Skipulags- og byggingarráð

7. janúar 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 313

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 12.12.12, 19.12.12 og 03.01.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1212037 – Helluhraun 16-18, breyting á deiliskipulagi

      Tekið fyrir erindi Gests Ólafssonar f.h. Fasteignafélagsins Eikar, þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar skv. meðfylgjandi skipulagstillögu. Skipulags- og byggingarráð hafði áður veitt leyfi til að leggja fram tillögu. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 05.12.2012, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa meðfylgjandi deiliskipulagstillögu í samræmi við 43. gr. laga nr. 123/2010 með þeim fyrirvara að hæð turns verði að hámarki 12 m. í stað 15 m.

    • 1209164 – Athafnasvæði hestamannafélags Sörla, breyting á DSK

      Deiliskipulag athafnasvæðisins var auglýst 31.10.12 skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010 í samræmi við afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs 16.10.12. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 19.12.2012, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að taka saman athugasemdir og gera drög að svörum í samræmi við umræður sem áttu sér stað á fundinum.

    • 1301142 – Kaplakriki, breyting á deiliskipulagi

      Tekin fyrir fyrirspurn Sigurður Einarssonar Batteríinu f.h. Fimleikafélags Hafnarfjarðar, þar sem óskað er eftir heimild til að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins skv. meðfylgjandi gögnum.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina.

    • 1212236 – Dalshraun 5 fyrirspurn um búsetu

      Björn Möller gerir fyrirspurn um hvort hægt sé að samþykkja að skrá eignarhluta 04-0202 sem íbúð ef teikningar verði sendar inn. Einnig hvort hægt sé að skrá fleiri eignir í húsinu sem íbúðir í húsinu Dalshraun 5 sem íbúðir á sömu forsendum. Breytingar hafa verið gerðar án tilskilins byggingarleyfis. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 03.01.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð vísar til þess að á svæðinu sé gildandi skipulag sem heimilar ekki íbúðir í húsinu umfram eina húsvarðaríbúð. Þess vegna er ekki heimilt að samþykkja íbúðir í húsinu og engin áform um að breyta deiliskipulagi.

    • SB060858 – Vellir 7. áfangi, deiliskipulagsvinna.

      Tillagan var auglýst 01.11.12 skv. 43. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemdafresti lauk 19.12.12. Athugasemdir bárust. Kynningarfundur var haldinn 19.11.12. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 03.01.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að fara yfir athugasemdir og gera drög að svörum við þeim.

    • 1202338 – Bæjarhraun, hjólastígur

      Lögð fram lýsing á deiliskipulagi fyrir göngu- og hjólastíg á Bæjarhrauni dags. 4. janúar 2013.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir lýsinguna með áorðnum breytingum.

    • 1107116 – Landsskipulagsstefna

      Lagt fram bréf skipulagsstofnunar með yfirliti yfir athugasemdir sem hafa borist.

      Lagt fram.

    • 1301001 – Byggingarreglugerð breytingar 2013

      Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að framlengja til 15. apríl 2013 bráðabirgðaákvæði nýrrar byggingarreglugerðar er kveður á um að byggingafulltrúum sé heimilt að gefa út byggingarleyfi á grundvelli krafna eldri byggingarreglugerðar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samhliða verða gerðar breytingar á ákvæðum nýrrar byggingarreglugerðar er varða einangrun og rýmisstærðir.$line$$line$

      Lagt fram.

    • 1201313 – Löður bílaþvottastöð, Reykjavíkurvegur 54

      Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 17.12.12, vegna kæru húsfélagsins varðandi starfsleyfi bílaþvottastöðvar Löðurs Reykjavíkurvegi 54. Kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 25. júní 2012 um að endurnýja starfsleyfi bílaþvottastöðvar er hafnað.

      Lagt fram.

Ábendingagátt