Skipulags- og byggingarráð

2. október 2012 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 306

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri/skipulags- og byggingarsviðs
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 19.09.12 og 26.09.12. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1208420 – Hverfisgata 52b, fyrirspurn

      Óli Örn Eiríksson leggur 24.08.12 fram $line$fyrirspurn um að breyta bílskúr,breyta kvistum, byggja garðskála. Nánari lýsing á fyrirspurnarblaði. Fyrirspurninni var vísað til Húsafriðunarnefndar og umsögn hennar dags. 11. september liggur fyrir. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 19.09.2012, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Sigríður Björk Jónsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu þessa erindis.$line$Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina.

    • 0701032 – Álfholt 6-26, bílastæði

      Tekið fyrir erindi íbúa um að bifreiðastæði á bæjarlandi verði sérmerkt íbúum húsanna. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði 26.03.12 að kanna hvernig tekist hefur til með þau stæði sem þegar hafa verið sérmerkt húsum nr. 6 – 26.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna úr niðurstöðunum og leggja fyrir næsta fund.

    • 1203005 – Álfholt 30,32,34, merking bílastæða

      Tekið fyrir erindi íbúa um að bifreiðastæði á bæjarlandi verði sérmerkt íbúum húsanna. Lagðar fram niðurstöður úr könnun varðandi merkingu bílastæða í hringnum nr. 6-26.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að meta þetta erindi með hliðsjón af niðurstöðum úr $line$könnun varðandi merkingu bílastæða í hringnum nr. 6-26.

    • 1202073 – Stefnumótun menningar- og ferðamálanefndar í ferðamálum.

      Tekin fyrir að nýju tillaga að stefnumótun ásamt erindi menningar- og ferðamálafulltrúa f.h. nefndarinnar þar sem óskað er eftir umsögn um stefnumótunina. Menningar- og ferðamálanefnd óskar eftir umsögnum nefnda og ráða sem fyrst. Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna drög að umsögn fyrir 1. október. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að umsögn.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn sviðsins með áorðnum breytingum.

    • 1209504 – Arnarhraun 50, nýting á lóð

      Tekið til umræðu hvort byggja eigi tvíbýlishús á lóðinni í stað einbýlishúss eins og deiliskipulag lóðarinnar gerir ráð fyrir.

      Frestað.

    • 1209164 – Athafnasvæði hestamannafélags Sörla, breyting á DSK

      Bæjarráð óskar eftir því við skipulags- og byggingarráð að ráðið yfirfari skipulags- og byggingarskilmála ásamt gjaldskrá vegna hesthúsalóða. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir að skipulags- og byggingarsvið endurskoði skipulag hesthúsahverfis og geri tillögu að breytingum. Lagt fram á síðasta fundi og skipulags- og byggingarsviði jafnframt falið að ræða tillöguna við forsvarsmenn hestamannafélagsins Sörla. Skipulags- og byggingarsvið gerir grein fyrir þeim viðræðum.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að ganga frá endanlegri $line$tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir næsta fund.

    • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

      Sviðsstjóri gerir grein fyrir hugsanlegri röð nýrra íbúðarhverfa, fjölda, tímasetningu og áhrifum á skólakerfið.

      Gerð var grein fyrir hugmyndum í vinnu hópsins.

    • SB060858 – Vellir 7. áfangi, deiliskipulagsvinna.

      Framhald skipulagsvinnunnar tekið til umræðu.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að halda áfram vinnunni.

    • 1201057 – Byggingarstig, matsstig og skráning húsnæðis.

      Skipulags- og byggingarsvið gerir grein fyrir viðræðum við fulltrúa Þjóðskrár og ýmsum atriðum sem fram komu á haustfundi byggingarfulltrúa.

      Sviðsstjóri gerði grein fyrir viðræðum við fulltrúa frá Þjóðskrá.

    • 1107116 – Landsskipulagsstefna

      Lagðar fram skýrslurnar “landsskipulagsstefna 2013-2024 lokagerð” og “umhverfiskýrsla landsskipulagsstefnu 2013-2024 lokagerð”. Skýrslurnar hafa verið auglýstar og sendar til umsagnar. Frestur er til 20. nóvember nk. Vefslóðir www.landsskipulag.is/media/landsskipulagsstefna/24_sept_2012_Landsskipulagsstefna_2013_2024_lokagerd.pdf og skipulagvefur.eplica.is/media/landsskipulagsstefna/24_sept_2012_Umhverfisskyrsla_landsskipulagsstefnu_lokagerd.pdf .

      Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að gera umsögn.

    • 0702005 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar, raflínur og tengivirki.

      Tekin til umræðu staða mála varðandi aðalskipulagsbreytingu varðandi Hamraneslínur og Suðurnesjalínu. Forsenda breytingarinnar var samkomulag milli Hafnarfjarðar og Landsnets frá árinu 2008. Aðalskipulagsbreytingin var samþykkt í bæjarstjórn í október 2010, en síðan beðið um að umhverfisráðuneytið frestaði afgreiðslu þar sem óljóst var hvort framkvæmdir Landsnets yrðu eins og samkomulagið gerði ráð fyrir. Skipulags- og byggingarráð taldi 21.06.11 að skoða þyrfti heildstætt samninga við Landsnet m.a. vegna línustæða áður en afstaða er tekin til beiðni Landsnets um frekari framkvæmdir. Sviðsstjóri gerði áður grein fyrir viðræðum 18.06.12 við forsvarsmenn Landsnets. áður lögð fram endurskoðuð drög að samkomulagi sem þá voru kynnt forsvarsmönnum Landsnets og svar forstjóra Landsnets við því, sem er tölvupóstur dags. 20.06.12 og minnisblað dags 19.06.12. Áður lagður fram tölvupóstur Írisar Bjargmundsdóttur umhverfisráðuneyti dags. 08.08.12 þar sem farið er fram á að Hafnarfjarðarbær taki endanlega afstöðu til þess hvort staðfesta eigi skipulagið eða draga það til baka. Lögmaður skipulags- og byggingarsviðs gerir grein fyrir tillögu að viðauka við samkomulagið.

      Gerð var grein fyrir viðræðum milli aðila.

Ábendingagátt