Skipulags- og byggingarráð

7. febrúar 2012 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 292

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Þóroddur Steinn Skaptason varamaður

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi, einnig Málfríður Kristjánsdóttir, Anna Sofía Kristjánsdóttir, Berglind Guðmundsdóttir, Sigurður Steinar Jónsson, Helga Stefánsdóttir og Dagur Jónsson vatnsveitustjóri undir þeim málum sem þau varða

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi, einnig Málfríður Kristjánsdóttir, Anna Sofía Kristjánsdóttir, Berglind Guðmundsdóttir, Sigurður Steinar Jónsson, Helga Stefánsdóttir og Dagur Jónsson vatnsveitustjóri undir þeim málum sem þau varða

  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 25.01.12 og 01.02.11. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1201561 – Vallarbarð 12,fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi

      Þorsteinn Svavarsson leggur 27.01.12 inn fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi vegna Vallarbarðs 12.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina en bendir á að sækja þarf um breytingu á deiliskipulagi, sem þá yrði grenndarkynnt.

    • 1201375 – Flatahraun 7.breyting á deiliskipulagi

      BJB pústþjónusta ehf sækir þann 18.01.2012 um leyfi til að gera breytingu á deiliskipulagi samkvæmt uppdrætti Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 10. janúar 2012.

      Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu í auglýsingu skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010 þegar leiðréttur uppdráttur hefur borist með leiðréttri vegg- og mænishæð. Einnig skal sýna byggingarreit fyrir kjallararými ef það nær út fyrir byggingarreit jarðhæðar.

    • 1112193 – Óseyrarbraut 17, deiliskipulagsbreyting

      Rekstrarfélagið Eskja sækir um þann 28.12.2011 að gera breytingu á deiliskipulagi vegna Óseyrarbrautar 17 samkvæmt teikningu Arnars Skjaldarsonar. Sjá einnig meðfylgandi greinargerð. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskaði eftir umsögn hafnarstjórnar sem nú liggur fyrir, og vísaði erindinu síðan til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð hemilar umsækjanda að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, sem síðan verður auglýst skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Samkvæmt ósk hafnarstjórnar skal sami skipulagshöfundur vera að skipulagi allra lóða á hafnarsvæðinu.

    • 1202029 – Umferðarmál í miðbænum

      Tekin til umræð umferðarmál í miðbæ Hafnarfjarðar, einkum hvað varðar tengingu Norðurbakka við reit R2 og umferðartengingu Fjarðargötu og Lækjargötu.

      Skipulags- og byggingarráð leggur til að vinstri beygja verði bönnuð úr Fjarðargötu inn á Lækjargötu til austurs og óskar eftir að skipulags- og byggingarsvið ásamt umhverfis- og framkvæmdasviði vinni tillögu að nánari útfærslu á gatnamótunum. Umræðu um gatnamót Fjarðargötu/Vesturgötu/Strandgötu/Reykjavíkurvegar frestað milli funda.

    • 1107151 – Koparhella og Gullhella, lokun hringaksturs

      Steypistöðin Borg óskar eftir að fá að loka hringakstri við Koparhellu norðan við lóð Hlaðbæ Colas á Gullhellu 1. Skriflegt samþykki Hlaðbæ Colas hefur borist.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir tímabundna lokun til reynslu. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa liggur fyrir.

    • 1201360 – Hellubraut 7, fyrirspurn

      Gunnar Hjaltalín leggur 17.01.2012 fyrirspurn , óskar eftir niðurrifi og uppbyggingu á lóð. sjá meðfylgjandi gögn. Lögð er fram ný ástandsskoðun hússins sem hafa verið send húsafriðunarnefnd í samræmi við lög um húsafriðun. Lögð fram umsögn Húsafriðunarnefndar.

      Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu og óskar eftir nánari upplýsingum um áform umsækjanda um uppbyggingu eftir hugsanlegt niðurrif.

    • 1112197 – Dalsás 2-6, breyting

      Tekið fyrir að nýju erindi Ingvars og Kristjáns ehf sem sækja 29.12.2011 um breytingar á áður samþykktum teikningum, samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettum 20.12.2011. Nýjar teikningar hafa borist.

      Í gildandi skipulagi er gert ráð fyrir bílakjöllurum við öll fjölbýlishús í Dalsási og Brekkuási og eru þau öll þegar fullbyggð nema Dalsás 2-6. Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir, en heimilar umsækjanda að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi hvað varðar fjölda hæða og útfærslu á bílakjallara.

    • 1107149 – Aðalskipulag Norðurbær breyting

      Tekin til umræðu breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar Norðurbæinn í Hafnarfirði. Jafnframt er unnið að endurskoðun deiliskipulags Norðurbæjarins. Kynningarfundur á aðalskipulagi og deiliskipulagi var haldinn 31. mars 2011.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 hvað varðar Norðurbæ Hafnarfjarðar dags. 11.07.2011 verði sett í auglýsingu skv. 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt verður umsagnartími deiliskipulags framlengdur sem nemur auglýsingartíma aðalskipulagsins. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 hvað varðar Norðurbæ Hafnarfjarðar dags. 11.07.2011 verði sett í auglýsingu skv. 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010.”

    • 1011407 – Hreinsunarátak iðnaðarsvæða 2010-2011

      Tekin til umræðu niðurstaða átaksins.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að taka saman lokamagntölur og yfirlit yfir árangur átaksins sem hefur staðið yfir frá hausti 2011 til janúar 2012. Viðurkenningar verða veittar þeim 3 fyrirtækjum sem voru virkust í átakinu og hafa þar með bætt til muna umgengni og útlit á lóðum sínum.

    • 1202028 – Merking húsa

      Tekin til umræðu hugmynd um viðurkenningu þeirra húsa þar sem vel er hugað að útliti, varðveislu og umhverfi húsanna.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að gera átak í að kynna söguleg hús í Hafnarfirði á heimasíðu bæjarins. Tekið verði tillit til bæði menningarsögulegs- og byggingarlistasögulegs gildis byggingarinnar og tengsl hennar við umhverfið. SBH felur sviðsstjóra að vinna að undirbúningu verkefnisins í samvinnu við Byggðasafn Hafnarfjarðar og boða fulltrúa Byggðasafnsins á næsta fund ráðsins.

    • 1112138 – Jafnréttisstefna 2012-2014

      Tekin til umræðu jafnréttisstefna Hafnarfjarðar 2012-2014. Bæjarráð óskaði 12.01.12 eftir umsögn skipulags- og byggingarráðs og skipulags- og byggingarsviði jafnframt sem ítrekað var að þessir aðilar skili jafréttisskýrslu fyrir 2011 og starfsáætlun fyrir 2012. Lögð fram umsögn jafnréttisfulltrúa.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn jafnréttisfulltrúa skipulags- og byggingarsviðs.

    • 1202031 – Skipulags- og byggingarmál, stjórnsýsla, starfsreglur og siðareglur.

      Tekin til umræðu stjórnsýsluleg staða sviðsins og sviðsstjóra, ásamt starfsreglum fyrir sviðið, siðareglum sviðsins og starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar og siðareglum kjörinna fulltrúa.

      Lagt fram.

    • 1202036 – Aðalskipulagsbreyting Vogum, Keilisnesi, skipulags og matslýsing

      Lagt fram bréf Sigurðar H Valtýssonar skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Voga dags. 27.01.12, þar sem vísað er til umsagnar tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins hvað varðar Keilisnes, skipulags- og matslýsing. Umsagnarfrestur er til 17.02.12.

      Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna, þar sem fram kemur að fallið er frá skipulagi sem gerir ráð fyrir athafna- og iðnaðarsvæði fyrir matvæla og liftæknistarfsemi. Skipulags- og byggingarráð leggur áherslu á að sérstaklega verði gætt að forminjum á svæðinu sem og aðkomu og andrými nærliggjandi minjasvæða við Kálfatjörn. Skipulags- og byggingarráð mælist ennfremur til þess að á deiliskipulagsstigi verði gerðar kröfur um að við hönnun mannvirkja verði sérstök áhersla lögð á að takmarka sem kostur er sjónræn áhrif uppbyggingar á þessu svæði.

    • 1202053 – Samgönguáætlun 2011-2022, 393. mál

      Lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 03.02.2012 þar sem vísað er til umsagnar Samgönguáætlun 2011-2022, mál. 393. Umsagnarfrestur er til 29.02.2012. Vefslóð http://www.althingi.is/altext/140/s/0534.html

      Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að gera tillögu að umsögn í samráði við umhverfis- og framkvæmdasvið.

    • 1202050 – Samgönguáætlun 2011-2014, 392. mál

      Lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 03.02.2012 þar sem vísað er til umsagnar Samgönguáætlun 2011-2014, mál. 392. Umsagnarfrestur er til 29.02.2012. Vefslóð http://www.althingi.is/altext/140/s/0533.html

      Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að gera tillögu að umsögn í samráði við umhverfis- og framkvæmdasvið.

    • 1202058 – Frumvarp um Vegagerðina, mál 273

      Lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 03.02.2012 þar sem vísað er til umsagnar frumvarpi um Vegagerðina, mál. 272. Umsagnarfrestur er til 13.02.2012. Vefslóð http://www.althingi.is/altext/140/s/0301.html

      Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að gera umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

Ábendingagátt