Skipulags- og byggingarráð

30. október 2012 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 309

Mætt til fundar

 • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
 • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Sigurbergur Árnason aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

 • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri/skipulags- og byggingarsviðs
 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 17.10.12 og 23.10.12. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

   Lagt fram.

  • 1210385 – Drekavellir 11.raðhús.breytingar

   Skák ehf sækir þann 17.10.12 um að gera breytingar að innan og utan á raðhúsi við Drekavelli 4 samkvæmt teikningum dagst. 22.01.2007. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 24.10.2012, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að ræða við umsækjanda um að bílskúrshurðir verði dregnar inn og útlit samræmt við klæðningar á húsinu. Að þessu uppfylltu heimilar skipulags- og byggingarráð að breyta deiliskipulagi og grenndarkynna í samræmi við 44. gr. laga nr. 123/2010.

  • 1210498 – Suðurbær nýtt deiliskipulag.

   Tekin til umræðu tillaga um að vinna deiliskipulag fyrir reit sem er enn óskipulagður í Suðurbæ Hafnarfjarðar.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að hefja vinnu við deliliskipulagsgerð á reit sem er enn óskipulagður í suðurbæ Hafnarfjarðar.

  • 0706398 – Kirkjugarður stækkun, deiliskipulag

   Tekin til umræðu deiliskipulagsvinna vegna stækkunar kirkjugarðsins við Kaldárselsveg. Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að skipulagslýsing verði kynnt og gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir skipulagslýsingu vegna tillögu að deiliskipulagi fyrir Kirkjugarða Hafnarfjarðar norðurhluta samkvæmt 1. mgr. 40. gr. laga nr. 123/2010.”

  • 1203412 – Lónsbraut, bátaskýli

   Tekið fyrir að nýju skipulag og notkun bátaskýlanna og framtíð svæðisins.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að halda áfram vinnu við breytingu á deiliskipulagi svæðisins þannig að ekki er þörf á að vinna sérstaka skipulagslýsingu.

  • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

   Lagður fram lokatexti græna teymisins.

   Lagt fram sem innlegg í vinnu við heildarendurskoðun Aðalskipulags Hafnarfjarðar.

  • SB060858 – Vellir 7. áfangi, deiliskipulagsvinna.

   Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingum á deiliskipulagi hverfisins dags. x.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að setja skipulagstillöguna Hádegishlíð breytingu á deiliskipulagi Valla 7. áfanga í auglýsingu í samræmi við 43. gr. laga nr. 123/2010. Jafnframt er samþykkt að halda kynningarfund í byrjun nóvember nk.

  • 11023037 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, Holtsgöng

   Tekið fyrir erindi Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins dags. 27.10.12 sem sendir breytingartillögu að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðinsins, Holtsgöng, breytingar á gatnaskipulagi og breytingar á byggingarmagni á byggðasvæði 5, innkomnar athugasemdir og álit fagráðs til afgreiðslu í sveitarstjórnum skv. 2. mgr. 25. greinar skipulagslaga.

   Með vísan í fyrri umsögn varðandi þetta saman erindi og umsögn fagráðs Samvinnunefndar um svæðisskipulag telur SBH ekki ástæðu til að gera athugasemdir við erindi Reykjavíkurborgar um breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins sem varða annars vegar breytingar á byggingarmagni á svæði 5. og hins vegar niðurfellingu fyrirhugaðra Holtsgangna. Umferðaútreiknignar (VSÓ) sýna glögglega að breytingarnar munu ekki hafa teljandi áhrif á umferð og er því ekki í andstöðu við og markmið svæðisskipulagsins. Þá hefur ekki verið sýnt fram á að Holtsgöngin myndu létta á umferð um höfuðborgina nema að mjög afmörkuðu leyti og gerir SBH því ekki athugasemdir við það að göngin verði tekin út af aðalskipulagi. Hins vegar skal bent á að gera þurfi á aðalskipulags- og deiliskipulagsgrunni ráð fyrir mótvægisaðgerðum varðandi aukið byggingarmagn á svæðinu sem óhjákvæmilega mun hafa í för með sér aukna umferð (akandi, gangangdi, hjólandi). Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögurnar með þremur atkvæðum en fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá. Meirihluti skipulags- og byggingarráðs gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: ” Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi breytingartillögur að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins varðandi brottfall Holtsgangna og aukningu byggingarmagns á reit 5.”

Ábendingagátt