Skipulags- og byggingarráð

4. september 2012 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 304

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri/skipulags- og byggingarsviðs
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 15.08.12, 22.08.12 og 29.08.12. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1207137 – Hverfisgata 22, fyrirspurn

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Árna Björns Ómarssonar frá 05.07.2012 um að breyta mænisstefnu á skúr á lóðinni, sjá meðfylgjandi gögn og myndir. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir viðræðum við umsækjanda. Skipulags- og byggingarsvið gerði grein fyrir viðræðunum.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina. Leggja þarf fram fullnaðargögn þegar sótt verður um byggingarleyfi.

    • 1208168 – Skipalón 5, byggingarleyfi

      Fjarðarmót sækir 14.08.12 um að byggja 32 íbúða fjölbýlishús með svalagangi á 5 hæðum með lokuðum bílakjallara. Samkvæmt teikningum Sigurlaugar Sigurjónsdóttir dags.14.08.12. Farið er fram á að byggt verði í samræmi við eldri reglugerð samkvæmt heimild til bráðabirgða í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 22.08.2012, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð fellst á að byggingarleyfi verði samþykkt í samræmi við eldri byggingarreglugerð nr. 441/1998 en felur byggingarfulltrúa að afgreiða leyfisumsókn að öðru leiti.

    • 1206178 – Steinhella 10 deiliskipulag

      Tekin til umræðu tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á deiliskipulagi Hellnahrauns 1 hvað varðar lóðina Steinhellu 10. Skipulagið var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið. Athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulags- og byggingarsviðs við athugasemdum, samþykkir deiliskipulagið og að afgreiðslu verði lokið í samræmi við 41. gr. laga nr. 123/2010 skipulagslaga. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: “Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytingu á Hellnahrauni 1, hvað varðar lóðina Steinhellu 10, dags. 11. júní 2012 og að afgreiðslu verði lokið skv. 41. gr. laga nr. 123/2100 skipulagslaga.”

    • SB050584 – Reykjanesbraut , deiliskipulag

      Tekin til umræðu tillaga Landmótunar f.h. Vegagerðarinnar dags. að breytingu á deiliskipulagi fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Annars vegar breyting á deiliskipulagi fyrir norðurhluta vegarins dagsettu 08.07.2004, og hins vegar breyting á deiliskipulagi dagsettu 18.12.2007 fyrir suðurhluta vegarins. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði að ljúka við gerð deiliskipulagstillagna og auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillögurnar voru auglýstar frá 5.7. til 17.8.2012. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir hvort deiliskipulagið fyrir sig og að málunum verði lokið í samræmi við 41. gr. laga nr. 123/2010 skipulagslaga.

    • 1208290 – Klukkuvellir 4, deiliskipulagsbreyting

      Tekin fyrir umsókn Haghúsa ehf dags 21.08.12 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 29.08.2012, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að breyting á deiliskipulagi verði auglýst í samræmi við 43. gr. laga nr. 123/2010.

    • 1208291 – Klukkuvellir 6, breyting á deiliskipulagi

      Tekin fyrir umsókn Haghúsa ehf dags 21.08.12 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 29.08.2012, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að breyting á deiliskipulagi verði auglýst í samræmi við 43. gr. laga nr. 123/2010.

    • 1208292 – Klukkuvellir 8, breyting á deiliskipulagi

      Tekin fyrir umsókn Haghúsa ehf dags 21.08.12 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 29.08.2012, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að breyting á deiliskipulagi verði auglýst í samræmi við 43. gr. laga nr. 123/2010.

    • SB060858 – Vellir 7. áfangi, deiliskipulagsvinna.

      Framhald skipulagsvinnunnar tekið til umræðu.

      Eftir umræðu var málinu frestað.

    • 1207274 – Fyrirspurn um áfangaskiptingu gatnagerðargjalda, hesthúsalóð

      Bæjarráð óskar eftir því við skipulags- og byggingarráð að ráðið yfirfari skipulags- og byggingarskilmála ásamt gjaldskrá vegna hesthúsalóða.$line$

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir að skipulags- og byggingarsvið endurskoði skipulag hesthúsahverfis og geri tillögu að breytingum fyrir næsta fund.

    • 1207247 – Nýr urðunarstaður, staðarval

      Lagt fram erindi Sorpu bs varðandi nýjan urðunarstað á svæðinu.

      Lagt fram.

    • 1110324 – Svæðisskipulag Suðurnesja 2008-2024, drög

      Tekið fyrir að nýju erindi samvinnunefndar um svæðisskipulag Suðurnesja dags. 20.07.12, sem sendir til umsagnar tillögu að Svæisskipulagi Suðurnesja ásamt umhverfisskýrslu. Umsagnarfrestur er til 13.09.12. Frestað á síðasta fundi. Lagt fram minnisblað Jónasar Þórs Guðmundssonar hrl dags. 31.08.2012 um hver eigi hitaréttindi í Krýsuvík.

      Skipulags- og byggingarráð fagnar undirtektum við fyrri umsögn Hafnarfjarðarbæjar um samráð varðandi göngu- og hjólreiðastíga og önnur sameiginleg hagsmunamál. Að öðru leyti vísast í fyrri umsögn, og ítrekað er það atriði er varðar jarðhitaréttindi í Krýsuvíkurtorfunni allri (Krýsuvík og Stóra Nýjabæ) eins og fram kemur í afsali jarðarinnar dagsettu 20. febrúar 1941.

    • 1206124 – Bæjarráðsfundir

      Sviðsstjóri kynnir reglur um birtingu gagna með fundargerðum.

      Lagt fram til kynningar sem vinnuskjal.

    • 1111264 – Fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2012

      Fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2012 tekin til umræðu.

      Rætt var um gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013 og svo þriggja ára áætlun. Ákveðið að hafa vinnufund kl. 10 miðvikudaginn 12. september.

Ábendingagátt