Skipulags- og byggingarráð

28. maí 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 323

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri/skipulags- og byggingarsviðs
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 15.05.13 og 22.05.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1203417 – Norðurbakki 7-9, breyting

      Byggingaráform voru samþykkt 18.04.2012 með fyrirvara um að leiðrétt skráningartafla berist. Ekki hefur verið brugðist við erindinu og engar framkvæmdir verið á staðnum. Samkvæmt upphaflegum skilmálum í lóðaleigusamningi átti að vera lokið við að fullgera húsið að utan og lóð frágengin þann 1. október 2009. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 22.05.2013, sem vísaði því til Skipulags- og byggingarráðs með tillögu um að nýir skilmálar verði settir á nýja eigendur þannig að skil á skráningartöflu á teikningarformi og rafrænu verði eigi síðar en 1. júlí 2013 og fokheldi eigi síðar en 1. júlí 2015. Verði ekki staðið við þessa tímafresti verði ákvæði lóðarsamings beitt: “Ljúki lóðarhafi ekki lóð og frágangi húss að utan á tilskyldum tíma ber honum að greiða sekt að upphæð kr. 10.000 á dag.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir tillögu skipulags- og byggingarsfulltrúa en þó þannig að húsið verði fokhelt í siðasta lagi 1. janúar 2015, og vísar henni áfram til bæjarráðs.

    • 1001145 – Hávaðakort samkv. tilskipun EU 2002/49/EC og skrá yfir stóra vegi

      Gerð grein fyrir kortlagningu hávaða og gerð grein fyrir drögum að aðgerðaráætlun skv. 11. grein reglugerðar nr. 1000/2005. Bergþóra Kristinsdóttir fulltrúi Eflu verkfræðistofu mætti á fundinn og kynnti.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar fyrir kynninguna. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að aðgerðaráætlun verði auglýst til kynningar. $line$Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að auglýsa til kynningar aðgerðaráætlun skv. 11. gr. reglugerðar nr. 1000/2005.”

    • 1304524 – Hraunbrún 24,fyrirspurn

      Þinglýstir eigendur fasteigna að Hraunbrún 20, 22 og 24 með samþykki eiganda Hraunbrúnar 26 leggja inn fyrirspurn um að minnka umfangs hrauns sem staðsett er framan við Hraunbrún 22 til að bæta aðkomu inn í botnlangann, sjá meðfylgjandi teikningar. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 08.05.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að ræða við umsækjanda um nánari útfærslu vegna fyrirspurnar.

    • 1305067 – Hverfisgata 41, breyting á deiliskipulagi

      Borgar Þorsteinsson sækir um að breyta deiliskipulagi samkvæmt uppdráttum frá Kára Eiríkssyni dags. 07.01.13. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 08.05.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Lagt fram álit Minjastofnunar Íslands dags. 14.05.13.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi “Miðbær 1981” (reitur 15) í samræmi við 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1305167 – Austurgata, Reykjavíkurvegur, Hverfisgata deiliskipulag.

      Tekið til umræðu deiliskipulag reits sem afmarkast af Austurgötu, Reykjavíkurvegi, Álfaskeiði, lóðamörkum húsa austan Hverfisgötu og Læknum. Að hluta til nýtt skipulag og að hluta til endurskoðun deiliskipulags Miðbæjar 1981. Deiliskipulag Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund verði fellt inn í deiliskipulagið.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að hefja undirbúning deiliskipulags fyrir svæðið.

    • 1304300 – Hverfisgata 23,breyting

      Stefán Ingimarsson sækir 17.04.13 um að rífa anddyri og skúr aftan við húsið. Byggja nýtt anddyri við byggingu aftan við hús og hækka portveggi og ris. Samkvæmt teikningum Páls V. Bjarnasonar dag.22.03.13. Frestað á síðasta fundi. Páll V. Bjarnason mætti á fundinn og kynnti.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar fyrir kynninguna og frestar afgreiðslu til næsta fundar.

    • 1304508 – Sólvangssvæði norður, fyrirspurn

      Höfn-öldrunarmiðstöð leggur 26.04.13 inn fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi á Sólvangssvæði norður. Hilmar Þór Björnsson arkitekt og Kristján Guðmundsson Höfn öldrunarmiðstöð mættu á fundinn og kynntu.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar fyrir kynninguna.

    • 1305185 – Austurgata 22 og Strandgata 19, deiliskipulagsbreyting

      Costa Invest sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Austurgötu 22 og Strandgötu 19 samkvæmt uppdrætti Kára Eiríkssonar dags. 03.04.2013. Skipulags- og byggingarráð heimilaði umsækjanda 16.04.13 að vinna breytingu á deiliskipulaginu. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 22.05.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi “Miðbær” fyrir Austurgötu 22 og Strandgötu 19 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010.

    • 1305184 – Deiliskipulag svæðis norðan Hvaleyrarbrautar.

      Tekið til umræðu ástand svæðis sem afmarkast af Lónsbraut, Óseyrarbraut, Fornubúðum, Hvaleyrarbraut og bátaskýlasvæði.

      Skipulags- og byggingarráð telur að skoða beri hvort deiliskipulag svæðisins þarfnist endurskoðunar og vísar því til umsagnar hafnarstjórnar. SBH samþykkir að fela skipulags- og byggingasviði að gera úttekt á ástandi bygginga og umgengi á lóðum fyrir neðan Hvaleyrabraut á svæði sem afmarkast frá Hvaleyrabraut 20 til Hvaleyrabrautar 30.$line$Úttektin verði gerð í samráði við hafnarstjórn og skilað verði umsögn og tillögum til úrbóta til SBH.

    • 1202338 – Bæjarhraun, hjólastígur

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti að skipulagið yrði auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 Athugasemdir bárust. Haldinn var kynningarfundur um skipulagið skr. 40. grein sömu laga. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 22.05.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráði var gerð grein fyrir athugasemdum og lögð fram svör við þeim. Tekur undir svörin og gerir að sínum.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir að ljúka deiliskipulagi við Bæjarhraun, hjólastíg með vísan til 41. gr. laga nr. 123/2010.$line$Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulag fyrir Bæjarhraun, hjólastíg og að deiliskipulaginu verði lokið með vísan til 41. gr. laga nr. 123/2010.”

    • 1305241 – Ásvellir, skólagarðar

      Geir Bjarnason starfandi æskulýðsfulltrúi óskar eftir því í tölvpósti dags. 17. maí sl. fh. Fjölskylduráðs að starfrækja skólagarða við Ásvelli. Garðarnir eru hugsaðir fyrir börn 6 ára og eldri og jafnvel líka fyrir íbúa hverfisins. Stærðin er u.þ.b. 500 fm. Undirritað samkomulag við Hauka liggur fyrir. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 22.05.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð heimilar að hluti þess lands sem nú þegar er skilgreint á deiliskipulagi íþróttasvæðisins fyrir grasvöll verði nýtt fyrir skólagarða enda hafi sú framkvæmd ekki takmarkandi áhrif á framtíðarnýtingu. Sem tímabundið verkefni telst framkvæmdin ekki deiliskipulagsskyld, en mælst er til þess að notkun tilbúins áburðar sé í lágmarki.

    • 1302381 – Hvers er að minnast ? Örsögur, umsókn um að setja upp 8 álþynnuskilti.

      Björg Magnúsdóttir óskar eftir í tölvupósti dags. 21 mai sl. um að setja um 8 álþynnuskilti skv. meðfylgjandi gögnum. Umsóknin hlaut styrk menningar- og ferðamálanefndar á þessu ári. Umsögn Umhverfis- og Framkvæmdasviðs liggur fyrir. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 22.05.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Í erindi umsækjanda er óskað eftir því að setja upp skilti á mögulega húsvegg, grindverk eða strætóskýli, eða á stöðum þar sem umferð gangandi vegfarenda er mikil. Skipulags- og byggingarráð mælir ekki með að skilti séu sett upp á ljósastaura þar sem skiltin þurfa vegna öryggissjónarmiða að vera i talsverðri hæð sbr. tilmæli í skiltareglugerð Hafnarfjarðar. Hins vegar sé tímabundin heimild á húsveggjum, grindverkum og öðrum stöðum svo framarlega sem fyrir liggi samþykki lóðarhafa hverju sinni.

    • 1305269 – Thorsplan, útfærsla

      Útfærsla Thorsplans tekin til umræðu.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir kynningu á næsta fundi.

Ábendingagátt