Skipulags- og byggingarráð

11. júní 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 324

Mætt til fundar

 • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
 • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Klara Hallgrímsdóttir varamaður

Ritari

 • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri/skipulags- og byggingarsviðs
 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 29.05.13 og 05.06.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

   Lagt fram.

  • 1305345 – Unnarstígur 3, byggingarleyfi

   Ketill Árni Ketilsson og Harpa Una Hrafnsdóttir sækja 27.05.2013 um stækkun og breytingar á húsinu skv. teikningum Árna Þórs Helgasonar dags. 27.05.2013. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 29.05.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð telur að skoða þurfi betur útfærslu og hlutföll á stækkun húss. Jafnframt þarf að skoða efnisnotkun í nýframkvæmd og nánasta umhverfi.

  • 1305337 – Strandgata 39, fyrirspurn

   Ásgrímur Skarphéðinsson, Dröfn Hreiðarsdóttir og Páll Eyjólfsson leggja fram fyrirspurn um að reisa kvisti á rishæð Strandgötu 39 skv. meðfylgjandi gögnum. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 29.05.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð telur fyrirspurnina óskýra og því erfitt að taka afstöðu. Er óskað eftir frekari upplýsingum og betri útlistun.

  • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

   Kynnt drög að húsverndunarstefnu og úrfærslu húsverndunar í aðalskipulaginu.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að kynna tillögu að grunnstefnumörkun varðandi húsverndun á opnum íbúafundi í byrjun september og felur sviðsstjóra að undirbúa íbúafundinn í samvinnu við formann og fulltrúa starfshópsins.

  • 1304300 – Hverfisgata 23,breyting

   Stefán Ingimarsson sækir 17.04.13 um að rífa anddyri og skúr aftan við húsið. Byggja nýtt anddyri við byggingu aftan við hús og hækka portveggi og ris. Samkvæmt teikningum Páls V. Bjarnasonar dag.22.03.13. Frestað á síðasta fundi. Afgreiðslu frestað á síðasta fundi.

   Meirihluti skipulags og byggingarráðs, fulltrúar Samfylkingar og Vinstri Grænna, hafna erindinu eins og það liggur fyrir þar sem stækkun er vel umfram þau almennu viðmið og markmið sem sett eru um stækkun og breytingar á húsum í eldri byggð í Hafnarfirði og er þá m.a. vísað í stefnumótun um húsvernd frá 2002 og deiliskipulagsskilmála fyrir Suðurbæinn, Miðbær- Hraun (2011, skilmálar fyrir eldri byggð), Hverfisgata- Austurgata milli Mjósunds og Gunnarssunds (2011) Suðurgata- Hamarsbraut (2011) ofl. Þá felur tillagan í sér talsverða útlitsbreytingu sem hefur áhrif á götumynd, sem felst m.a. í hækkun húss um 90 cm og gerð kvists við götu. Hins vegar má útfæra stækkun húss baka til í lóðina í samræmi við það sem gert hefur verið víða í húsum sem standa við Hverfisgötu, sé þess gætt að hlutföll og götumynd breytist ekki nema að óverulegu leyti og að hlutfall stækkunar sé í samræmi við meginmarkmið þau sem fram koma í stefnumótun um húsverndun frá 2002, en Hverfisgata 23 á því svæði sem í skýrslunni er tekið fram að njóta skyldi mestar verndar í skipulagi bæjarins.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja fyrirhugaðar breytingar á Hverfisgötu 23 vera í góðu samræmi við nærliggjandi byggð og falla vel inn í götumyndina. Páll V. Bjarnason, arkitekt, hönnuður breytinganna er einn helsti sérfræðingur landsins í endurgerð gamalla húsa og nýtur virðingar sem slíkur. Minjastofnun Íslands (áður Húsafriðunarnefnd) hefur úrskurðað að við fyrirhugaðar breytingar á Hverfisgötu 23 mun upprunaleg húsgerð halda sér og gerir ekki athugasemdir. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja fyrirhugaðar breytingar þar sem þær hafa fengið jákvæða umsögn frá fagaðilum og eru til þess fallnar að auka lífsgæði íbúa. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að synjun meirihlutans á umsókn eiganda að Hverfisgötu 23 um breytingar séu byggðar á huglægu mati og ekki sé farið eftir ráðum sérfróðra aðila.

  • 1304508 – Sólvangssvæði norður, fyrirspurn

   Höfn-öldrunarmiðstöð leggur 26.04.13 inn fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi á Sólvangssvæði norður.

   SBH heimilar Höfn að leggja fram tillögu að deiliskipulagi þar sem þess verði gætt að að skilgreina vel verkefnið og samtenginu við þá starfsemi sem fyrir er á svæðinu. Einnig er bent á að æskilegt er að áfangaskipta verkefninu og nauðsynlegt að vinna það í samvinnu við lóðarhafa.$line$Hluti tillögunnar er á svæði þar sem ekki er gert ráð fyrir byggingarlóð og er ekki mælt með að byggt sé á þeim hluta lóða nema þá á því svæði sem nú þegar er notað er bílastæði. Þá er fyrirhugað byggingarland á hraunsvæði sem myndar gott verðurskjol og þarf að skoða nánari útfærslu á fyrirhuguðum byggingarreit.

  • 1306064 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins verkefnislýsin

   Lagt fram erindi Hrafnkels Proppé f.h. Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem send er til samþykktar. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 29.05.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir Verkefnislýsingu og fjárhagsáætlun til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.$line$Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir verkefnislýsingu og fjárhagsáætlun fyrir svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.”

  • 1306050 – Krýsuvík-Hafnarfjörður ljósleiðaratenging

   Emerald Networks sendir inn fyrirspurn um lagningu ljósleiðara frá Krýsuvík til Hafnarfjarðar. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 05.06.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð óskar eftir frekari upplýsingum um hvar eigi að leggja ljóðsleiðarann frá sveitarfélagsmörkum við Voga að vestan og að Krýsuvíkurskólanum.

  • 1104091 – AÍH, íþróttasvæði

   Tekið til umræðu umfang aksturssvæðis í landi Skógræktar ríkisins við Krýsuvíkurveg. AÍH hefur leitað eftir samkomulagi við Skógrækt ríkisins um afnot af landi í samræmi við greinargerðina. Skógrækt ríkisins óskar eftir að vita afstöðu Hafnarfjarðarbæjar til málsins.

   Formaður og umhverfisfulltrúi skýrðu frá heimsókn til forsvarsmanna akstursíþróttafélagins.$line$Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemdir við að gerður verði samningur við Skógrækt ríkisins vegna tímabundinna afnota af landi hennar við Krýsuvíkurveg fast að núverandi akstursíþróttasvæði, enda sé stór hluti þess þegar raskað hraun. Það er þó, með þeim fyrirvara að allrar varúðar sé gætt við framkvæmdir í óröskuðu hrauni og þess gætt að lágmarka rask þar sem þess gerist ekki þörf. Framkvæmdin er deiliskipulagsskyld og er akstursíþróttafélaginu heimilað að láta vinna deiliskipulag að svæðinu á sinn kostnað.

  • 1305269 – Thorsplan, útfærsla

   Útfærsla Thorsplans tekin til umræðu. Bjön B. Hilmarsson garðyrkjustjóri mætir á fundinn.

   Rædd betri nýting og mögulega uppsetning söluborða á torginu yfir sumartímann.

  • 1305286 – Vellir umhverfismál

   Tekið til umræðu náttúrulegt og manngert umhverfi á Vallasvæðinu.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að taka saman hönnunargögn og hugmyndir um hvernig hægt sé að auka gróður og græn svæði við aðkomu Vallarhverfis, einkum meðfram Vallarbraut.

  • 1304182 – Ráðhústorg grænkun

   Tekið til umræðu hugmyndir skipulags- og byggingarráðs um hvernig megi bæta umhverfi torgsins og auðga þar mannlíf.

   Skipulags- og byggingarráð felur Umfram að útfæra tillögu frá og með 21. júní nk. til 15. ágúst nk.

  • 1209223 – Fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2013.

   Sviðsstjóri gerir grein fyrir stöðu frá janúar til apríl.

   Lagt fram.

Ábendingagátt