Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6
Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 24.08.11 og 31.08.11. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.
Lagt fram.
Tekin fyrir að nýju fornleifaskráning Byggðasafns Hafnarfjarðar fyrir Óttarsstaðaland og Óttarsstaðakot dags. janúar 2010 vegna aðalskipulagsvinnu. Lagt fram á síðasta fundi og óskað eftir kynningu. Katrín Gunnarsdóttir fornleifafræðingur mætti á fundinn.
Skipulags- og byggingarráð þakkar fyrir kynninguna.
Tekin fyrir að nýju fornleifaskráning Katrínar Gunnarsdóttur fornleifafræðings dags. 2011, sem gerð var til að ákveða vegstæði eftir færslu. Lagt fram á síðasta fundi og óskað eftir kynningu. Katrín Gunnarsdóttir fornleifafræðingu mætti á fundinn. Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins eftir fund með Vegagerðinni og Fornleifavernd ríkisins.
Lagður fram árshlutareikningur fyrir bæjarsjóð og stofnanir hans (A og B hluta) fyrir tímabilið janúar -júní 2011. Hanna Lára Gylfadóttir mætti á fundinn og fór yfir reikninginn. $line$
Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar gatnamót við innkeyrsluna af Reykjanesbraut inn á lóð álversins. Lagt er til að gerð verði undirgöng fyrir vinstri beygjur.$line$Tillagan var auglýst frá 8.7. til 19.8.2011. Engar athugasemdir bárust. Tillagan var samþykkt í Skipulags- og byggingarráði 23.08.11 og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Að kröfu Skipulagsstofnunar 29.08.2011 var jafnframt lögð fram til samþykktar bæjarstjórnar greinargerð sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs um umhverfissjónarmið og athugasemdir á auglýsingatíma og var hún samþykkt samhliða skipulagstillögunni.$line$
Regin Grímsson óskar með bréfi dags 18.08.2011 eftir að fá að breyta Skógarás 2 í tveggja íbúða hús.Efri og neðri hæð með tveimur fastanúmerum. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 24.08.2011, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að gera grófa úttekt á því hvaða áhrif það gæti haft á heildar íbúafjölda í Áslandi 3 væri farið út í það að þétta byggð með umbeðnum hætti og skoða jafnframt hvaða áhrif það hefði á aðra þjónustuþætti miðað við núverandi ástand.
Jón Óskar Agnarsson leggur inn 30.08.2011 fyrirspurn, óskar eftir að fá að breyta einbýli í tvíbýli á lóðinni. Sjá meðfylgjandi gögn. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 24.08.2011, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að gera grófa úttekt á því hvaða áhrif það gæti haft á heildar íbúafjölda í þessum hluta annars áfanga Valla væri farið út í það að þétta byggð með umbeðnum hætti og skoða jafnframt hvaða áhrif það hefði á aðra þjónustuþætti miðað við núverandi ástand.
Lagt fram bréf frá Guðlaugi Adolfssyni f.h. Valhúsa námsmannaíbúða ehf dags. 19.05.11 þar sem spurst er fyrir um breytingu á deiliskipulagi úr námsmannaíbúðum í litlar ódýrar íbúðir á almennum markaði. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 24.08.2011, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Skipulags- og byggingarráð áréttar bókun sína frá 24. maí 2011 og felur skipulags- og byggingarsviði að ræða við umsækjanda í samræmi við umræður á fundinum.
Tekið til umfjöllunar skipulag lóðanna Óseyrarbrautar 29 – 31. Tillaga Alark að breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar dags. 090611 hlaut samþykki hafnarstjórnar 16.06.11, var auglýst 18.07.11 skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og er athugasemdatíma lokið. Engar athugasemdir bárust. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 24.08.2011, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að afgreiðslu verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Tekið fyrir að nýju erindi frá Pétri Guðmundssyni stjórnarformanns Eyktar ehf dags. 18.05.11, þar sem óskað er eftir að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina. Áður lögð fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu ásamt uppdrætti. Áður greint frá viðræðum við umsækjendur og þeir kynntu mál sitt á síðasta fundi. Nýr skipulagsuppdráttur Plúsarkitekta dags. 27.06.11 var auglýstur 22.07.11 skv. 43. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, engar athugasemdir bárust.
Lagt fram erindi HS. Veitna dags. 27.6.2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hvamma, lóð fyrir dreifistöð við Hvammabraut. Bæjarráð tók jákvætt í veitingu lóðarinnar og vísaði málinu til úrvinnslu á skipulags- og byggingarsviði.
Skipulags- og byggingarráð fer fram á breytingar á tillögunni í samræmi við umræður á fundinum.
Gunnar Hjaltalín óskaði í bréfi dags. 10. janúar 2010 til skipulags- og byggingarsviðs annars vegar að heimilað yrði að byggja tveggja hæða hús á lóð nr. 5 við Hellubraut skv. skilmálum og innan þeirra lóðamarka sem skipulagið segir til um. Skipulags- og byggingarfulltrúi tók neikvætt í byggingu tveggja hæða húss þar sem það samræmist ekki skipulagi svæðisins. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir frekari gögnum, skýringar hafa borist.$line$Hins vegar að að heimilað verði að rífa niður eða flytja hús á lóð nr. 7 við Hellubraut. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir umsögn Húsafriðunar ríkisins. Neikvæð umsögn hefur borist, dags. 09.03.11. Áður lögð fram ástandsskýrsla Strendings dags. júlí 2011.
Skipulags- og byggingarráð ítrekar bókun frá fundi 10. maí 2011 um byggingaráform og óskar eftir að húseigandi láti vinna nánari úttekt á innviðum og burðarvirki hússins þar sem skýrsla Strendings tekur ekki á þeim þáttum.
Tekin til umræðu tilhögun vinnu við deiliskipulag Lækjargötu 2 og nágrennis í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 1. júní 2008. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði 22.06.2010 að hefja undirbúning hugmyndasamkeppni í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 01.06.2008. Áður lögð fram drög að lýsingu fyrir hugmyndasamkeppni.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að opna samkeppnina 1. október nk. og að hún standi út mars 2012. Skipulags- og byggingarsviði er falið að kynna verkefnið ásamt formanni ráðsins.
Teknar til umræðu breytingar á erindisbréfi Skipulags- og byggingarráðs m.t.t. breyttra laga og breytinga á stjórnsýslu Hafnarfjarðar.
Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að ræða við sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs.