Skipulags- og byggingarráð

18. september 2012 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 305

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri/skipulags- og byggingarsviðs
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 05.09.12 og 12.09.12. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1208453 – Helluhraun 16-18, fyrirspurn

      Gestur Ólafsson arkitekt leggur inn fyrirspurn fyrir hönd Eikar fasteignafélags dags. 21.8.2012 um tillögu að skipulagi lóðar við Helluhraun 16-18 ásamt greinagerð og uppdráttum dags. 16.8.2012. Umsögn umhverfis- og framkvæmdasviðs liggur fyrir. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 05.09.2012, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurn varðandi breytingu á deiliskipulagi en bendir á að fyrirspurnin snýr að lóðastækkun, sem sækja þarf sérstaklega um, og einnig þarf að skoða vel umferðarflæði.

    • 1205148 – Hverfisgata 34, fyrirspurn um stækkun

      Ásmundur Þórðarson Hverfisgötu 34 leggur inn nýja fyrirspurn um að stækka húsið samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti 10.09.2012. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 12.09.2012, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að ræða við hönnuð í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1209136 – Miðvangur 41.fyrirspurn

      Jón I Garðarsson ehf leggur þann 10.09.2012 inn fyrirspurn um breytta notkun úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Skipulags- og byggingarráð hefur áður tekið neikvætt í erindið. Ný gögn hafa verið lögð fram. Sjá einnig fylgiskjöl. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 12.09.2012, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir fyrri bókanir varðandi málið. Breyting á þjónusturými í íbúðir eru þá ekki í samræmi við nýlega yfirfarið deiliskipulag Norðurbæjar sem öðlast gildi á næstu vikum.

    • 0707107 – Suðurgata 18, deiliskipulag

      Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 13.09.12 þar sem deiliskipulagið er fellt úr gildi.

      Sviðsstjóri gerði grein fyrir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar.

    • 1202073 – Stefnumótun menningar- og ferðamálanefndar í ferðamálum.

      Lögð fram ofangreind stefnumótun ásamt erindi menningar- og ferðamálafulltrúa f.h. nefndarinnar þar sem óskað er eftir umsögn um stefnumótunina. Menningar- og ferðamálanefnd óskar eftir umsögnum nefnda og ráða sem fyrst. Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna drög að umsögn fyrir 1. október.

      Frestað.

    • 1202338 – Bæjarhraun, hjólastígur

      Tekin til umræðu gerð göngu- og hjólastígs milli Fjarðarhrauns og Bæjarhrauns frá FH-torgi að Engidal.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að gera tillögu að deiliskipulagi fyrir stíginn í samvinnu við umhverfis- og framkvæmdasvið.

    • 1209059 – Náttúruverndarlög, heildstætt frumvarp

      Lagt fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 03.09.12 ásamt drögum að heildstæðu frumvarpi til náttúruverndarlaga. Óskað er eftir umsögn í síðasta lagi 25.09.12.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulags- og byggingarsviðs, með áorðnum breytingum, og gerir að sinni.

    • 1208483 – Tjarnarvellir 13, uppbygging á lóð

      Lagt fram erindi Helga Vilhjálmssonar kt. um að deiliskipulagi verði breytt þannig að leyft verði að byggja fjölhæðahús með atvinnustarfsemi á jarðhæð og litlum íbúðum eða hótelíbúðum á efri hæðum.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í að fyrirspyrjandi vinni breytingu að deiliskipulagi í samræmi við tillögu B í fyrirspurninni.

    • 1209164 – Athafnasvæði hestamannafélags Sörla, breyting

      Bæjarráð óskar eftir því við skipulags- og byggingarráð að ráðið yfirfari skipulags- og byggingarskilmála ásamt gjaldskrá vegna hesthúsalóða. Skipulags- og byggingarráð óskaði á síðasta fundi eftir að skipulags- og byggingarsvið endurskoði skipulag hesthúsahverfis og geri tillögu að breytingum fyrir þennan fund.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að ræða tillöguna við Sörla hestamannafélag.

    • 1201057 – Byggingarstig, matsstig og skráning húsnæðis.

      Skipulags- og byggingarsvið gerir grein fyrir stöðu mála.

      Lagt fram.

    • 1107116 – Landsskipulagsstefna

      Lagðarfram greinargerðirnar Umhverfisskýrsla landsskipulag drög til kynningar dags. 20.08.12 og Greinargerð um samráðsfund 17.08.12.

      Lagt fram.

    • 1207251 – Reglur um götusölu og útimarkaði

      Tekin til umræðu tillaga um reglur um götusölu og útimarkaði. Bæjarráð vísaði tillögunni til umsagnar skipulags- og byggingarmála. Áður lögð fram umsögn sviðsstjóra dags. 10.08.2012. Bæjarstjórn samþykkti erindið í samræmi við umsögn sviðsstjóra þannig að leyfisveitingar og eftirlit verði í höndum skipulags- og byggingarsviðs.

      Lagt fram.

    • 0702005 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar, raflínur og tengivirki.

      Tekin til umræðu staða mála varðandi aðalskipulagsbreytingu varðandi Hamraneslínur og Suðurnesjalínu. Forsenda breytingarinnar var samkomulag milli Hafnarfjarðar og Landsnets frá árinu 2008. Aðalskipulagsbreytingin var samþykkt í bæjarstjórn í október 2010, en síðan beðið um að umhverfisráðuneytið frestaði afgreiðslu þar sem óljóst var hvort framkvæmdir Landsnets yrðu eins og samkomulagið gerði ráð fyrir. Skipulags- og byggingarráð taldi 21.06.11 að skoða þyrfti heildstætt samninga við Landsnet m.a. vegna línustæða áður en afstaða er tekin til beiðni Landsnets um frekari framkvæmdir. Sviðsstjóri gerir grein fyrir viðræðum 18.06.12 við forsvarsmenn Landsnets. Lögð fram endurskoðuð drög að samkomulagi sem þá voru kynnt forsvarsmönnum Landsnets og svar forstjóra Landsnets við því, sem er tölvupóstur dags. 20.06.12 og minnisblað dags 19.06.12. Lagður fram tölvupóstur Írisar Bjargmundsdóttur umhverfisráðuneyti dags. 08.08.12 þar sem farið er fram á að Hafnarfjarðarbær taki endanlega afstöðu til þess hvort staðfesta eigi skipulagið eða draga það til baka.

      Gerð var grein fyrir stöðu viðræðna við Landsnet.

    • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

      Sviðsstjóri gerir grein fyrir stöðu málsins og framhaldi þess. Lögð fram greinargerð Alta ráðgjafa um íbúa- og atvinnuþróun, áætlun VSÓ ráðgjafar um uppfærslu umferðarreiknilíkans og fundarpunktar frá fundum vinnuhópsins. Rætt verður um almennan kynningarfund á aðalskipulagsvinnunni.

      Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að ganga til samninga við VSÓ í samræmi við fyrirliggjandi tilboð enda sé það innan fjárhagsramma sviðsins. Samþykkt er að hafa almennan kynningarfund í október.

Ábendingagátt