Skipulags- og byggingarráð

16. apríl 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 320

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Jóhanna Fríða Dalkvist varamaður
  • Axel Guðmundsson varamaður

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri/skipulags- og byggingarsviðs
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lögð fram fundargerð frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 10.04.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1304135 – Austurgata 22/Strandgata 19 fyrirspurn

      Costa Invest ehf leggur inn 09.04.13 fyrirspurn um breytt lóðamörk og byggingar á ló Strangötu 19 og Austurgötu 22, sjá meðfylgjandi gögn.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina og heimilar umsækjanda að vinna tillögu að deiliskipulagi í samræmi við tillöguna og í samráði við skipulags- og byggingarsvið..

    • 1303339 – Strandgata 32, breyting

      Hallberg Guðmundsson sækir 19.03.13 um að setja glugga á norðuhlið, breyta innraskipulagi og byggja nýja stiga í kjallara samkvæmt teikningum Gísla Gunnarssonar. Nyjar teikningar bárust 09.04.2013 dagsettar 06.04.2013.

      Skipulags – og byggingarráð tekur jákvætt í erindið samþykkir byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa endanlega afgreiðslu.

    • 1303165 – Norðurhella 10, fullnaðarfrágangur húss

      Fjárvari ehf óskar með bréfi dags. 8. mars 2013 eftir leyfi til að reisa girðingu á hluta lóðar, fækka bílastæðum og loka gegnumakstri. Einnig óskað eftir heimild til að gera 300 fermetra milliloft í húsið. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu til umsagnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og síðan til Skipulags- og byggingarráðs. Umsagnirnar hafa borist.

      Skioulags- og byggingarráð heimilar umsækjanda að vinna deiliskipulagsbreytingu í samráði við skipulags- og byggingarsvið.

    • 1203412 – Lónsbraut, bátaskýli

      Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Í ljós hefur komið að sum bátaskýlanna eru notuð fyrir aðra starfsemi, svo sem bílaverkstæði, sem er ekki í samræmi við aðalskipulag, þar sem svæðið er skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota. Tillagan var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs og tillaga að svörum við athugasemdum.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að lagfæra uppdrátt og setja fram svör við athugasemdum fyrir næsta fund.

    • 1304019 – Auglýsingaskilti við bæjarmörk

      Tekið til umræðu hvort leyfa eigi upplýsinga- og vegvísunarskilti við bæjarmörk.

      Skipulags- og byggingarsviði falið að ræða við Vegagerðina um framhald málsins.

    • 1304182 – Ráðhústorg grænkun

      Tekið til umræðu hugmyndir skipulags- og byggingarráðs um hvernig megi bæta umhverfi torgsins og auðga þar mannlíf.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að halda verkefninu áfram.

    • 1304117 – Umsókn um lagningu háspennustrengs

      Guðmundur Steinn Guðmundsson sækir með tölvupósti dags. 05.04.13 f.h. HS-Veitna um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu háspennustrengs milli Hellnahrauns og Krýsuvíkur.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið fyrir sitt leiti og felur skipulags- og byggingarsviði að ljúka afgreiðslu erindisins. Sett er skilyrði um að ekki verði raskað óhreyfðu hrauni enda er það hverfisverndað.

    • 1009150 – Straumsvík, Gasfélagið, nýtt deiliskipulag

      Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

      Lagt fram.

    • 1210290 – Nordic Built

      Samstarfsverkefnið Nordic Built tekið fyrir að nýju. Afgreiðslu frestað á síðasta fundi, en tekið var jákvætt í erindið.

      Með því að skrifa undir sjálfbærnisáttmála Nordic Built væri Hafnarfjarðarbær að undirstrika þær áherslur sem þegar hafa verið settar fram í Umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarfjarðar sem nýverið var samþykkt í bæjarstjórn. Þá er það í samræmi við stefnumótun undanfarinna ára í umhverfismálum s.s. Staðardagskrá 21. $line$Undirskriftin felur ekki í sér fjárhagslegar skuldbindingar eða kvaðir á sjórnsýsluna heldur er um að ræða viljayfirlýsingu þar sem það kemur fram að lögð verði áhersla á umhverfismál og almenn gæði við hönnun og mótun byggðar í Hafnarfirði hvort sem er um að ræða nýbyggingar eða endurgerð húsnæðis og annars manngerðs umhverfis.$line$Skipulags og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leiti að skrifað verði undir sjálfbærnisáttmála Nordic Built.

Ábendingagátt