Skipulags- og byggingarráð

24. janúar 2012 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 291

Mætt til fundar

 • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
 • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Sigurbergur Árnason aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Þóroddur Steinn Skaptason varamaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 11.01.12 og 18.01.11. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

   Lagt fram.

  • 1201360 – Hellubraut 7, fyrirspurn

   Gunnar Hjaltalín leggur 17.01.2012 fyrirspurn , óskar eftir niðurrifi og uppbyggingu á lóð. sjá meðfylgjandi gögn. Lögð er fram ný ástandsskoðun hússins sem hafa verið send húsafriðunarnefnd í samræmi við lög um húsafriðun.

   Sigurbergur Árnason vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa erindis.$line$$line$$line$Skipulags- og byggingarráð frestar afgreiðslu fyrirspurnar og felur skipulags- og byggingarsviði að ræða við fyrirspyrjanda.

  • 1201375 – Flatahraun 7.breyting á deiliskipulagi

   BJB pústþjónusta ehf sækir þann 18.01.2012 um leyfi til að gera breytingu á deiliskipulagi samkvæmt uppdrætti Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 10. janúar 2012.

   Sigurbergur Árnason tók sæti að nýju á fundinum.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð frestar afgreiðslu málsins og felur skipulags- og byggingarsviði að ræða við umsækjanda.

  • 1201308 – Strandgata 55, deiliskipulagsbreyting

   Fjörukráin ehf leggur inn 13.01.2012 deiliskipulagsbreytingu, sótt er um breytingu á deiliskipulagi sem innber nýja lóð eða stækkaða og byggingarreit innan hennar. Einnig er um breytingu á götuheiti húsanna á götunni í Víkingastræti 1-3-5 samkvæmt teikningum Úti-inni arkitekta dagsettar 01.12.2011.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa skipulagið í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar nýr uppdráttur hefur borist. Haldinn verður kynningarfundur á auglýsingatíma.

  • 1007025 – Norðurbærinn uppfærsla deiliskipulags

   Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að endurgerð deiliskipulags fyrir Norðurbæ Hafnarfjarðar, sem samþykkt var í fjárhagsáætlun 2009 og 2010 og unnin er á skipulags- og byggingarsviði. Áður lögð fram fornleifaskráning, sem send hefur verið til umsagnar fornleifaverndar ríkisins. Forstigskynningarfundur var haldinn 31.03.11.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að skipulagið verði auglýst í samræmi við 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Haldinn verði kynningarfundur á auglýsingatíma, þar sem fornleifaskráning svæðisins verði jafnframt kynnt.

  • 0711020 – Uppland Hafnarfjarðar, rammaskipulag.

   Tekin fyrir að nýju tillaga Landslags ehf að rammaskipulagi fyrir uppland Hafnarfjarðar dags. 14.02.2008. Áður lögð fram tillaga að forsögn og minnispunktar skipulags- og byggingarsviðs frá fundi með hagsmunahópum 11. og 20. nóvember 2008. Drög að rammaskipulagi voru kynnt á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 24. mars s.l. Skipulags- og byggingarráð vísaði erindinu 29.06.2009 til kynningar í Umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21, Framkvæmdaráði, Fjölskylduráði og Bæjarstjórn.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir rammaskipulag upplandsins sem stefnumörkun fyrir landnýtingu og skipulagsgerð á svæðinu. Felur jafnframt skipulags og byggingarsviði að vinna aðgerðaáætlun varðandi helstu framkvæmdir á vegum bæjarins og taka saman yfirlit yfir þær skipulagsbreytingar sem þarf að fara í í kjölfarið.

  • 0702005 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar, raflínur og tengivirki.

   Sviðsstjóri gerir grein fyrir viðræðum við forsvarsmenn Landsnets 16.01.12.

   Lagt fram.

  • 1201057 – Byggingarstig, matsstig og skráning húsnæðis.

   Tekin til umræðu byggingarstig húsnæðis, matsstig og skráning þess, ásamt aðgerðum til leiðréttingar. Kynnt verður aðgerðaáætlun skipulags- og byggingarsviðs og listar sendir Þjóðskrá Íslands. Lögð fram greinargerð sviðsstjóra dags. 23.01.12.

   Lagt fram.

Ábendingagátt