Skipulags- og byggingarráð

5. mars 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 317

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri/skipulags- og byggingarsviðs
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 20.02.13 og 27.02.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1211296 – Trönuhraun 9, byggingaáform á lóð

      Ingvar Geirsson f.h. Penslaverksmiðjunnar leggur inn fyrirspurn dags 18.11.12 varðandi byggingaráform fyrirtækisins á lóð fyrirtæksins og leitar eftir samþykki skipulagsyfirvalda á þeim. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði að ræða við Ingvar Geirsson f.h. Penslaverksmiðjunnar um erindið og framhald málsins. Lagðar fram nýjar hugmyndir 28.01.13. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 27.02.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að ræða áfram við lóðarhafa um byggingaráformin og nýtingu á lóðinni.

    • 1302330 – Mjósund 10, fyrirspurn

      Mjósund 10 ehf leggur fram fyrirspurn um að breyta félagsmiðstöð í fjöleignahús, 3 íbúðir. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 27.02.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs og benti jafnframt á að skv. aðalskipulagi er byggingin á svæði fyrir þjónustustofnanir.

      Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemdir við að gerðar séu breytingar á húsnæði eins og kemur fram í fyrirspurn, en bendir á að sækja þarf um breytingar á aðalskipulagi áður en unnt er að taka slíkt erindi til endanlegrar afgreiðslu, þar sem lóðin er skilgreind sem lóð fyrir þjónustustofnanir í núgildandi aðalskipulagi. Þá er æskilegt að gætt sé að því að breytingarnar séu í samræmi við upprunalegt útlit hússins.

    • 1210498 – Suðurbær nýtt deiliskipulag.

      Tekin til umræðu að vinna við deiliskipulag fyrir reit sem er enn óskipulagður í Suðurbæ Hafnarfjarðar. áður lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að verkefnislýsingu dags. 13.02.2013. Frestað á síðasta fundi.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir lýsinguna í samræmi við 40. gr. laga nr. 123/2010 með áorðnum breytingum.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulagslýsingu fyrir það svæði sem enn er óskipulagt í Suðurbæ Hafnarfjarðar í samræmi við 40. gr. laga nr. 123/2010.”

    • 1001145 – Hávaðakort samkv. tilskipun EU 2002/49/EC og skrá yfir stóra vegi

      Lögð fram til kynningar gögn vegna kortlagningar hávaða og gerð aðgerðaráætlana skv. 11. grein reglugerðar nr. 1000/2005.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.

    • 10022261 – Skilti á bæjarlandi

      Tekin til umræðu hugmynd Proforma PR ehf að skiltum við inkeyrslu á Hellnahraun 1.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1302377 – Reglugerð um eftirlit Umhverfisstofnunar með náttúru landsins

      Tekið til umræðu erindi umhverfisráðuneytisins dags. 25.02.13 þar sem send eru til umsagnar drög að reglugerð um eftirlit Umhverfisstofnunar. Umsagnarfrestur er til 11.03.13.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulags- og byggingarsviðs en bendir á að fyrirvarinn til að vinna umsögn er alltof skammur fyrir stórt mál.

    • SB060858 – Vellir 7. áfangi, deiliskipulagsvinna.

      Tekin til umræðu ábending frá Guðna Gíslasyni varðandi nafngift hverfisins og endingar gatnanafna sem barst með tölvupósti 21.11.12. Ábendingin var tekin til umræðu og var höfð til hliðsjónar við gatnanöfn.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar ábendinguna og felur skipulags- og byggingarsviði að útbúa formlegt svar við henni.

    • 1001193 – Innkaupareglur, endurskoðun

      Lögð fram drög að enduskoðuðum innkaupareglum. Lögmaður skipulags- og byggingarsviðs gerir grein fyrir reglunum.

      Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemdir við drögin.

    • 1009174 – Skipulagsreglugerð

      Sviðsstjóri gerir grein fyrir skipulagsreglugerð nr. 90/2013 sem öðlaðist gildi 31.01.13.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.

    • 1302227 – Sjálfstæðisflokkur fyrirspurn í skipulags- og byggingarráði 190213

      Fyrirspurn um fjölda lóða.$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir skriflegum upplýsingum/yfirliti yfir: $line$1) Lausar lóðir og/eða svæði í grónum hverfum í Hafnarfirði þar sem hugsanlega væri grundvöllur fyrir því að skipuleggja nýjar byggingarlóðir og þétta þar með byggð. $line$2) Lóðir sem úthlutað hefur verið á sl. 5 árum en framkvæmdir hafa ekki hafist á (lóðir sem ekki var skilað).$line$3) Fjölda íbúða/íbúðarhúsa sem eru í byggingu í bæjarfélaginu en ekki flutt í.$line$Lögð fram samantekt skipulags- og bygigngarsviðs.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar fyrir upplýsingarnar.

Ábendingagátt