11.07.11 þar sem vísað er til umsagnar tillögu að verkáætlun fyrir endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar. Umsagnarfrestur er til 31. júlí.

   Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemd við verkáætlunina.

  • 1107098 – Landshæðarkerfi Íslands ISH2004, Reglugerð

   Lagt fram erindi umhverfisráðuneytisins dags. 04.07.11 þar sem vísað er til umsagnar fyrstu útgáfu af sameiginlegu hæðarkerfi fyrir Ísland. Umsagnarfrestur er til 15. ágúst. Drög að umsögn lögð fram

   Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn sviðsins og gerir að sinni.

  • 1107116 – Landsskipulagsstefna, Reglugerð

   Lagt fram erindi umhverfisráðuneytisins dags. 04.07.11 þar sem vísað er til umsagnar þeim hluta nýrrar skipulagsreglugerðar sem fjallar um landsskipulagsstefnu. Umsagnarfrestur er til 15. ágúst.

   Skipulags – og byggingarráð gerir engar athugasemdir við drögin.

  • 1102768 – Byggingarreglugerð, drög til umsagnar

   Tekið fyrir að nýju erindi frá umhverfisráðuneytinu dags. 30.05.11 þar sem óskað er umsagnar um drög að nýrri byggingarreglugerð. Umsagnarfrestur er til 15. ágúst n.k. Lögð fram endurskoðuð tillaga að umsögn.

   Skipulags – og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi umsögn.

  • 0708097 – Lækjargata 2, Dvergslóðin, deiliskipulag

   Tekin til umræðu tilhögun vinnu við deiliskipulag Lækjargötu 2 og nágrennis í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 1. júní 2008. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði 22.06.2010 að hefja undirbúning hugmyndasamkeppni í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 01.06.2008. Lögð fram drög að lýsingu fyrir hugmyndasamkeppni.

   Skipulags- og byggingarráð ræddi verkefnið og formanni falið að ræða framhald verkefnisins m.a. við fulltrúa skóla bæjarins með samstarf í huga.

  • 1101167 – Hellubraut 7, byggingamál

   Gunnar Hjaltalín óskaði í bréfi dags. 10. janúar 2010 til skipulags- og byggingarsviðs annars vegar að heimilað yrði að byggja tveggja hæða hús á lóð nr. 5 við Hellubraut skv. skilmálum og innan þeirra lóðamarka sem skipulagið segir til um. Skipulags- og byggingarfulltrúi tók neikvætt í byggingu tveggja hæða húss þar sem það samræmist ekki skipulagi svæðisins. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir frekari gögnum, skýringar hafa borist.$line$Hins vegar að að heimilað verði að rífa niður eða flytja hús á lóð nr. 7 við Hellubraut. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir umsögn Húsafriðunar ríkisins. Neikvæð umsögn hefur borist, dags. 09.03.11. Lögð fram ástandsskýrsla Strendings dags. júlí 2011.

   Lagt fram.

  • 1107149 – Norðurbær aðalskipulagsbreyting

   Tekin til umræðu breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar Norðurbæinn í Hafnarfirði. Jafnframt er unnið að endurskoðun deiliskipulags Norðurbæjarins.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að gera tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar Norðurbæinn og taka saman lýsingu á verkefninu í samræmi við 30. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að gerð verði tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar Norðurbæinn og tekin saman lýsing á verkefninu í samræmi við 30. grein skipulagslaga nr. 123/2010.”

  • 1104346 – Hjallabraut 55, br. á deiliskipulagi

   Tekið fyrir að nýju erindi Hjallastefnunnar sem óskar eftir að breyta deiliskipulagi lóðar við Hjallabraut 55 þannig að þar verði byggingarreitur fyrir kennslustofur. Kynningarfundur var haldinn 06.06.11. Deiliskipulagsuppdráttur dags. 25.05.11 m. s.br. var auglýstur 14.06.11 skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og lauk athugasemdatíma 26.07.11. Engar athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og að afgreiðslu þess verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 0907153 – Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund deiliskipulag

   Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Mjósundi, Austurgötu, Gunnarssundi og efri lóðamörkum húsa við Hverfisgötu 31-49. Skipulags- og byggingarsvið gerði áður grein fyrir athugun á aðkomu að vitanum bak við lóðina Hverfisgata 41 og fundi með íbúum umhverfis vitann 08.04.2010. Áður lögð fram athugun skipulags- og byggingarsviðs á nýtingarmöguleikum Hverfisgötu 41. Skipulagið var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og er athugasemdatíma lokið. Athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum og tillaga að svari við þeim.

   Lagt fram.

  • 1106195 – Skilti við Reykjanesbraut

   Einar Bollason, Haukur Birgisson og Jóhannes Viðar Bjarnason óska eftir með erindi dags. 22. júní 2011 að setja upp skilti skv. meðfylgandi gögnum.

   Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu þar sem það er ekki í samræmi við samþykkt bæjarins um skilti.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð tekur undir það sjónarmið að nauðsyn sé að kynna betur þjónustufyrirtæki í bænum og beinir því til skipulags- og byggingarsviðs að kanna slíkt í samvinnu við umhverfis- og framkvæmdasvið.

  • 1107252 – Kaplakriki, bílastæði

   Birgir Jóhannsson óskar fyrir hönd FH eftir tímabundnu leyfi til að leggja bifreiðum á grasbala utan íþróttasvæðisins, sjá meðfylgjandi gögn. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 27.07.2011, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð vísar til umsagnar lögreglu og synjar erindinu.

  • 1107232 – Krýsuvík, Arnarfell, beitarland

   Lagt fram erindi Hermanns Magnúsar Sigríðarsonar og Kára Magnúsar Ölverssonar dags. 19.07.11 þar sem sótt er um afnot af ónýttu landi við Arnarfell í Krýsuvík til beitar. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 27.07.2011, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu enda er það ekki í samræmi við aðalskipulag Krýsuvíkur.

  • 0912139 – Reykjanesbraut, gatnamót við Straumsvík

   Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags. 11. júlí 2011 þar sem óskað er er eftir umsögn Hafnarfjarðarbæjar um hvort undirgöng undir Reykjanesbraut við Straumsvík skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Umsagnarfrestur var til 26.07.11. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að umsögn.

   Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn sviðsstjóra og gerir að sinni.

Ábendingagátt