Skipulags- og byggingarráð

16. október 2012 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 307

Mætt til fundar

 • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
 • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Sigurbergur Árnason aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

 • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri/skipulags- og byggingarsviðs
 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 03.10.12 og 10.10.12. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

   Lagt fram.

  • 1106205 – Hverfisgata 12-setja gamalt hús á lóð

   Sigurður Jónsson sækir um með erindi dags. 27. júní 2011 að fá lóðina að Hverfisgötu 12 undir gamalt hús sem byggt er 1894. Ný gögn bárust 10.10.2012. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 10.10.2012, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið enda fellur það að stefnumörkun Hafnarfjarðar varðandi uppbyggingu í gamla bænum og myndi lítið hús á þessum stað styrkja götumynd Hverfisgötu. SBH felur starfsmönnum sviðsins að vinna áfram að málinu. Skipulags- og byggingarráð vísar lóðarumsókn til bæjarráðs.

  • 0701032 – Álfholt 6-26, bílastæði

   Tekið fyrir erindi íbúa um að bifreiðastæði á bæjarlandi verði sérmerkt íbúum húsanna. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði 26.03.12 að kanna hvernig tekist hefur til með þau stæði sem þegar hafa verið sérmerkt húsum nr. 6 – 26.

   Svör við könnun sýna mismunandi viðhorf íbúa. Þeir sem eru með mörg merkt svæði á bæjarlandi eru að vonum ánægari en þeir sem hafa útbúið stæði á eigin lóð og takmarkað þannig nýtingamöguleika hennar. Almennt hefur ekki verið farin sú leið að sérmerkja bílstæði á bæjarlandi og er það ákvörðun ráðsins að svo skuli einnig vera í Álfholtinu. Þar sem bílastæði eru teiknuð inn á samþykktar byggingarnefndarteikningar ber lóðarhöfum að láta útbúa bílastæði samkvæmt teikningum. Til þess að koma á móts við þarfir íbúa um fleiri stæði er það markmið SBH að fjölga stæðum um 4.$line$$line$Sviðsstjóri vék af fundi við afgreiðslu erindisins.

  • 1203005 – Álfholt 30,32,34, merking bílastæða

   Tekið fyrir erindi íbúa um að bifreiðastæði á bæjarlandi verði sérmerkt íbúum húsanna. Lagðar fram niðurstöður úr könnun varðandi merkingu bílastæða í hringnum nr. 6-26.

   Skipulags- og byggingarráð vísar til stefnu bæjarins um að sérmerkja ekki bílastæði á bæjarlandi. Gerð var tilraun með sérmerkingu svæða í hverfinu. Niðurstaða hennar varð sú að það leysti ekki bílastæðavandamál í hverfinu að sérmerkja bílastæði.$line$$line$Sviðsstjóri vék af fundi við afgreiðslu erindisins.

  • 1209164 – Athafnasvæði hestamannafélags Sörla, breyting á DSK

   Bæjarráð óskar eftir því við skipulags- og byggingarráð að ráðið yfirfari skipulags- og byggingarskilmála ásamt gjaldskrá vegna hesthúsalóða. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir að skipulags- og byggingarsvið endurskoði skipulag hesthúsahverfis og geri tillögu að breytingum. Lagt fram á síðasta fundi og skipulags- og byggingarsviði jafnframt falið að ræða tillöguna við forsvarsmenn hestamannafélagsins Sörla. Skipulags- og byggingarsvið gerði grein fyrir þeim viðræðum á síðasta fundi.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulaginu í samræmi við 43. gr. laga nr. 123/2010.

  • 1210096 – Hellnahraun 2 og 3 hringtorg

   Tekið til umræðu hvort vinna eigi deiliskipulag fyrir hringtorg sem tengir Hellnahraun 2 og 3 við Krýsuvíkurveg. Óformlegt samþykki Vegagerðarinnar liggur fyrir.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að hefja undirbúning að deiliskipulagsbreytingu.

  • 1209504 – Arnarhraun 50, nýting á lóð

   Tekið til umræðu hvort byggja eigi tvíbýlishús á lóðinni í stað einbýlishúss eins og deiliskipulag lóðarinnar gerir ráð fyrir. Frestað á síðasta fundi.

   Skipulags- og byggingarráð telur að ekki sé ástæða til að breyta aðal- og deiliskipulagi vegna þessarar lóðar.

  • 1107116 – Landsskipulagsstefna

   Lagðar fram skýrslurnar “landsskipulagsstefna 2013-2024 lokagerð” og “umhverfiskýrsla landsskipulagsstefnu 2013-2024 lokagerð”. Skýrslurnar hafa verið auglýstar og sendar til umsagnar. Frestur er til 20. nóvember nk.

   Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn sviðsstjóra og gerir að sinni.

  • 1209223 – Fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2013.

   Fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2013 tekin til umræðu.

   Tekin til umræðu og frestað.

  • 1210290 – Nordic Built

   Formaður gerir grein fyrir samstarfsverkefninu Nordic Built.

   Formaður gerði grein fyrir samstarfsverkefninu.

Ábendingagátt