Skipulags- og byggingarráð

6. september 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 281

Mætt til fundar

 • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
 • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Sigurbergur Árnason aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Þóroddur Steinn Skaptason varamaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 24.08.11 og 31.08.11. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

   Lagt fram.

  • 1108030 – Óttarstaðaland fornleifaskráning

   Tekin fyrir að nýju fornleifaskráning Byggðasafns Hafnarfjarðar fyrir Óttarsstaðaland og Óttarsstaðakot dags. janúar 2010 vegna aðalskipulagsvinnu. Lagt fram á síðasta fundi og óskað eftir kynningu. Katrín Gunnarsdóttir fornleifafræðingur mætti á fundinn.

   Skipulags- og byggingarráð þakkar fyrir kynninguna.

  • 1105318 – Reykjanesbraut, tvöföldun og færsla við Straumsvík

   Tekin fyrir að nýju fornleifaskráning Katrínar Gunnarsdóttur fornleifafræðings dags. 2011, sem gerð var til að ákveða vegstæði eftir færslu. Lagt fram á síðasta fundi og óskað eftir kynningu. Katrín Gunnarsdóttir fornleifafræðingu mætti á fundinn. Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins eftir fund með Vegagerðinni og Fornleifavernd ríkisins.

   Skipulags- og byggingarráð þakkar fyrir kynninguna.

  • 1103239 – Árshlutauppgjör 2011

   Lagður fram árshlutareikningur fyrir bæjarsjóð og stofnanir hans (A og B hluta) fyrir tímabilið janúar -júní 2011. Hanna Lára Gylfadóttir mætti á fundinn og fór yfir reikninginn. $line$

   Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.

  • 1104089 – Aðalskipulag gatnamót við Straumsvík

   Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar gatnamót við innkeyrsluna af Reykjanesbraut inn á lóð álversins. Lagt er til að gerð verði undirgöng fyrir vinstri beygjur.$line$Tillagan var auglýst frá 8.7. til 19.8.2011. Engar athugasemdir bárust. Tillagan var samþykkt í Skipulags- og byggingarráði 23.08.11 og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Að kröfu Skipulagsstofnunar 29.08.2011 var jafnframt lögð fram til samþykktar bæjarstjórnar greinargerð sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs um umhverfissjónarmið og athugasemdir á auglýsingatíma og var hún samþykkt samhliða skipulagstillögunni.$line$

   Lagt fram.

  • 1108205 – Skógarás 2, tvær íbúðir

   Regin Grímsson óskar með bréfi dags 18.08.2011 eftir að fá að breyta Skógarás 2 í tveggja íbúða hús.Efri og neðri hæð með tveimur fastanúmerum. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 24.08.2011, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að gera grófa úttekt á því hvaða áhrif það gæti haft á heildar íbúafjölda í Áslandi 3 væri farið út í það að þétta byggð með umbeðnum hætti og skoða jafnframt hvaða áhrif það hefði á aðra þjónustuþætti miðað við núverandi ástand.

  • 1108310 – Fífuvellir 4, breyting á einbýli í tvíbýli

   Jón Óskar Agnarsson leggur inn 30.08.2011 fyrirspurn, óskar eftir að fá að breyta einbýli í tvíbýli á lóðinni. Sjá meðfylgjandi gögn. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 24.08.2011, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að gera grófa úttekt á því hvaða áhrif það gæti haft á heildar íbúafjölda í þessum hluta annars áfanga Valla væri farið út í það að þétta byggð með umbeðnum hætti og skoða jafnframt hvaða áhrif það hefði á aðra þjónustuþætti miðað við núverandi ástand.

  • 1105399 – Bjarkavellir 1a, 1b og 1c deiliskipulagsbreyting.

   Lagt fram bréf frá Guðlaugi Adolfssyni f.h. Valhúsa námsmannaíbúða ehf dags. 19.05.11 þar sem spurst er fyrir um breytingu á deiliskipulagi úr námsmannaíbúðum í litlar ódýrar íbúðir á almennum markaði. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 24.08.2011, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð áréttar bókun sína frá 24. maí 2011 og felur skipulags- og byggingarsviði að ræða við umsækjanda í samræmi við umræður á fundinum.

  • 1012039 – Óseyrarbraut 29 - 31, skipulag

   Tekið til umfjöllunar skipulag lóðanna Óseyrarbrautar 29 – 31. Tillaga Alark að breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar dags. 090611 hlaut samþykki hafnarstjórnar 16.06.11, var auglýst 18.07.11 skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og er athugasemdatíma lokið. Engar athugasemdir bárust. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 24.08.2011, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að afgreiðslu verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 0709199 – Flatahraun 13, deiliskipulag

   Tekið fyrir að nýju erindi frá Pétri Guðmundssyni stjórnarformanns Eyktar ehf dags. 18.05.11, þar sem óskað er eftir að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina. Áður lögð fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu ásamt uppdrætti. Áður greint frá viðræðum við umsækjendur og þeir kynntu mál sitt á síðasta fundi. Nýr skipulagsuppdráttur Plúsarkitekta dags. 27.06.11 var auglýstur 22.07.11 skv. 43. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, engar athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að afgreiðslu verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1106239 – Hvammabraut 2, lóð fyrir dreifistöð

   Lagt fram erindi HS. Veitna dags. 27.6.2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hvamma, lóð fyrir dreifistöð við Hvammabraut. Bæjarráð tók jákvætt í veitingu lóðarinnar og vísaði málinu til úrvinnslu á skipulags- og byggingarsviði.

   Skipulags- og byggingarráð fer fram á breytingar á tillögunni í samræmi við umræður á fundinum.

  • 1101167 – Hellubraut 7, byggingamál

   Gunnar Hjaltalín óskaði í bréfi dags. 10. janúar 2010 til skipulags- og byggingarsviðs annars vegar að heimilað yrði að byggja tveggja hæða hús á lóð nr. 5 við Hellubraut skv. skilmálum og innan þeirra lóðamarka sem skipulagið segir til um. Skipulags- og byggingarfulltrúi tók neikvætt í byggingu tveggja hæða húss þar sem það samræmist ekki skipulagi svæðisins. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir frekari gögnum, skýringar hafa borist.$line$Hins vegar að að heimilað verði að rífa niður eða flytja hús á lóð nr. 7 við Hellubraut. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir umsögn Húsafriðunar ríkisins. Neikvæð umsögn hefur borist, dags. 09.03.11. Áður lögð fram ástandsskýrsla Strendings dags. júlí 2011.

   Skipulags- og byggingarráð ítrekar bókun frá fundi 10. maí 2011 um byggingaráform og óskar eftir að húseigandi láti vinna nánari úttekt á innviðum og burðarvirki hússins þar sem skýrsla Strendings tekur ekki á þeim þáttum.

  • 0708097 – Lækjargata 2, Dvergslóðin, deiliskipulag

   Tekin til umræðu tilhögun vinnu við deiliskipulag Lækjargötu 2 og nágrennis í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 1. júní 2008. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði 22.06.2010 að hefja undirbúning hugmyndasamkeppni í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 01.06.2008. Áður lögð fram drög að lýsingu fyrir hugmyndasamkeppni.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að opna samkeppnina 1. október nk. og að hún standi út mars 2012. Skipulags- og byggingarsviði er falið að kynna verkefnið ásamt formanni ráðsins.

  • 1108348 – Skipulags- og byggingarsvið - erindisbréf

   Teknar til umræðu breytingar á erindisbréfi Skipulags- og byggingarráðs m.t.t. breyttra laga og breytinga á stjórnsýslu Hafnarfjarðar.

   Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að ræða við sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs.

Ábendingagátt