Skipulags- og byggingarráð

20. september 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 282

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri Skipulags- og byggingarsviðs
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 07.09.11 og 14.09.11. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 0912139 – Reykjanesbraut, gatnamót við Straumsvík

      Tekin fyrir tillaga Arkis að deiliskipulagi gatnamótanna dags. 04.04.2011. Tillagan var auglýst samkvæmt 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt aðalskipulagsbreytingu og umhverfisskýrslu dags. 30.06.2011 skv. 7. grein laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Athugasemdafresti er lokið, engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og að málsmeðferð verði lokið skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á deiliskipulagi lóðar álversins í Straumsvík hvað varðar gatnamót Reykjanesbrautar við Víkurgötu dags. 04.04.2011 og að málsmeðferð verði lokið skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.”

    • 1106239 – Hvammabraut 2, lóð fyrir dreifistöð

      Tekið fyrir að nýju erindi HS. Veitna dags. 27.6.2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hvamma, lóð fyrir dreifistöð við Hvammabraut. Bæjarráð tók jákvætt í veitingu lóðarinnar og vísaði málinu til úrvinnslu á skipulags- og byggingarsviði. Lagður fram endurskoðaður deiliskipulagsuppdráttur.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1109121 – Selvogsgata 16,Viðbygging.Fyrirspurn

      Þórður Guðbjörnsson og Margrét Þórarinsdóttir leggja þann 09.09.2011 inn fyrirspurn um að stækka húsið skv. meðfylgjandi uppdrætti. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 14.09.2011, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina en bendir á meðfylgjandi minnispunkta.

    • 0708068 – Fornubúðir 1A (Óseyrarbraut 1b)

      Farið yfir stöðu mála lóðarinnar Fornubúða 1A / Óseyrarbrautar 1B. Hafnarstjórn lagði til við skipulags- og byggingaráð á fundi 22.12.10 að lóðinni Óseyrarbraut 1b verði skipt upp og sameinuð lóðunum Óseyrarbraut 1 og Hvaleyrarbraut 2 í samræmi við tillögu 2, sjá tillögur í málinu. Skipulags- og byggingarráð heimilaði 18. janúar 2011 að erindið yrði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010. Grenndarkynningu er lokið, athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að taka saman drög að svörum við athugasemdum og leggja fram á næsta fundi.

    • 1004009 – Skógarás 6, fyrirspurn

      Lagt fram bréf Einars Gauts Steingrímssonar hrl.og Gunnhildar Pétursdóttur hdl. dags. 14.09.11 þar sem þess er farið á leit að umrætt hús fái að standa og deiliskipulag 3. áfanga Áslands verði fellt að því. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 14.09.2011, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð hafnar erindinu og felur skipulags- og byggingarsviði að svara því.

    • 1105399 – Bjarkavellir 1a, 1b og 1c deiliskipulagsbreyting.

      Tekið fyrir að nýju bréf frá Guðlaugi Adolfssyni f.h. Valhúsa námsmannaíbúða ehf dags. 19.05.11 þar sem spurst er fyrir um breytingu á deiliskipulagi úr námsmannaíbúðum í litlar ódýrar íbúðir á almennum markaði. Skipulags- og byggingarsvið greinir frá viðtali við umsækjanda 14.09.11.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í framlagðar hugmyndir umsækjanda.

    • 1009150 – Straumsvík, Gasfélagið, nýtt deiliskipulag

      Lögð fram öryggisúttekt Mannvits ehf.

      Skipulags- og byggingarráð vísar skýrslunni til umsagnar SHS, Mannvirkjastofnunar og Vinnueftirlits ríksins, enn fremur ítrekar ráðið ósk um að gerð verði grein fyrir áhrifum á umhverfi.

    • 1109086 – Kapelluhraun, endurvinnsla á álgjalli

      Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. þar sem vísað er til umsagnar tilkynningu um matsskyldu vinnslu á álgjalli á lóð í 2. áfanga Kapelluhrauns skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda nr. 106/2000. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að svari.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn sviðsstjóra og bendir jafnframt á að lóðin Álhella 15 er í einkaeign.

    • 1109127 – Sléttuhlíð, svæði fyrir býflugur

      Borist hefur tölvupóstur frá Helga Laxdal og Katrínu Árnadóttur dags. 09.09.09 þar sem þau óska eftir að fá spildu til afnota til að koma fyrir býflugnabúi. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 14.09.2011, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að veita leyfi til eins árs til reynslu.

    • 1109050 – Vernd og orkunýting landsvæða, tillaga

      Lagt fram bréf iðnaðarráðuneytisins dags. 19.08.11, þar sem vísað er til umsagnar þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landssvæða´. Umsagnarfrestur er til 11.11.11.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags og byggingarsviði að taka saman umsögn.

    • 1109091 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins heildarendurskoðun.

      Lagðar fram til kynningar niðurstöður starfshóps SSH skipuðum skipulagsfulltrúum sveitarfélaganna um aðferðafræði.

      Lagt fram.

    • 1108348 – Skipulags- og byggingarsvið - erindisbréf

      Teknar til umræðu að nýju breytingar á erindisbréfi Skipulags- og byggingarráðs m.t.t. breyttra laga og breytinga á stjórnsýslu Hafnarfjarðar.

      Skipulags- og byggingarráð ákveður að halda sameiginlegan fund með umhverfis- og framkvæmdaráði að hálfum mánuði liðnum. Sviðsstjóra falið að undirbúa þann fund og óska eftir kynningu á skýrslu Capacent, sem kynnt var á fundi umhverfis- og framkvæmdasviðs.

Ábendingagátt