Skipulags- og byggingarráð

23. ágúst 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 280

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Bjarki Jóhannesson, sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi, og auk hans Berglind Guðmundsdóttir og Anna Sofía Kristjánsdóttir undir þeim erindum sem þær varðaði.

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Bjarki Jóhannesson, sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi, og auk hans Berglind Guðmundsdóttir og Anna Sofía Kristjánsdóttir undir þeim erindum sem þær varðaði.

  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 10.8 2011 og 17.8.2011. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 11023144 – Endurskoðun lóðaverðs, starfshópur

      Gerð grein fyrir vinnu starfshóps. Eyjólfur Sæmundsson formaður hópsins kom og gerði grein fyrir starfi hópsins.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar Eyjólfi fyrir kynninguna.

    • 1105318 – Reykjanesbraut, tvöföldun og færsla við Straumsvík

      Lögð fram fornleifaskráning Katrínar Gunnarsdóttur fornleifafræðings dags. 2011, sem gerð var til að ákveða vegstæði eftir færslu.

      Frestað milli funda. Óskað eftir kynningu.

    • 1108030 – Óttarstaðaland fornleifaskráning

      Lögð fram fornleifaskráning Byggðasafns Hafnarfjarðar fyrir Óttarsstaðaland og Óttarsstaðakot dags. janúar 2010 vegna aðalskipulagsvinnu.

      Frestað milli funda. Óskað eftir kynningu.

    • 0909068 – Samgönguvika

      Umhverfis- og staðardagskrárfulltúi gerði grein fyrir samgönguviku sem haldinn verður 16-22. september nk.

      Skipulags- og byggignarráð þakkar kynninguna. Óskað eftir dagskrá fyrir Hafnarfjörð fyrir næsta fund.

    • 1107099 – Helgafell, útsýnisskífa

      Jakob Hálfdánarson leggur inn erindi dags. 23.02.11 um að setja upp hringsjá sunnan Helgafells.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í hugmyndina og felur skipulags- og byggingarsviði að kanna útfærslu á undirstöðum fyrir skífuna ásamt kostnaði í samvinnu við umhverfis- og framkvæmdasvið.

    • 0907153 – Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund deiliskipulag

      Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Mjósundi, Austurgötu, Gunnarssundi og efri lóðamörkum húsa við Hverfisgötu 31-49. Skipulags- og byggingarsvið gerði áður grein fyrir athugun á aðkomu að vitanum bak við lóðina Hverfisgata 41 og fundi með íbúum umhverfis vitann 08.04.2010. Áður lögð fram athugun skipulags- og byggingarsviðs á nýtingarmöguleikum Hverfisgötu 41. Skipulagið var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og er athugasemdatíma lokið. Athugasemdir bárust. Lögð fram á fundi 9.8.2011 samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum og tillaga að svari við þeim

      Skipulags- og byggignarráð gerir svör skipulags- og byggingarsviðs að sínum, samþykkir skipulagið og að meðferð verði lokið í samræmi við 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að deiliskipulagi fyrir Hverfisgötu-Mjósund-Austurgötu-gunnarssund og að meðferð verði lokið í samræmi við 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.”

    • 1012098 – Strandgata 55,fyrirspurn

      Fjörukráin leggur 09.12.10 inn breytta fyrirspurn um að byggja torfhús fyrir aftan Fjörukrána sjá meðfylgjandi blað. Ný tillaga ásamt gögnum og bréfi til skipulagsráðs bárust 09.08.2011. Skipulags- og byggingarráð afgreiddi fyrri fyrirspurn 01.02.2011. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 17.08.2011, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggignarráð bendir á að umsókn um lóðastækkun skal berast bæjarráði. Lóðastækkun er forsenda þess að farið væri í frekari framkvæmdir á þessu svæði. Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið sem gefur tilefni til að skoða deiliskipulag á reitnum. Afgreiðslu frestað þar til niðurstaða um mögulega lóðastækkun liggur fyrir.

    • 1108074 – Glitvangur 27, breyting á bílskúr

      Gunnar Kristjánsson sækir 10.08.2011 um leyfi fyrir breytingu á núverandi bílskúr í íveruherbergi sem skipt er upp í svefnherbergi, baðherbergi, stofu og geymslu. Samkvæmt teikningum Gústafs ólafssonar dagsettar 14.07.2011. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 17.08.2011, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Lagðir fram minnispunktar skipulags- og byggingarsviðs.

      Skipulags- og byggingarráð bendir á að erindið samræmist ekki skilmálum deiliskipulags, sem er í vinnslu.

    • 1104089 – Aðalskipulag gatnamót við Straumsvík

      Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar gatnamót við innkeyrsluna af Reykjanesbraut inn á lóð álversins. Lagt er til að gerð verði undirgöng fyrir vinstri beygjur.$line$Tillagan var auglýst frá 8.7. til 19.8.2011. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillöguna og að afgreiðslu verði lokið samkvæmt 32. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar gatnamót við innkeyrsluna af Reykjanesbraut inn á lóð álversins dags. 08.04.2011 og að afgreiðslu verði lokið samkvæmt 32. grein skipulagslaga nr. 123/2010.”

Ábendingagátt