Skipulags- og byggingarráð

13. desember 2011 kl. 08:15

í fundarherbergi framkvæmdasviðs, Norðurhellu 2

Fundur 289

Mætt til fundar

 • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
 • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Sigurbergur Árnason aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 30.11.11 og 07.12.11. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

   Lagt fram.

  • 1109258 – Undirhlíðar, sandspyrna

   Tekið fyrir bréf Magnúsar Finnbjörnssonar f.h. Kvartmíluklúbbsins dags. 19.11.11 með beiðni um afnot af Undirhlíðanámu til keppnishalds í sandspyrnu. Lögð fram umsögn Vatnsveitustjóra dags. 30.11.11. Vatnsveitustjóri mætir á fundinn.

   Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn vatnsveitustjóra þar sem fram kemur að aðeins séu 5 m niður á grunnvatn í nyrsta hluta námunnar og því ekki hægt að samþykkja erindið. Sviðsstjóra falið að ræða við umsækjendur um aðrar mögulegar staðsetningar fyrir starfsemina.

  • 1111113 – Skipalón 10, aflétting kvaðar

   Lagt fram bréf FM-húsa ehf dags. 03.11.11 þar sem óskað er eftir að Skipulags- og byggingarráð aflétti þeirri kvöð af húsinu Skipalón 10 að íbúar skuli vera 50 ára og eldri. Lögð fram umsögn Fræðslusviðs og Framkvæmdasviðs.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir, á grundvelli umsagnar bæði fræðslustjóra Hafnarfjarðar og forstöðumanns Fasteignafélags Hafnarfjarðar, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir vegna mögulegra áhrifa á nærliggjandi grunnskóla, að aflétta kvöð á Skipalóni 10. $line$Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að undirbúa breytingar á deiliskipulagi, sem verði auglýst í samræmi við 41. gr. laga nr. 123/2010.

  • 0801363 – Reykjavíkurvegur, athafnasvæði, rammaskipulag

   Teknar fyrir að nýju tillögur Plúsarkitekta að rammaskipulag fyrir athafnasvæði við Reykjavíkurveg.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir rammaskipulagið sem grundvöll fyrir deiliskipulagsvinnu fyrir einstaka reiti svæðisins. Haldinn verður sérstakur kynningarfundur til að kynna rammaskipulagið.

  • 0712080 – Miðbær - Hraun, deiliskipulag

   Tekið fyrir að nýju bréf Skipulagsstofnunar dags. 16.11.11.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingarnar sem ekki teljast það verulegar að auglýsa þurfi skipulagið aftur.$line$Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: $line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulag fyrir Miðbæ Hraun desember 2011, með þeim breytingum sem gerðar hafa verið í samræmi við leiðbeiningar Skipulagsstofnunar, samkvæmt 25. gr. laga nr. 73/1997. Breytingar teljast það óverulegar að ekki þurfi að auglýsa skipulagið aftur.”

  • 1109222 – Reykjavíkurvegur 45 deiliskipulagsbreyting

   Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags lóðarinnar ódags. í samræmi við samþykkta lóðarstækkun.

   Frestað.

  • 0907153 – Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund deiliskipulag

   Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála með beiðni um gögn varðandi kæru Landslaga f.h. íbúa Austurgötu 27b á deiliskipulaginu ásamt stjórnsýslukæru.

   Lagt fram.

  • 1111391 – Klukkuvellir 20-26, breyting á deiliskipulagi

   Tekið fyrir erindi Brynju, húsfélags Öryrkjabandalagsins dags. 28.11.11, þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar, þannig að leyft verði að byggja 5 húseiningar á einni hæð samkvæmt meðfylgjandi teikningu Teiknistofunnar Kollgátu.

   Skipulags- og byggingarráð telur erindið í samræmi við aðliggjandi hús en bendir á að umsækjandi sé ekki enn lóðarhafi og því ekki unnt að taka afstöðu til erindisins.

  • 1105399 – Bjarkavellir 1a, 1b og 1c deiliskipulagsbreyting.

   Tekin fyrir að nýju tillaga frá Guðlaugi Adolfssyni f.h. Valhúsa námsmannaíbúða ehf dags. 19.05.11 um breytingu á deiliskipulagi úr námsmannaíbúðum í litlar ódýrar íbúðir á almennum markaði skv. skipulagsuppdrætti Teiknistofunnar Strandgötu 11 dags. 3. okt. 2011. Tillagan var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að taka saman svör við athugasemdum, sem bárust, í samræmi við umræður á fundinum.

  • 1112080 – Bjarkavellir 3, breyting á deiliskipulagi

   Tekin til umræðu beiðni fræðsluráðs Hafnarfjarðar um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar, þannig að í stað þess að byggður verði grunn- og leikskóli við Bjarkavelli 3 verði verði byggður 4ra deilda leikskóli.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að skoða málið milli funda.

  • SB060858 – Vellir 7. áfangi, deiliskipulagsvinna.

   Lagðar fram að nýju tillögur Arkitektur.is að breytingum á fjölbýlishúshluta deiliskipulagsins frá maí 2010 ásamt samantekt sviðsstjóra á málinu og fundum um það.

   Lagt fram.

  • 1108205 – Skógarás 2, tvær íbúðir

   Teknar fyrir að nýju niðurstöður úr hverfiskönnun þar sem meðal annars var kannaður hugur íbúa í Áslandi 3 til fjölgunar skráðra íbúða og fleiri þátta er varða skipulag og framkvæmdir í hverfinu.

   Skipulags- og byggingarráð telur ekki nægjanleg almenn rök fyrir því að fara í deiliskipulagsbreytingu. Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu með vísan til íbúakönnunar sem fram fór símleiðis í nóvember sl. Þar kom fram að meirihluti íbúa í einbýlishúsum er andvígur umræddri breytingu.

  • 1112084 – Skipulags- og byggingarsvið, gjaldskrár 2012

   Lögð fram tillaga að gjaldskrá Skipulags- og byggingarsviðs 2012.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu skipulags- og byggingarsviðis.

  • 1012217 – Reykjanesbraut tvöföldun frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi

   Lagt fram bréf Jónasar Snæbjörnssonar f.h. Vegagerðarinnar dags. 29.11.11 þar sem skýrt er frá tímasetningu verksins og áætluðum kostnaði við hljóðmanir.

   Lagt fram.

  • 1112020 – Frumvarp til laga um menningarminjar

   Lagður fram tölvupóstur frá Guðjóni Bragasyni lögmanni Sambands sveitarfélaga dags. 28.11.11 þar sem kynnt er endurflutt frumvarp menntamálaráðherra um menningarminjar. Frumvarpið hefur ekki verið sent til umsagnar, en búast má við stuttum umsagnartíma.

   Skipulag- og byggingarráð felur sviðsstjóra að undirbúa umsögn.

  • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

   Tekin til umræðu heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Fyrir liggur samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um að hefja vinnuna. Endurskoða skal uppdrætti og greinargerðir gildandi aðalskipulags og hafa niðurstöður úr rammaskipulögum Hamraness, Áslands og upplands Hafnarfjarðar til viðmiðunar. Áður lögð fram greinargerð með tillögunni af hálfu formanns. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að verkefnislýsingu.

   Lagt fram.$line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir að fela sérstökum stýrihóp að hafa umsjón með endurskoðun aðalskipulags. Í hópnum sitji fulltrúar frá öllum framboðum, einn frá hverju og mun sviðsstjóri starfa með hópnum. Sviðsstjóra falið að setja saman erindisbréf fyrir hópinn fyrir næsta fund og verði þá jafnframt tilnefndir fulltrúar í stýrihópinn.

Ábendingagátt