Skipulags- og byggingarráð

5. apríl 2013 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 319

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri Skipulags- og byggingarsviðs
  1. Almenn erindi

    • 1210290 – Nordic Built

      Samstarfsverkefnið Nordic Built tekið fyrir að nýju. Sigurður Einarsson sendiherra verkefnisins á Íslandi mætir á fundinn og kynnir verkefnið.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar Sigurði Einarssyni fyrir kynninguna. Tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu milli funda.

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 20.03.13, 26.03.13 og 03.04.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1303339 – Strandgata 32, breyting

      Hallberg Guðmundsson sækir 19.03.13 um að setja glugga á norðuhlið, breyta innraskipulagi og byggja nýja stiga í kjallara samkvæmt teikningum Gísla Gunnarssonar. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 20.03.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð bendir á að lofthæð í kjallara er ekki nægjanleg fyrir opinbert rými, frestar afgreiðslu erindisins og felur skipulags- og byggingarsviði að ræða við hönnuð.

    • 1304016 – Dalshraun 11, umsókn um breytingu á deiliskipulagi

      Húsfélagið Dalshraun 11 sækir með vefumsókn 02.04.13 eftir heimild til að breyta deiluskipulagi vegna lóðarstækkunar á lóðinni í samræmi við fyrirliggjandi gögn sem send hafa verið undanfarin ár.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að deiliskipulagi við Dalshraun 11 verði breytt vegna lóðarstækkunar í samræmi við uppdrátt dags. 22. mars 2013 og verði grenndarkynnt í samræmi við 43. gr. laga nr. 123/2010.

    • 1210498 – Suðurbær nýtt deiliskipulag.

      skipulags- og byggingarsvið kynnir stöðu skipulagsvinnunnar.

      Málfríður Kristjánsdóttir gerði glögga grein fyrir stöðunni.

    • 1304018 – Skráning friðaðra húsa sem deiliskipulag heimilar niðurrif

      Tekin til umræðu skráning á friðuðum húsa sem heimilt er að rífa samkvæmt deiliskipulagi.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir yfirliti yfir hús sem byggð eru fyrir 1925 en deiliskipulag heimilar niðurrif á.

    • 1011383 – Kirkjugarður stækkun til norðurs deiliskipulag

      Skipulags- og byggingarsvið gerir grein fyrir kynningarfundi sem haldinn var 25.03.13.

      Berglind Guðmundsdóttir gerði grein fyrir fundinum.

    • 1202338 – Bæjarhraun, hjólastígur

      Skipulags- og byggingarsvið gerir grein fyrir kynningarfundi sem haldinn var 25.03.13.

      Berglind Guðmundsdóttir gerði grein fyrir fundinum.

    • 1203412 – Lónsbraut, bátaskýli

      Skipulags- og byggingarsvið gerir grein fyrir kynningarfundi sem haldinn var 25.03.13.

      Berglind Guðmundsdóttir gerði grein fyrir fundinum.

    • 0703293 – Landsnet, háspennulínur, breyting

      Tekið til umræðu tilboð Landsnets fyrir land undir Suðvesturlínur.

      Skipulags- og byggingarráð telur æskilegt að sett verði inn í samning endurskoðunarákvæði varðandi nýtingu lands að ákveðnum tíma liðnum þegar línan hefur lokið hlutverki sínu.

    • 1301141 – Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024, tillaga

      Lagt fram erindi Birgis Hlyns Sigurðssonar skipulagsstjóra Kópavogs dags. 27.12.12 þar sem vísað er til kynningar tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kópavogsbær. Áður lögð fram tillaga sviðsstjóra að umsögn sem skipulags- og byggingarráð samþykkti. Til að aðalskipulagið verði í samræmi við nýja skipulagsreglugerð sendir Kópavogsbær verkefnislýsingu að nýju til kynningar.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn sviðsstjóra og gerir að sinni.

Ábendingagátt