Skipulags- og byggingarráð

20. mars 2012 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 295

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Guðrún Margrét Ólafsdóttir varamaður
  • Þóroddur Steinn Skaptason varamaður

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 07.03.12 og 14.03.11. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1201308 – Strandgata 55, deiliskipulagsbreyting

      Fjörukráin ehf leggur inn 13.01.2012 deiliskipulagsbreytingu, sótt er um breytingu á deiliskipulagi sem innber nýja lóð eða stækkaða og byggingarreit innan hennar. Einnig er um að ræða breytingu á götuheiti húsanna á götunni í Víkingastræti 1-3-5 samkvæmt teikningum Úti-inni arkitekta dagsettar 01.12.2011. Skipulagstillagan var auglýst skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust. Kynningarfundur var haldinn 23.02.12.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og að málinu verði lokið í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1111113 – Skipalón 10, aflétting kvaðar

      Tekið fyrir að nýju erindi FM-húsa ehf dags. 03.11.11 þar sem óskað er eftir að Skipulags- og byggingarráð aflétti þeirri kvöð af húsinu Skipalón 10 að íbúar skuli vera 50 ára og eldri. Áður lögð fram umsögn Fræðslusviðs og Framkvæmdasviðs sem gera ekki athugasemd við erindið. Skipulagið var auglýst í samræmi við 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafresti er lokið, athugasemdir bárust. Frestað á síðasta fundi. Lögð fram samantekt Skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum.

      Guðrún Ólafsdóttir tekur sæti Sigríðar Bjarkar Jónsdóttur á fundinum við afgreiðslu þessa máls.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu og byggir á innkomnum athugasemdum frá íbúum í nágrenni.

    • 1203021 – Dalshraun 9b, deiliskipulagsbreyting

      Síld og Fiskur ehf sækja 01.03.2012 um deiliskipulagsbreytingu á Dalhrauni 9b, samkvæmt teikningum Ásmundar Sigvaldasonar dagsettar 28.02.2012.

      Skipulags-og byggingarráð samþykkir að senda deiliskipulagsbreytingu dags. 28.02. 2012 á lóðinni Dalshrauni 9b í auglýsingu í samræmi við 43. gr. laga nr. 123/2010.

    • 1109222 – Reykjavíkurvegur 45 deiliskipulagsbreyting

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti 10.01.2012 að augýsa breytingu á deiliskipulagi Norðurbæjar vegna lóðar nr. 45 við Reykjavíkurveg skv. uppdrætti dags. 25. nóvember 2011. Deiliskipulagsbreytingin var auglýst skv. 43. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að taka saman athugasemdir og gera drög að svörum við þeim fyrir næsta fund.

    • 1201360 – Hellubraut 7, fyrirspurn

      Skipulags- og byggingarsvið gerir grein fyrir viðræðum við Húsafriðunarnefnd. Lögð fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi vegna afgreiðslu síðasta fundar.

      Sigurbergur Árnason víkur af fundi við afgreiðslu þessa máls.$line$$line$Í 31. gr nýrra sveitarstjórnarlögum (nr.138/2011) segir um boðun varamanna. $line$,,Þegar aðalmaður er vanhæfur til meðferðar máls í sveitarstjórn skal boða varamann hans til meðferðar þess og afgreiðslu. […]Verði innköllun varamanns ekki við komið getur vanhæfur sveitarstjórnarmaður krafist þess að umræðu og afgreiðslu máls verði frestað til næsta fundar.$line$Það er mat tveggja fulltrúa meirihluta í ráðinu að vegna forsögu þessa máls teljum við eðlilegt að ráðið sé fullskipað við afgreiðslu þess, en ekki var hægt að kalla inn varamann fyrir þennan fund enda kom ósk um breytingu á deiliskipulagi fram fyrir hádegi daginn fyrir fund.$line$Rétt er að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.

    • 1203005 – Álfholt 30,32,34, merking bílastæða

      Tekið fyrir erindi íbúa um að bifreiðastæði á bæjarlandi verði sérmerkt íbúum húsanna.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að kanna hvernig tekist hefur til með þau stæði sem þegar hafa verið sérmerkt húsum nr. 6 – 26.

    • 1104091 – AÍH, íþróttasvæði

      Tekin fyrir að nýju greinargerð Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar dags. 2011 vegna aðstöðu til akstursæfinga. AÍH hefur leitað eftir samkomulagi við Skógrækt ríkisins um afnot af landi í samræmi við greinargerðina. Skógrækt ríkisins óskar eftir að vita afstöðu Hafnarfjarðarbæjar til málsins.

      Rétt er að skoða uppbyggingu akstursíþróttavæðis Í Kapelluhrauni með tillitil til breyttra aðstæðna þar sem ljóst er að núgildandi deiliskipulag takmarkast að verulegu leyti af friðlýsingu nærliggjandi svæðis. Þar sem ekki liggur fyrir að Hafnarfjarðarbær skipuleggi íbúðarbyggð á umræddu svæði við Krýsuvíkurveg næstu 15 árin þá setur SBH sig ekki upp á móti áformum um tímabundna nýtingu svæðisins fyrir akstursíþróttir, svo framarlega sem samþykki eigenda liggi fyrir og þess gætt að frágangur og umgengni miði að því að skila svæðinu til baka i sambærilegu ástandi.

    • 1203156 – Ferðavenjukönnun 2011 - ferðir íbúa á höfuðborgarsvæðinu

      Lögð fram ferðavenjukönnun 2011, sem unnin var af Capacent.

      Lagt fram.

    • 1203099 – Landsskipulagsstefna, verkefnislýsing

      Tekið fyrir erindi Einars Jónssonar f.h. Skipulagsstofnunar dags. 08.03.12 þar sem lýsing á gerð landsskipulagsstefnu ásamt umhverfismati er send til umsagnar. Umsagnarfrestur er til 29.03.12.

      Skipulags- og byggingarráð fagnar því að nú sé hafin vinna við gerð landsskipulagsstefnu og gerir ekki athugasemdir við lýsinguna í grundvallaratriðum en leggur þó áherslu á að þróun búsetulandslags verði ekki látið bíða endurskoðunar. Skipulags- og byggingarráð telur þau markmið sem sett eru fram í 1. gr. reglugerðarinnar mikilvægt skref, en þar segir að: Markmið landsskipulagsstefnu sé ,,…að setja fram leiðarljós um landnotkun, nýtingu lands og landgæða sem tryggir öryggi og heildarhagsmuni við gerð skipulagsáætlana og stuðlar að sjálfbærri þróun og skilvirkari áætlanagerð.” Þetta er mikilvægt skref í þá átt að efla enn frekar samvinnu sveitarfélaga og auka til muna samfellu í skipulagsverkefnum ríkis og sveitarfélaga þar sem sett er fram heildstæð stefna um nýtingu lands og byggðar.

    • 10022261 – Skilti á bæjarlandi

      Tekin til umræðu skilti, lausstandandi og á byggingum.

      Skipulags- og byggingarráð vísar skiltareglugerðinni til samþykktar bæjarstjórnar og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir “Samþykki um skilti í landi Hafnarfjarðar” frá árinu 2011.”

    • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

      Sviðsstjóri gerir grein fyrir kynningarfundi fimmtudaginn 15. mars. Lögð fram síðasta fundargerð stýrihóps. Magnús Árni Skúlason Reykjavik Economics mætir á fundinn og gerir grein fyrir rannsókn á þörf fyrir nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar Magnúsi Árna Skúlasyni fyrir kynninguna.

    • 1105318 – Reykjanesbraut, tvöföldun og færsla við Straumsvík

      Lögð fram niðurstaða Vegagerðarinnar varðandi legu og tvöföldun Reykjanesbrautar við Straumsvík. Vegagerðin leggur til að valinn verði kostur II til frekari úrvinnslu. Breikkun núverandi Reykjanesbrautar.

      Lagt fram og vísað til vinnu við endurskoðun Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005-2025.

    • 1203181 – Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Skipulags- og byggingarráði

      Tekin til umræðu tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks frá síðasta fundi:$line$Tillaga um átak í skráningu fasteigna í Hafnarfirði.$line$Í ljósi upplýsinga og umræðu síðustu vikur um misbrest á skráningu fasteigna í Hafnarfirði til Fasteignamats ríkisins (FMR) og í samræmi við bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í SBH þann 10.jan. sl. er lagt til að:$line$1. Starfsmaður eða starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar af skipulags- og byggingarsviði eða af öðru sviði bæjarins verði falið að skrá byggingarstig og notkun fasteigna í bænum þar til fullvissa er fengin fyrir því að allar fasteignir í Hafnarfirði eru rétt skráðar hjá FMR.$line$2. Að skráðar verði allar óskir skipulags og byggingarsviðs um breytingar á byggingarstigi fyrir árið 2011 og 2012.$line$3. Að skýrt komi fram í skráningu á hvaða byggingarstigi viðkomandi fasteign var þegar ósk um rétta skráningu er lögð fram, hvenær áætlað er að viðkomandi fasteign hafi verið tekin í notkun eða verið komin á byggingarstig 4 og 7, og hvenær rétt skráning hafi verið uppfærð hjá FMR.$line$4. Að fram komi hve áætlað tekjutap hafi verið fyrir Hafnarfjarðarbæ af rangri skráningu viðkomandi fasteignar.$line$5. Að verklagi við eftirliti á skráningu verði breytt þannig að sem réttust mynd fáist af skráningu fasteigna hverju sinni.$line$Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir grein fyrir stöðu aðgerða skv. liðum 1-3.

      Lögð fram drög að svörum við tillögum og frestað til næsta fundar.

Ábendingagátt