Skipulags- og byggingarráð

22. janúar 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 314

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri/skipulags- og byggingarsviðs
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 10.01.13 og 17.01.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1301142 – Kaplakriki, breyting á deiliskipulagi

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Sigurður Einarssonar Batteríinu f.h. Fimleikafélags Hafnarfjarðar, þar sem óskað er eftir heimild til að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins skv. meðfylgjandi gögnum. Sigurður Einarsson og Viðar Halldórsson mættu á fundinn.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar fyrir kynninguna.

    • 1301378 – Óseyrarbraut, stöðuleyfi

      Lögð fram umsókn Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. um starfsmannaaðstöðu, dagsett 23. nóvember 2012, undirritað Eiríkur Ormur Víglundsson. Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti. Umsókn um stöðuleyfi barst 15.01.13.

      Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 16.01.13, þar sem bent var á að framkvæmdin væri byggingarleyfisskyld og málinu vísað til skipulags- og byggingarráðs.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð bendir á að erindið krefst deiliskipulagsbreytingar og að gerð verði lóð fyrir bygginguna.

    • 1209164 – Athafnasvæði hestamannafélags Sörla, breyting á DSK

      Deiliskipulag athafnasvæðisins var auglýst 31.10.12 skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010 í samræmi við afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs 16.10.12. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum og drög að svörum við þeim.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir og gerir svör skipulags- og byggingarsviðs að sínum. $line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og því verði lokið í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • SB060858 – Vellir 7. áfangi, deiliskipulagsvinna.

      Tillagan var auglýst 01.11.12 skv. 43. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemdafresti lauk 19.12.12. Athugasemdir bárust. Kynningarfundur var haldinn 19.11.12. Lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum og drög að svörum við þeim.

      Skipulags- og byggingarráð frestar endanlegri afgreiðslu.

    • 1202338 – Bæjarhraun, hjólastígur

      Tekin fyrir að nýju lýsing á deiliskipulagi fyrir göngu- og hjólastíg á Bæjarhrauni dags. 4. janúar 2013.

      Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir lýsingu á deiliskipulagi fyrir göngu- og hjólreiðastíg í Bæjarhrauni dags. 4. janúar 2013.”

    • 1206227 – Álverið í Straumsvík, þynningarsvæði.

      Tekin fyrir að nýju tillaga sviðsstjóra um að teknar verði upp viðræður við Alcan á Islandi og Umhverfisstofnun um minnkun þynningarsvæðis álversins vegna bættra mengunarvarna í samræmi við skýrslu Hönnunar “Stækkun Ísal í Straumsvík. Mat á umhverfisáhrifum.”

      Sviðsstjóra falið að afla frekari upplýsinga hjá Alcan á Íslandi varðandi mengunarvarnir.

    • 1301141 – Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024, tillaga

      Lagt fram erindi Birgis Hlyns Sigurðssonar skipulagsstjóra Kópavogs dags. 27.12.12 þar sem vísað er til kynningar tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

      Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að gera umsögn í samræmi við umræður á fundinum um Ofanbyggðaveg og göngu- og hjólreiðastíga.

    • 0911548 – Hvammabraut 4, sólhús

      Sviðsstjóri kynnir úrskurð og málaferli vegna byggingarleyfis sem fellt var úr gildi með tilvísun til lóðarleigusamnings.

      Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

    • 1301279 – Breyting á skipulagslögum nr. 135/2012.

      Lögð fram til kynningarbreyting á skipulagslögum nr. 123/2010, lagabreyting nr. 135/2012, varðandi breytingu á fresti til að birta samþykkt skipulag í b-deild Stjórnartíðinda.

      Lagt fram.

    • 1301467 – Minjastofnun tekur við af Fornleifavernd og Húsafriðunarnefnd

      Lagt fram bréf Agnesar Stefánsdóttur deildarstjóra á Minjavernd Íslands dags. 09.01.13, þar sem tilkynnt er um hlutverk hinnar nýju stofnunar.

      Lagt fram.

    • 1301501 – Náttúruvernd (heildarlög), 429. mál til umsagnar

      Tekin fyrir erindi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 17.01.13 sem sendir til umsagnar frumvarp til laga um náttúruvernd (heildarlög), 429. mál. Umsagnarfrestur er til 08.02.13.$line$$line$

      Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að skoða frumvarpið og gera drög að umsögn. Jafnframt vísar skipulags- og byggingarráð frumvarpinu til umsagnar hjá Umhverfis- og framkvæmdaráði.

    • 1301539 – Suðvesturlínur möstur

      Kynntar hugmyndir Landsnets um gerð mastra á Suðurnesjalínu.

      Lagt fram.

Ábendingagátt