Skipulags- og byggingarráð

30. apríl 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 321

Mætt til fundar

 • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
 • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Sigurbergur Árnason aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Jóhanna Fríða Dalkvist varamaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 17.04.13 og 24.04.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

   Lagt fram.

  • 1304444 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar breyting Mjósund 10

   Mjósund 10 ehf sækir 19.04.13 um að aðalskipulagi fyrir lóðina Mjósund 10 verði breytt þannig að hún verði á íbúðarsvæði í stað svæðis fyrir stofnanir.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna breytinga á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 í samræmi við erindið. Lagt er til að farið verði með breytinguna skv. 36. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnin verði tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 fyrir lóðina Mjósund 10, þannig að notkun verði breytt úr svæði fyrir stofnanir í íbúðarsvæði. Farið verði með breytinguna skv. 36. grein skipulagslaga nr. 123/2010. “

  • 1301142 – Kaplakriki, breyting á deiliskipulagi

   Tekið fyrir erindi Sigurður Einarssonar Batteríinu f.h. Fimleikafélags Hafnarfjarðar, þar sem óskað er eftir heimild til að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins skv. meðfylgjandi gögnum. Skipulags- og byggingarráð óskaði 19.2.2013 eftir að áður en lögð væri fram formleg skipulagstillaga yrði unnin skipulagslýsing vegnar fyrirhugaðrar deiliskipulagstillögu. Lýsing barst 12.4.2013. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 17.04.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að kynna skipulagslýsinguna í samræmi við 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og jafnframt leita umsagnar Vegagerðarinnar, Garðabæjar og Íþróttabandalags Hafnarfjarðar.

  • 1211296 – Trönuhraun 9, byggingaáform á lóð

   Ingvar Geirsson f.h. Penslaverksmiðjunnar leggur inn fyrirspurn dags 18.11.12 varðandi byggingaráform fyrirtækisins á lóð fyrirtæksins og leitar eftir samþykki skipulagsyfirvalda á þeim. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði að ræða við Ingvar Geirsson f.h. Penslaverksmiðjunnar um erindið og framhald málsins. Áður lagðar fram nýjar hugmyndir 28.01.13.

   Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og heimilar umsækjanda að vinna tillögu að deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurninina, sbr. 28. grein skiulagslaga nr. 123/2010.

  • 1304300 – Hverfisgata 23,breyting

   Stefán Ingimarsson sækir 17.04.13 um að rífa anddyri og skúr aftan við húsið. Byggja nýtt anddyri við byggingu aftan við hús og hækka portveggi og ris. Samkvæmt teikningum Páls V.Bjarnasonar dag.22.03.13. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 24.04.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Frestað milli funda.

  • 1304018 – Skráning friðaðra húsa sem deiliskipulag heimilar niðurrif

   Greint frá stöðu mála varðandi húsaskráningu. Katrín Gunnarsdóttir fornleifafræðingur Byggðasafni Hafnarfjarðar mætir á fundinn.

   Skipulags- og byggingarráð þakkar Katrínu fyrir kynninguna.

  • SB060858 – Vellir 7. áfangi, deiliskipulagsvinna.

   Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. þar sem gerð er athugasemd um ósamræmi milli deiliskipulagsins og Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005-2025 m.s.br. fyrir Suðvesturlínur. Uppdrátturinn hefur verið lagfærður til samræmis við athugasemdirnar.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir þær leiðréttingar sem gerðar hafa verið á skipulagsuppdrættinum og áréttar að þær eru í fullu samræmi við Aðalskipulag Hafnarfjarðar Suðvesturlínur, sem er síðasta aðalskipulagsbreyting sem snertir svæðið. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir leiðréttan deiliskipulagsuppdrátt fyrir Skarðshlíð, áður Velli 7. Greinargerð áður samþykkt.”

  • 1203412 – Lónsbraut, bátaskýli

   Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Í ljós hefur komið að sum bátaskýlanna eru notuð fyrir aðra starfsemi, svo sem bílaverkstæði, sem er ekki í samræmi við aðalskipulag, þar sem svæðið er skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota. Tillagan var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs og tillaga að svörum við athugasemdum.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir svör Skipulags- og byggingarsviðs við athugasemdunum og umsögn um athugasemdirnar og óskar eftir leiðréttum uppdrætti á næsta fund.

  • 1109127 – Sléttuhlíð, svæði fyrir býflugur

   Borist hefur tölvupóstur dags. 5. apríl 2013 þar sem kvartað er yfir ónæði frá býflugnabúi, bæði eru menn hræddir við flugurnar og eins eru sumir með ofnæmi. Skipulags- og byggingarráð veitti til eins árs til reynslu þann 20. september 2011. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði eiganda býflugnabúsins skylt að færa búið inná sína eigin lóð vegna þessara ábendinga. Beiðni um endurskoðun þeirrar ákvörðunar barst ásamt rökstuðningi. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 24.04.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð tekur undir afgreiðslu skipulags- og byggingarfulltrúa á erindinu.

  • 0712080 – Miðbær - Hraun, deiliskipulag

   Tekin fyrir skipulagstillaga sem auglýst var skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, en ekki tókst að birta á tilskildum tíma í b-deild Stjórnartíðinda skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn samþykkti 13.02.13 að auglýsa tillöguna að nýju. Athugasemdatíma er lokið, engin athugasemd barst. Sjá einnig mál nr. 1211148. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 17.04.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og að málinu verði lokið í samræmi við 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 0902053 – Hörðuvellir/Reykdalsreitur, Ljósatröð, deiliskipulag

   Tekin fyrir skipulagstillaga sem auglýst var skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, en ekki tókst að birta á tilskildum tíma í b-deild Stjórnartíðinda skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn samþykkti 13.02.13 að auglýsa tillöguna að nýju. Athugasemdatíma er lokið, engin athugasemd barst. Sjá einnig mál nr. 1211148.Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 17.04.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og að málinu verði lokið í samræmi við 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

  • SB040124 – Sléttuhlíð deiliskipulag

   Tekin fyrir skipulagstillaga sem auglýst var skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, en ekki tókst að birta á tilskildum tíma í b-deild Stjórnartíðinda skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn samþykkti 13.02.13 að auglýsa tillöguna að nýju. Athugasemdatíma er lokið, engin athugasemd barst. Sjá einnig mál nr. 1211148. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 17.04.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og að málinu verði lokið í samræmi við 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

  • SB030312 – Jarðvegstippur deiliskipulag

   Tekin fyrir skipulagstillaga sem auglýst var skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, en ekki tókst að birta á tilskildum tíma í b-deild Stjórnartíðinda skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn samþykkti 13.02.13 að auglýsa tillöguna að nýju. Athugasemdatíma er lokið, engin athugasemd barst. Sjá einnig mál nr. 1211148. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 17.04.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og að málinu verði lokið í samræmi við 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1304486 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins breyting vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga

   Lagt fram til kynningar Erindi Hrafnkels Proppe f.h. Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu barst í tölvupósti 23.04.13. Óskað er eftir umsögn Hafnarfjarðar varðandi breytingar á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur og fleiri sveitarfélaga. Óskað er eftir umsögn 21. maí eða fyrr.

   Lagt fram. Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að gera tillögu að umsögn um svæðisskipulagsbreytingarnar.

  Fundargerðir

  • 1301020F – Undirbúningshópur umferðarmála - 66

   Lögð fram fundargerð 66. fundar.

   Lagt fram.

Ábendingagátt