Skipulags- og byggingarráð

19. febrúar 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 316

Mætt til fundar

 • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
 • Sigurbergur Árnason aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Guðrún Margrét Ólafsdóttir varamaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 06.02.13 og 13.02.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

   Lagt fram.

  • 1210498 – Suðurbær nýtt deiliskipulag.

   Tekin til umræðu að vinna við deiliskipulag fyrir reit sem er enn óskipulagður í Suðurbæ Hafnarfjarðar. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að verkefnislýsingu dags. 13.02.2013.

   Frestað.

  • 1211090 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar Suðurbær, breyting

   Tekin fyrir að nýju tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á aðalskipulaginu hvað varðar Hringbraut 17 og lóðir kring um St:Jósefsspítala. Tillagan var samþykkt í auglýsingu skv. 30. og 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010, en við nánari athugun hefur komið í ljós að engir hagsmunir skerðast og er því hægt að fara með tillöguna sem óverulega breytingu á aðalskipulagi sk. 2. mgr. 36. greinar sömu laga.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að farið verði með aðalskipulagsbreytinguna sem óverulega skv. 2. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að farið verði með aðalskipulagsbreytingu fyrir Suðurbæ Hafnarfjarðar dags. 27.11.12 sem óverulega skv. 2. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.”

  • 1302065 – Herjólfsgata 30-34, deiliskipulag.

   Borist hefur tölvupóstur frá Inga Guðmundssyni f.h. Landeyjar ehf um það hvort deiliskipulag sem fellt var úr gildi sökum annmarka á málsmeðferð fáist samþykkt aftur verði eftir því leitað. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 03.01.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulags og byggingarsviði að undirbúa breytingu á deiliskipulaginu, sem varðar annars vegar breytingu á deiliskipulagsmörkum í samráði við Garðabæ, en hins vegar tillögu að skipulagi á lóðunum Herjólfsgötu 30-34 í samvinnu við lóðarhafa. Þar verði gert ráð fyrir uppbyggingu smárra íbúðarklasa sem falli vel að umhverfinu og hrauni sem umlykur lóðirnar. Ekki er þó gert ráð fyrir að nýting lóðanna verði eins mikil að umfangi og gert var ráð fyrir á því deiliskipulagi sem nú er fallið úr gildi.

  • 1302144 – Helluhraun 14, ósk um deiliskipulagsbreytingu

   Gunnþór Ægir Gunnarsson óskar eftir heimild til að breyta deiliskipulagi á lóð Helluhrauns 14. Breytingin felst í að byggingarreitur yrði stækkaður og nýtingarhlutfall hækkað. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 03.01.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í erindið. Út frá umferðaröryggi er ekki er æskilegt að heimila byggingu alveg út í lóðarmörk þar sem byggingin getur skyggt á sjónlengdir á horninu við lóðir 16 og18 auk þess ekki í samræmi við framtíðarhugmyndir um nýtingu svæðisins.

  • 1302001 – Sólvangsvegur 1, fyrirspurn

   Öldrunarsamtökin Höfn leggja 01.02.2013 fram fyrirspurn um að byggja létta viðbyggingu, sólstofa og mataraðstaða skv. meðfylgjandi gögnum. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 03.01.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina en vekur athygli á að samþykki eigenda nærliggjandi íbúða þurfi að liggja fyrir.

  • 1301142 – Kaplakriki, breyting á deiliskipulagi

   Tekin til umræðu beiðni Sigurðar Einarssonar arkitekts Batteríinu f.h. FH um að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Kaplakrikasvæðið.

   Þar sem um nokkuð umfangsmikla uppbyggingu á svæðinu er að ræða telur Skipulags- og byggingarráð eðlilegt að áður en lögð sé fram formleg skipulagstillaga verði unnin skipulagslýsing vegnar fyrirhugaðrar deiliskipulagstillögu og veitir umsækjendum, aðalstjórn FH, heimild til að leggja fram skipulagslýsingu sbr. 40. gr. laga nr. 123/2010.

  • SB060858 – Vellir 7. áfangi, deiliskipulagsvinna.

   Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingum á deiliskipulagi hverfisins dags. 19.12.13. Tillagan var auglýst 01.11.12 skv. 43. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemdafresti lauk 19.12.12. Athugasemdir bárust. Kynningarfundur var haldinn 19.11.12. Lögð fram endurskoðuð samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum og drög að svörum við þeim.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir svör við athugasemdum og gerir að sínum. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að ljúka deiliskipulaginu með vísan til 42. gr. laga nr. 123/2010.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á deiliskipulagi að Völlum 7, dags. 19. febrúar 2013 og að deiliskipulaginu verði lokið í samræmi við 42. gr. laga nr. 123/2010.”$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks gera eftirfarandi bókun: Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja breytingarnar sem nú hafa verið gerðar á deiliskipulagi nýs hverfis á Völlum 7, framtíðarbyggingarsvæði bæjarins. En tekið skal skýrt fram að áður en til úthlutunar á Völlum 7 kemur þarf hagkvæmniúttekt að liggja fyrir. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir slíkri úttekt á síðasta ári, þar sem m.a. yrði tekið tillit til allra kostnaðarþátta við uppbyggingu þjónustu við íbúa hins nýja hverfis, ásamt því að fyrir liggi hvenær Ásvallabraut verður tekin í notkun til að tryggja viðunandi samgöngur og vegtengingar við Ásland og Vallasvæðið í heild. Einnig er brýnt að lokið verði frágangi við gatnagerð og gangstéttir í öðrum nýlegum hverfum bæjarins, áður en til úthlutunar og uppbyggingar nýs hverfis kemur. Ennfremur er mikilvægt að taka mið af íbúaþróun, mannfjöldaspá og fyrirliggjandi magni af húsnæði í byggingu og hver áætluð þörf er fyrir nýbyggingar næstu árin þegar ákvörðun um úthlutun lóða í nýju hverfi er tekin.$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna benda á að um þegar skipulagt hverfi er að ræða. Þar af leiðandi er kostnaður við framkvæmdir þekktur og er verið að vinna að samantekt. Einnig hefur verið unnið að áætlun varðandi vegtengingar og hefur SBH þegar samþykkt að hafin verði vinna við veghönnun Ásvallabrautar.

  • 1202052 – Vatnsvernd, heildarendurskoðun

   Lagt fram erindi Hrafnkels Proppé svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins dags. 21.12.12, þar sem send er til umsagnar tillaga stýrihóps um endurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu að verklýsingu við endurskoðunina. Lögð fram tillaga sviðsstjóra og vatnsveitustjóra að umsögn.

   Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemd við verkefnislýsinguna.

  • 1011383 – Kirkjugarður stækkun til norðurs deiliskipulag

   Tekin fyrir á ný verkefnislýsing að deiliskipulagi fyrir stækkun kirkjugarðsins. Verkefnislýsingin hefur hlotið lögboðna meðferð samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010.

   Þráinn Hauksson kom á fundinn og gerði grein fyrir tillögu að deiliskipulagi fyrir stækkun kirkjugarðsins.

  • 1301141 – Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024, tillaga

   Lagt fram erindi Birgis Hlyns Sigurðssonar skipulagsstjóra Kópavogs dags. 27.12.12 þar sem vísað er til kynningar tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að umsögn.

   Skipulags- og byggingarráð tekur undir athugasemdir sviðsstjóra og gerir að sínum.

  • 1302172 – Suðvesturlínur, deiliskipulag

   Tekin til umræðu fyrirspurn Landsnets um hvort Suðvesturlínur séu deiliskipulagsskyldar.

   Nokkur óvissa hefur verið um það hvort að nauðsynlegt sé að vinna deiliskipulag fyrir línur eins og þær liggja fyrir á aðalskipulagi á svæði sem ekki hefur verið deiliskipulagt, sem eru óbyggð svæði utan þéttbýlis í flestum tilvikum. Það er mat Skipulagsráðs Hafnarfjarðar að á óbyggðum svæðum verði aðalskipulaguppdrættir og mat á umhverfisáhrifum tilgreind sem forsenda framkvæmdaleyfis, enda séu slíkir fyrirvarar settir í samþykkt aðalskipulags fyrir Suðvesturlínur, um hnikun vegna fornminja, að erfitt gæti verið að fastsetja nákvæma legu á deiliskipulagsgrunni áður en til framkvæmda komi. Þá verði línuvegir skilgreindir sem slóðar sem einungis eru ætlaðir til viðhalds lína, en ekki sem vegir.$line$Skipulagsstofnun, hefur ekki gert kröfu um deiliskipulag, en vísar því til mats sveitarfélagsins hverju sinni. Hins vegar er það mat Skipulags- og byggingarráðs að þar sem deiliskipulag er fyrir hendi í þéttbýli og á þeim stöðum sem unnið hefur verið deiliskipulag, s.s. vegna námuvinnslu, skulu vinna breytingar á deiliskipulagi þar sem grein er gerð fyrir nákvæmri legu lína.

  • 1302227 – Sjálfstæðisflokkur fyrirspurn í skipulags- og byggingarráði 190213

   Fyrirspurn um fjölda lóða.$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir skriflegum upplýsingum/yfirliti yfir: $line$1) Lausar lóðir og/eða svæði í grónum hverfum í Hafnarfirði þar sem hugsanlega væri grundvöllur fyrir því að skipuleggja nýjar byggingarlóðir og þétta þar með byggð. $line$2) Lóðir sem úthlutað hefur verið á sl. 5 árum en framkvæmdir hafa ekki hafist á (lóðir sem ekki var skilað).$line$3) Fjölda íbúða/íbúðarhúsa sem eru í byggingu í bæjarfélaginu en ekki flutt í.$line$

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að taka saman umbeðnar upplýsingar fyrir næsta fund.

Ábendingagátt