Skipulags- og byggingarráð

17. apríl 2012 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 297

Mætt til fundar

 • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Sigurbergur Árnason aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Guðrún Margrét Ólafsdóttir varamaður
 • Þóroddur Steinn Skaptason varamaður

Ritari

 • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri
 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lögð fram fundargerð frá afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 11.04.12. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

   Lagt fram.

  • 1201375 – Flatahraun 7.breyting á deiliskipulagi

   Tekin fyrir að nýju tillaga BJB pústþjónusta ehf að breytingu á deiliskipulagi samkvæmt uppdrætti Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 10. janúar 2012. Tillagan var auglýst í samræmi við 43. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið. Engar athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og að afgreiðslu verði lokið samkvæmt 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1112193 – Óseyrarbraut 17, deiliskipulagsbreyting

   Tekin fyrir að nýju tillaga Rekstrarfélagsins Eskju að breytingu á deiliskipulagi vegna Óseyrarbrautar 17 samkvæmt teikningu Arnars Skjaldarsonar dags. 16.02.2012 ásamt meðfylgandi greinargerð. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskaði eftir umsögn hafnarstjórnar sem nú liggur fyrir, og vísaði erindinu síðan til skipulags- og byggingarráðs. Tillagan var auglýst samkvæmt 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið. Engar athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og að afgreiðslu verði lokið samkvæmt 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1007025 – Norðurbærinn uppfærsla deiliskipulags

   Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að endurgerð deiliskipulags fyrir Norðurbæ Hafnarfjarðar, sem samþykkt var í fjárhagsáætlun 2009 og 2010 og unnin er á skipulags- og byggingarsviði. Áður lögð fram fornleifaskráning, sem send hefur verið til umsagnar fornleifaverndar ríkisins. Forstigskynningarfundur var haldinn 31.03.11. skipulagið verði auglýst í samræmi við 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust. Haldinn var kynningarfundur á auglýsingatíma, þar sem fornleifaskráning svæðisins var jafnframt kynnt.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að gera samantekt á innkomnum athugasemdum og tillögu að svörum.

  • 1107149 – Aðalskipulag Norðurbær breyting

   Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar Norðurbæinn í Hafnarfirði dags. 11.07.2011. Jafnframt er unnið að endurskoðun deiliskipulags Norðurbæjarins. Kynningarfundur á aðalskipulagi og deiliskipulagi var haldinn 31. mars 2011. Tillagan var auglýst skv. 31. grein skiulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið. Engar athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillöguna og að málsmeðferð verði lokið skv. 32. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar Norðurbæinn í Hafnarfirði dags. 11.07.2011 og að málsmeðferð verði lokið skv. 32. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1202074 – Skipalón 1 - 19, breyting á deiliskipulagi

   Tekið fyrir að nýju erindi ASK-arkitekta f.h. Fjarðarmóta ehf dags. 03.02.12 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagsskilmálum fyrir lóðirnar Skipalón 1 – 19, þannig að leyft verði að byggja minni bílageymslur en samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir að fá framkvæmdaáætlun og að sýndur verði inngangur í stigahús fyrir næsta fund. Þau gögn hafa borist og eru lögð fram.

   Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina og heimilar umsækjanda að vinna tillögu að breytingu að deiliskipulagi í samræmi við lög nr. 123/2010.

  • 1203092 – Álfhella 9, fyrirspurn

   Tekin fyrir fyrirspurn Páls Poulsen frá 07.03.2012 sem óskar eftir leyfi fyrir atvinnu- og geymsluhúsnæði. Byggingin verður ein hæð með millilofti. Húsið verður staðsteypt, einangrað að innan og múrhúða samkvæmt teikningum Páls Poulsen dagsettar 07.03.2012. Skipulags- og byggingarfulltrúi tók neikvætt í steinsteypta girðingu á lóðamörkum og vísaði málinu til skipulags- og byggingarráðs. Skipulags- og byggingarráð synjaði erindinu 03.04.12 eins og það lá fyrir. Lagður fram tölvupóstur Ingólfs Arnar Steingrímssonar dags. 04.04.12. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 11.04.2012, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina með þeim skilyrðum að steyptur veggur að bæjarlandi verði ekki hærri en 2 metrar og inndreginn að hluta. Bent er á að sækja þarf um byggingarleyfi fyrir framkvæmd sem þessari.

  • 1204014 – Mávahraun 9, fyrirspurn

   Sædís S.Arndal og Valur R. Jóhannssson leggja 02.04.12 fram fyrirspurn um að gera létta útbyggingu á norðurhlið hússins sjá með fylgjandi bréf og skissu. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 11.04.2012, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina eins og hún er sett fram enda séu næstu nágrannar samþykkir breytingunni.

  • 0804310 – Miðvangur 41 íbúð 205, breytingar

   Tekið fyrir að nýju bréf frá Björgvini Kjartanssyni dags 15.03.2012 vegna íbúðar 205 við Miðvang 41, þar sem gerð er athugasemd við afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði að skoða svarbréf milli funda og óskaði eftir því að úttekt verði gerð á breytingum í húsinu að Miðvangi 41. Lagðir fram minnispunktar skipulags- og byggingarsviðs.

   Skipulags- og byggingarráð óskar eftir upplýsingum varðandi einangrun útveggja og lofts auk þess sem breyta þarf eignaskiptasamningi.

  • 1204196 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005 - 2025, breyting vegna Hamranessnámu.

   Lögð fram tillaga um að heimila breytinga á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 hvað varðar Hamranesnámu. Þeim hluta sem skilgreindur er sem íbúðarsvæði verði breytt í óbyggt svæði.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að unnin verði tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 hvað varðar Hamranesnámu. Þeim hluta sem skilgreindur er sem íbúðarsvæði verði breytt í óbyggt svæði. Mælt er með að breytingin teljist óveruleg skv. 2. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnin verði tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 hvað varðar Hamranesnámu. Þeim hluta sem skilgreindur er sem íbúðarsvæði verði breytt í óbyggt svæði. Mælt er með að breytingin teljist óveruleg skv. 2. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.”

  • 1111178 – Hamranesnáma, deiliskipulag

   Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Hamranesnámu.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að haldinn verði kynningarfundur um deiliskipulag fyrir Hamranesnámu.

  • 1007660 – Breiðvangur 63, girðing

   Lagt fram álit kærunefndar húsamála vegna girðingar á lóðamörkum.

   Lagt fram.

  • 1001145 – Hávaðakort og skrá yfir stóra vegi

   Lögð fram til kynningar bréf Umhverfisstofnunar dags. 18.05.2011, 17.11.2011 og 10.02.2012 og bréf Vegagerðarinnar dags. 04.04.2012, vegna kortlagningar hávaða og gerð aðgerðaráætlana skv. 11. grein reglugerðar nr. 1000/2005.

   Lagt fram.

  • 1011407 – Hreinsunarátak iðnaðarsvæða 2010-2011

   Greint frá afhendingu viðurkenningarskjala fyrir góðan árangur í hreinsun lóða. Rætt um framhald verkefnisins.

   Skipulags- og byggingarráð fagnar þeim árangri sem náðist í átakinu. Jafnframt samþykkir skipulags- og byggingarráð að átakið verði endurtekið eftir tvö ár.

  • 0708097 – Lækjargata 2, Dvergslóðin, deiliskipulag

   Tekin til umræðu hugmyndasamkeppni um fyrirkomulag lóðarinnar.

   Slipulags- og byggingarráð samþykkir að lengja skilafrest í hugmyndasamkeppninni til 2. mai nk.

Ábendingagátt