Skipulags- og byggingarráð

15. maí 2012 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 299

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri Skipulags- og byggingarsviðs
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lögð fram fundargerð frá afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 09.05.12. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1205148 – Hverfisgata 34, fyrirspurn um stækkun

      Ásmundur Þórðarson Hverfisgötu 34 leggur inn fyrirspurn um að stækka húsið um 3,4 metra í samræmi við innsend gögn. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 09.05.2012, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      <DIV>Skipulags- og byggingarsviði er falið að ræða málið nánar við umsækjanda.</DIV>

    • 1204279 – Háabarð 4, fyrirspurn

      Tekið fyrir að nýju erindi Magðalenu Óskar Einarsdóttur Háabarði 4 leggur fram fyrirspurn um að skipta eigninni í tvær íbúðir. Athugasemd er gerð við fyrri afgreiðslu málsins, þar sem leiðbeiningarskyldu hafi ekki verið gætt. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 25.04.2012, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      <DIV>Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í fyrirspurnina þar sem lofthæð samræmist ekki skilyrðum byggingarreglugerðar og fjöldi bílastæða ekki í samræmi við deiliskipulag.</DIV>

    • 1201375 – Flatahraun 7.breyting á deiliskipulagi

      Tekin fyrir að nýju tillaga BJB pústþjónusta ehf að breytingu á deiliskipulagi samkvæmt uppdrætti Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 10. janúar 2012. Tillagan var auglýst í samræmi við 43. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið. Engar athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið á fundi 297. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 03.05.12.

      <DIV>Lagt fram. </DIV>

    • 1203021 – Dalshraun 9b, deiliskipulagsbreyting

      Síld og Fiskur ehf sækja 01.03.2012 um deiliskipulagsbreytingu á Dalhrauni 9b, samkvæmt teikningum Ásmundar Sigvaldasonar dagsettar 28.02.2012. Deiliskipulagsbreytingin var auglýst í samræmi við 43. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, engar athugasemdir bárust.

      <DIV>Skipulags- og byggingarráð samþykkir skipulagið og að erindinu verði lokið skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010.</DIV>

    • 0708097 – Lækjargata 2, Dvergslóðin, deiliskipulag

      Upplýst um fjölda innkominna tillagna.

      <DIV>Málfríður Kristjánsdóttir gerði grein fyrir vinnu dómnefndar og fjölda tillagna.</DIV>

    • 1205042 – Uppsetning á skiltum/listaverkum.

      Katrín I Hjördísardóttir óskar eftir í tölvupósti dags. 3. maí sl. f.h. Listahátíðar Reykjavíkur að setja upp skilti/listaverk á Völlunum í samráði við Hafnarfjarðarbæ. Skiltin eru 3 og er hámarksstærð 1 m. og standa út júní í tengslum við Listahátið. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 09.05.2012, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      <DIV>Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið. Það skal unnið í samráði við skipulags- og byggingarsvið og skipulags- og byggingarfulltrúi veita tilskilin leyfi.</DIV>

    • 1111178 – Hamranesnáma, deiliskipulag

      Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Hamranesnámu dags. x. Kynningarfundur var haldinn 10.05.12.

      <DIV>Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.</DIV>

    • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

      Gerð grein fyrir kynningarfundi um græna hluta skipulagsins, sem haldinn var 10.05.12.

      <DIV>Berglind Guðmundsdóttir og formaður ráðsins gerðu grein fyrir fundinum.</DIV>

    • 1107116 – Landsskipulagsstefna

      Lögð fram greinargerð Skipulagsstofnunar um athugasemdir sem bárust um landsskipulagsstefnu á vinnufundum.

      <DIV>Lagt fram.</DIV>

Ábendingagátt