Skipulags- og byggingarráð

12. júní 2012 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 301

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 30.05.12 og 06.06.12. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1009150 – Straumsvík, Gasfélagið, nýtt deiliskipulag

      Tekin fyrir að nýju tillaga Gasfélagsins ehf að deiliskipulagi frá 14.09.10 samkvæmt teikningum verkfræðistofunar Mannvits dags.09.09.2010. Um er að ræða nýtt deiliskipulag á áður ódeiliskipulögðu svæði. Skipulags- og byggingarráð óskaði 21.09.10 eftir umhverfismati áætlunar ásamt fylgigögnum þ.m.t. áhættumati, umsögn Brunamálastofnunar og Slökkviðliðs Höfuðborgarsvæðisins og Vinnueftirlits. Skipulags- og byggingarfulltrúi sendi fyrirspurn um málsmeðferð til Skipulagsstofnunar varðandi umhverfismat áætlunar. Lagt fram svarbréf Skipulagsstofnunar dags. 07.10.10 þar sem fram kemur að gasstöð í Straumsvík falli ekki undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Með tilvísan í 5. mgr. 9. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 telur Skipulagsstofnun Hafnarfjarðarbæ þó í fullum rétti að fara fram á að gerð verði grein fyrir áhrifum deiliskipulagsáætlunarinnar á umhverfi. Áður lögð fram öryggisúttekt Mannvits ehf. Lögð fram greinargerð Mannvits ehf um áhrif á umhverfi dags. 27.10.11, ásamt umsögnum Vinnueftirlits ríkisins dags. 14.10.11, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dags. 21.10.11 og Mannvirkjastofnunar dags. 30.08.11. Lögð fram ný tillaga að deiliskipulagi dags. 08.02.12. Bæjarstjórn samþykkti 29.02.12 að senda deiliskipulagið í auglýsingu skv. 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningarfundur á verkefnislýsingu og tillögunni var haldinn 08.03.12. Engar athugasemdir komu fram. Skipulagið var auglýst samkvæmt 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og er athugasemdatíma lokið. Athugasemd barst.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að gera tillögu að svari við athugasemdinni.

    • SB060506 – Strandgata 26-30 deiliskipulag

      Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 01.06.12 þar sem deiliskipulag lóðanna frá 2007 er fellt úr gildi vegna bílastæðamála. Ekki er gerð athugasemd við stjórnsýslulega málsmeðferð hjá skipulagsyfirvöldum Hafnarfjarðar.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að fara yfir málið og skoða framhald þess.

    • 1203361 – Álfaskeið 1,Reyndarteikning

      Jón Eimar Eyjólfsson og Herbjörg Alda Sigurðardóttir leggja 28.03.12 inn reyndarteikningar. Samkvæmt teikningum Samúels Smára Hreggviðssonar dag.10.03.12$line$Nýja teikningar bárust 30.05.2012.

      Skipulags- og byggingarráð bendir á að erindið samræmist ekki byggingarreglugerð og óskar jafnframt eftir réttum uppdráttum. Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í að breyta bílskúr í íbúðarrými. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 0708097 – Lækjargata 2, Dvergslóðin, deiliskipulag

      Ritari dómnefndar gerir grein fyrir niðurstöðum úr hugmyndasamkeppninni. Sigurbergur Árnason vék af fundi undir þessum lið.

      Lagt fram. Skipulags- og byggingarráð þakkar öllum þátttakendum fyrir þátttöku í samkeppninni og einnig öllum þeim sem störfuðu að framkvæmd hennar.

    • 1204380 – Steinhella 10, stækkun lóðar fyrir gagnaver

      Lögð fram viljayfirlýsing Hafnarfjarðarbæjar og Advania ehf dags. 31.05.12 varðandi stækkun lóðarinnar. Sigurbergur Árnason tók sæti á fundinum á ný.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna verkefnislýsingu og tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hellnahrauns 1 hvað varðar lóðina í samræmi við viljayfirlýsinguna.

    • 1107149 – Aðalskipulag Norðurbær breyting

      Tekin fyrir að nýju breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar Norðurbæinn í Hafnarfirði. Jafnframt er unnið að endurskoðun deiliskipulags Norðurbæjarins. Kynningarfundur á aðalskipulagi og deiliskipulagi var haldinn 31. mars 2011. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 09.05.12 þar sem gerð er athugasemd við misræmi í fyrri afgreiðslu erindisins.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillöguna og að farið verði með erindið samkvæmt 2. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórnar samþykkir breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar Norðurbæ Hafnarfjarðar dags. 11.07.11 og að farið verði með breytinguna skv. 2. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin telst óveruleg þar sem afmörkun hverfisverndarsvæða er í samræmi við markmið Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005-2025 um verndun menningar og náttúruminja með áherslu á verndun óraskaðs hrauns. Afleiðing af þessari breytingu telst vera jákvæð og ekki er talið að um nein neikvæð áhrif verði að ræða.”

    • 1205168 – Brekkuás 27, umsókn um breytingu a deiliskipulagi

      Bjarni Guðni Jóhannesson leggur 11.05.12 inn fyrirspurn, sótt er um leyfi til að byggja í innskoti á húsinu,og byggja við vegg til að halda við jarðveg, bæta við svölum og færa heitan pott. Sjá meðfylgjandi gögn. 04.06.12 umsókn um breytingu á deiliskipulagi barst, undirskrift nágranna liggur fyrir.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið þar sem stækkunin er innan byggingarreits og hefur ekki áhrif á nærliggjandi hús og felur skipulags- og byggingarsviði að vinna málið áfram með umsækjanda.

    • 1011383 – Kirkjugarður stækkun til norðurs.

      Tekin fyrir að nýju beiðni Kirkjugarðs Hafnarfjarðar um stækkun til norðurs á svæði milli Stekkjarkinnar og Reykjanesbrautar. Þráinn Hauksson mætti á fundinn og kynnti stöðu málsins.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir nánari upplýsingum frá hönnuði og fulltrúa kirkjugarðanna á næsta fundi.

    • 1203412 – Lónsbraut, bátaskýli

      Tekið fyrir að nýju skipulag og notkun bátaskýlanna og framtíð svæðisins. Á síðasta fundi fól skipulags- og byggingarráð skipulags- og byggingarsviði að hefja vinnu við deiliskipulag svæðisins.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að taka saman lýsingu á verkefninu í samræmi við 1. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: $line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnin verði tillaga að deiliskipulagi fyrir svæði fyrir bátaskýli við Lónsbraut og felur Skipulags- og byggingarsviði að taka saman lýsingu á verkefninu í samræmi við 1. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.”

    • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

      Sviðsstjóri gerir grein fyrir stöðu málsins og framhaldi þess. Lagður fram verkefnasamningur við Alta ehf. Lögð fram samantekt á tillögum sem fram komu á almennum fundi um græna hluta skipulagsins.

      Lagt fram.

Ábendingagátt