Skipulags- og byggingarráð

5. febrúar 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 315

Mætt til fundar

 • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
 • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Sigurbergur Árnason aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Jóhanna Fríða Dalkvist varamaður

Ritari

 • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri/skipulags- og byggingarsviðs
 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 23.01.13 og 30.01.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

   Lagt fram.

  • 1201057 – Byggingarstig, matsstig og skráning húsnæðis.

   Skipulags- og byggingarsvið gerir grein fyrir stöðu mála.

   Lilja Ólafsdóttir og sviðsstjóri gerðu grein fyrir stöðu mála.

  • 1203412 – Lónsbraut, bátaskýli

   Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Í ljós hefur komið að sum bátaskýlanna eru notuð fyrir aðra starfsemi, svo sem bílaverkstæði, sem er ekki í samræmi við aðalskipulag, þar sem svæðið er skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota. Tillagan var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 30.01.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð felur sviðinu að gera samantekt með athugasemdum og boða til fundar með fulltrúum eigenda.

  • 1211268 – Uppland Hafnarfjarðar, nýr golfvöllur

   Tekið fyrir á ný erindi golfklúbbsins Keilis dags. 20.11.12 varðandi staðsetningu nýs golfvallar. Hálfdan Karlsson og Sveinn Sigurbergsson mættu á fundinn.

   Skipulags- og byggingarráð þakkar fyrir kynninguna. Skipoulags- og byggingarráð vísar erindinu til vinnu við heildarendurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar sem nú er í gangi.

  • 1301501 – Náttúruvernd (heildarlög), 429. mál til umsagnar

   Tekið fyrir á ný erindi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 17.01.13 sem sendir til umsagnar frumvarp til laga um náttúruvernd (heildarlög), 429. mál. Umsagnarfrestur er til 08.02.13.$line$$line$

   Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn sviðsstjóra og gerir að sinni.

  • 1302007 – Óseyrarbraut 31b deiliskipulagsbreyting

   Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags á reit 5.3. hafnarsvæðisins. Breytingin felur í sér að lóð nr 31 minnkar um 110 ferm og ný lóð nr.31b verður til. Hafnarstjórn samþykkti 01.02.13 að leggja til við skipulags- og byggingaráð að breyta deiliskipulagi á reit 5.3 á hafnarsvæðinu í samræmi við framlagðan uppdrátt. Jafnframt samþykkti hafnarstjórn að leigja vélsmiðju Orms og Víglundar afnot af lóðinni Óseyrarbraut 31 b til 3 ára fyrir starfsmannaaðstöðu.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að breyting á deiliskipulaginu verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. laga nr. 123/2010.

  • 1301604 – Hvaleyrarbraut 41, byggingarleyfi breyting

   HG Design sækir um 23.01.13 breytingu, tekur aðeins til 2. hæðar. Skv. teikningum Baldurs Ó. Svavarssonar dags.15.01.13. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 30.01.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulags- og byggingarsviði endanlega afgreiðslu þess í samræmi við umræður á fundinum.

  • 1301373 – Strætó bs, bókun frá 176. fundi stjórnar 30.11.2012

   Tekin til umræðu skýrsla Strætó bs um hraðvagnakerfi. Umhverfis- og framkvæmdaráð vísaði málinu til kynningar í skipulags- og byggingarráði.

   Helga Stefánsdóttir kom og gerði grein fyrir skýrslunni.$line$Skipulags- og byggingarráð vísar skýrslunni til vinnu sem á sér stað við heildarendurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar.

  • 1211148 – Deiliskipulag, tilkynning í Stjórnartíðindum 2011 og 2012

   Teknar fyrir skipulagstillögur sem auglýstar voru skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, en ekki tókst að birta á tilskildum tíma í b-deild Stjórnartíðinda skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða eftirtaldar tillögur:´$line$Mál nr. 0902053 – Hörðuvellir/Reykdalsreitur, Ljósatröð, deiliskipulag dælustöð, mál 0902053. Samþykkt 02.11.10. $line$Mál nr. SB040124 – Sléttuhlíð deiliskipulag, textabreyting í skilmálum. Samþykkt 10.11.10.$line$Mál nr. 0712080 – Miðbær-Hraun deiliskipulag. Samþykkt 19.12.11.$line$Mál nr. SB030312. Jarðvegstippur deiliskipulag. Samþykkt 26.01.11.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að framangreindar tillögur verði auglýstar að nýju skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010, og jafnframt verði þeim sem athugasemdir gefinn kostur á að láta þær athugasemdir gilda ef þeir óska þess.$line$$line$Þar sem ekki tókst að birta þessi skipulög í b-deild Stjórnartíðinda á tilskildum tíma skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 gerir Skipulags- og byggingarráð eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að eftirfarandi deiliskipulagstillögur verði auglýstar að nýju samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: “Hörðuvellir/Reykdalsreitur, Ljósatröð, deiliskipulag dælustöð”, sem samþykkt var 02.11.10., “Sléttuhlíð, deiliskipulag, textabreyting í skilmálum”, sem samþykkt var 10.11.10, “Miðbær-Hraun, deiliskipulag”, sem samþykkt var 19.12.11, og “Jarðvegstippur, deiliskipulag”, sem samþykkt var 26.01.11.”

  • 1301076 – Upplýsingalög nr. 140/2012

   Lögð fram til kynningar ný upplýsingalög nr. 140/2012 sem tóku gildi þann 1. janúar sl.

   Lagt fram.

  • SB060858 – Vellir 7. áfangi, deiliskipulagsvinna.

   Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingum á deiliskipulagi hverfisins dags. x. Tillagan var auglýst 01.11.12 skv. 43. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemdafresti lauk 19.12.12. Athugasemdir bárust. Kynningarfundur var haldinn 19.11.12. Áður lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum og drög að svörum við þeim.

   Frestað.

  Fundargerðir

  • 1112016F – Undirbúningshópur umferðarmála - 65

   Lögð fram fundargerð Undirbúningshóps Umferðarmála dags. 25.01.2013.

   Lagt fram.

Ábendingagátt