Skipulags- og byggingarráð

26. júní 2012 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 302

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri/skipulags- og byggingarsviðs
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 13.06.12 og 20.06.12. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1206259 – Hafravellir 1, fyrirspurn

      Krark arkitektar leggja inn fyrir hönd lóðarhafa þann 19.6.2012 fyrirspurn varðandi byggingu á lóð. Meðfylgjandi er uppdráttur.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina og felur skipulags- og byggingarsviði að ræða við hönnuð um útfærsluna.

    • 1206229 – Klukkuvellir 4-8 fyrirspurn

      Haghús ehf leggja inn fyrirspurn um breytingu frá samþykktum teikningum skv meðfylgjandi teikningu Mansard teiknistofu ehf.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina og heimilar umsækjanda að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

    • 1107116 – Landsskipulagsstefna

      Lögð fram drög að yfirliti yfir stefnu stjórnvalda í einstökum málaflokkum sem varða landnotkun ásamt tillögu sviðsstjóra að umsögn. Umsagnarfrestur er til 01.08.12. – Lögð fram skýrsla Skipulagsstofnunar fyrir Landsskipulagsstefnu “Ferðamennska á miðhálendi Íslands: Staða og spá um framtíðarhorfur”.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn sviðsstjóra og gerir að sinni.

    • 1201313 – Löður bílaþvottastöð, Reykjavíkurvegur 54

      Kynntar kvartanir frá íbúum Reykjavíkurvegar 52 og Flatahrauns 1 vegna hávaða og mengunar frá bílaþvottastöðinni.

      Lagt fram til kynningar.

    • SB050584 – Reykjanesbraut , deiliskipulag

      Tekin til umræðu tillaga Landmótunar f.h. Vegagerðarinnar dags. að breytingu á deiliskipulagi fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Annars vegar breyting á deiliskipulagi fyrir norðurhluta vegarins dagsettu 08.07.2004, og hins vegar breyting á deiliskipulagi dagsettu 18.12.2007 fyrir suðurhluta vegarins: Baldvin Einarsson Eflu verkfræðistofu gerði grein fyrir tillögunni og veghönnun.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar Baldvini Einarssyni fyrir kynninguna.$line$Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að ljúka við gerð deiliskipulags og auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010.

    • 1206178 – Steinhella 10 deiliskipulag

      Lögð fram frumtillaga Skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á deiliskipulagi Hellnahrauns 1 hvað varðar lóðina Steinhellu 10.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að ljúka við gerð deiliskipulags og auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010.

    • 1206227 – Álverið í Straumsvík, þynningarsvæði.

      Lögð fram tillaga sviðsstjóra um að teknar verði upp viðræður við Alcan á Islandi og Umhverfisstofnun um minnkun þynningarsvæðis álversins vegna bættra mengunarvarna í samræmi við skýrslu Hönnunar “Stækkun Ísal í Straumsvík. Mat á umhverfisáhrifum.”

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að hefja undirbúning að slíkum viðræðum.

    • 1011383 – Kirkjugarður stækkun til norðurs.

      Tekin fyrir að nýju beiðni Kirkjugarðs Hafnarfjarðar um stækkun til norðurs á svæði milli Stekkjarkinnar og Reykjanesbrautar. Fulltrúi kirkjugarðanna Arnór Sigurðarson og Þráinn Hauksson landslagsarkitekt mættu á fundinn og kynntu stöðu málsins.

      Skipulags- og byggingarráð felur Skipulags- og byggingarsviði að undirbúa vinnslu á tillögu að deiliskipulagi svæðisins og taka saman lýsingu á verkefninu í samræmi við 1. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: $line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnin verði tillaga að deiliskipulagi fyrir stækkun kirkjugarðs Hafnarfjarðar á svæði milli Stekkjarkinnar og Reykjanesbrautar og felur Skipulags- og byggingarsviði að taka saman lýsingu á verkefninu og undirbúa vinnslu á tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.”

    • 1109222 – Reykjavíkurvegur 45 deiliskipulagsbreyting

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti 10.01.2012 að augýsa breytingu á deiliskipulagi Norðurbæjar vegna lóðar nr. 45 við Reykjavíkurveg skv. uppdrætti dags. 25. nóvember 2011. Deiliskipulagsbreytingin var auglýst skv. 43. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir umferðartalningu og hraðamælingum á Hraunbrún og Reykjavíkurvegi. Lagðar fram niðurstöður úr þeim mælingum.

      Helga Stefánsdóttir gerði grein fyrir niðurstöðum mælinga.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð fellur frá áformum um breytingar á deiliskipulagi með vísan til innkominna athugasemda og umferðamælinga á Hraunbrún við Reykjavíkurveg.

    • 1204319 – Almenningssamgöngur, innanbæjarakstur

      Lögð fram afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 30. maí sl. varðandi innanbæjarakstur en kostnaðaraukningu vegna breytinga á leiðakerfi er vísað til bæjarráðs sem vísaði því til fjárhagsáætlunar.$line$

      Meirihluti skipulags- og byggingarráðs gerir ekki athugasemd við fjölgun biðstöðva.$line$Meirihluti skipulags- og byggingarráðs felur skipulags- og byggingasviði að vinna breytingu á deiliskipulagi Áslands 3 í samræmi við tillögu Umhverfis- og framkvæmdasviðs, sem síðan verður auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010. $line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins og vísa til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks á fundi Bæjarráðs 14. júní sl.

    • 1009150 – Straumsvík, Gasfélagið, nýtt deiliskipulag

      Tekin fyrir að nýju tillaga Gasfélagsins ehf að deiliskipulagi frá 14.09.10 samkvæmt teikningum verkfræðistofunar Mannvits dags.09.09.2010. Um er að ræða nýtt deiliskipulag á áður ódeiliskipulögðu svæði. Skipulags- og byggingarráð óskaði 21.09.10 eftir umhverfismati áætlunar ásamt fylgigögnum þ.m.t. áhættumati, umsögn Brunamálastofnunar og Slökkviðliðs Höfuðborgarsvæðisins og Vinnueftirlits. Skipulags- og byggingarfulltrúi sendi fyrirspurn um málsmeðferð til Skipulagsstofnunar varðandi umhverfismat áætlunar. Lagt fram svarbréf Skipulagsstofnunar dags. 07.10.10 þar sem fram kemur að gasstöð í Straumsvík falli ekki undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Með tilvísan í 5. mgr. 9. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 telur Skipulagsstofnun Hafnarfjarðarbæ þó í fullum rétti að fara fram á að gerð verði grein fyrir áhrifum deiliskipulagsáætlunarinnar á umhverfi. Áður lögð fram öryggisúttekt Mannvits ehf. Lögð fram greinargerð Mannvits ehf um áhrif á umhverfi dags. 27.10.11, ásamt umsögnum Vinnueftirlits ríkisins dags. 14.10.11, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dags. 21.10.11 og Mannvirkjastofnunar dags. 30.08.11. Lögð fram ný tillaga að deiliskipulagi dags. 08.02.12. Bæjarstjórn samþykkti 29.02.12 að senda deiliskipulagið í auglýsingu skv. 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningarfundur á verkefnislýsingu og tillögunni var haldinn 08.03.12. Engar athugasemdir komu fram. Skipulagið var auglýst samkvæmt 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og er athugasemdatíma lokið. Athugasemd barst.

      Skipulags- og byggingarráð gerir svör skipulags- og byggingarsviðs að sínum. Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og að afgreiðslu deiliskipulagsins verði lokið í samræmi við 41. gr. laga nr. 123/2010.$line$Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:” Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulag fyrir gasstöð í Straumsvík dags. 08.02. 2012 í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.”

    • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

      Hrafnkell Proppé frá Alta ehf mætti á fundinn og gerði grein fyrir athugunum á íbúa- og atvinnuþróun. Lagðir fram fundarpunktar af fundum stýrihóps um verkefnið.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar fyrir kynninguna.

    • 1106162 – Gatnanöfn

      Lagt er til að götuslóðin sem liggur frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi, meðfram Hvaleyrarvatni, fái heitið Hvaleyrarvatnsvegur og að það verði sett upp skilti við hvorn enda vegarins.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir nafnabreytinguna.

    • 1201057 – Byggingarstig, matsstig og skráning húsnæðis.

      Skipulags- og byggingarsvið gerir grein fyrir stöðu mála.

      Lilja Ólafsdóttir gerði grein fyrir stöðu mála.

    • 1202074 – Skipalón 1 - 19, breyting á deiliskipulagi

      Tekið fyrir að nýju erindi ASK-arkitekta f.h. Fjarðarmóta ehf dags. 03.02.12 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagsskilmálum fyrir lóðirnar Skipalón 1 – 19, þannig að leyft verði að byggja minni bílageymslur en samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir að fá framkvæmdaáætlun og að sýndur verði inngangur í stigahús fyrir næsta fund. Þau gögn bárust og voru lögð fram. Skipulags- og byggingarráð tók jákvætt í fyrirspurnina og heimilaði umsækjanda að vinna tillögu að breytingu að deiliskipulagi í samræmi við lög nr. 123/2010. Tillaga ASK-arkitekta að breytingu á deiliskipulagi dags. 02.05.12 var auglýst skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið og að afgreiðslu verði lokið í samræmi við 43. gr. l. nr. 123/2010 þegar leiðréttur uppdráttur hefur borist.

Ábendingagátt