Skipulags- og byggingarráð

25. júní 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 325

Mætt til fundar

 • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
 • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Sigurbergur Árnason aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 12.06.13 og 19.06.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

   Lagt fram.

  • 1304546 – Strenglögn frá Vatnsskarðsnámum til Krísuvíkur

   Guðmundur Steinn Guðmundsson sækir 26.04.13 f.h. HS-Veitna um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu háspennustrengs frá Vatnsskarðsnámu til Krýsuvíkur. Lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 04.06.13. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 12.06.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags og byggingarráð samþykkir umbeðið framkvæmdaleyfi og felur skipulags- og byggingarfulltrúa endanlega afgreiðslu þess. Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn Minjastofnunar varðandi lagningu rafstrengs HS veitna frá Vatnsskrarðsnámu til Krýsuvíkur og gerir þann fyrirvara um veitingu framkvæmdaleyfisins. Eins og fram kemur í áliti Minjastofnunar frá 4. júní 2013, mun vegurinn liggja austan í þjóðveginum nálægt því svæði sem fornleifar eru að finna og eru framkvæmdaraðilar hvattir til að halda framkvæmdum eins nærri veginum og unnt er. Þá skyldi gæta sérstaklega að fornminjum/rústum af bænum Kaldrana sem enn hefur ekki fundist en getið er um í rituðum heimildum. Þar sem hætta er á að raska fornminjum á svæðinu sem kallast I í gögnum HS-Orku er sett það skilyrði að fornleifafræðingur hafi framkvæmdaeftirlit á svæði I. Að öðru leyti er vísað til laga um menningarminjar nr. 80/2012.

  • 1305339 – Fjóluhvammur 14, notkun húss

   Borist hefur bréf frá íbúum í nágrenni Fjóluhvamms 14 þar sem kvartað er yfir atvinnustarfsemi í húsinu, nú síðast hafi húsið verið leigt til Vinakots fyrir vistun unglinga með hegðunarvanda. Borist hefur svar frá Vinakoti ásamt umsögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 29.05.2013, sem taldi að um breytta notkun væri að ræða í ósamræmi við Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025. Lagður fram úrskurður Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í sambærilegu máli í Reykjavík. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 12.06.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Ólafur Ingi Tómasson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

   Skipulags og byggingarráð telur að margt sé óljóst varðandi túlkun skipulagslaga hvað þetta varðar, og bendir á að úrskurður umhverfisráðuneytisins sem vísað er í er frá árinu 1992 og byggir á lögum og reglugerðum sem síðan hefur verið breytt. Skipulags- og byggingarráð frestar málinu og vísar erindinu til umsagnar lögmanns Skipulags- og byggingarsviðs.

  • 1304300 – Hverfisgata 23,breyting

   Stefán Ingimarsson sækir 17.04.13 um að rífa anddyri og skúr aftan við húsið. Byggja nýtt anddyri við byggingu aftan við hús og hækka portveggi og ris. Samkvæmt teikningum Páls V. Bjarnasonar dag.22.03.13. Meirihluti skipulags- og byggingarráðs synjaði erindinu 11.06.13 eins og það liggur fyrir. Hönnuður óskar eftir leiðbeiningum Skipulags- og byggingarráðs um hvað leyft er í þessu tilviki. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 12.06.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna drög að umbeðnum leiðbeiningum.

  • 1301142 – Kaplakriki, breyting á deiliskipulagi

   Tekið fyrir erindi Sigurður Einarssonar Batteríinu f.h. Fimleikafélags Hafnarfjarðar, þar sem óskað er eftir heimild til að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins skv. meðfylgjandi gögnum. Skipulags- og byggingarráð óskaði 19.2.2013 eftir að áður en lögð væri fram formleg skipulagstillaga yrði unnin skipulagslýsing vegnar fyrirhugaðrar deiliskipulagstillögu. Lýsing barst 12.4.2013 og var kynnt í samræmi við 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Lagðar fram umsagnir Vegagerðarinnar dags. 10.05.13, Skipulagsstofnunar dags. 29.05.13 og Íþróttabandalags Hafnarfjarðar dags. 04.06.13.

   Skipulags- og byggingarráð heimilar umsækjanda að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við skipulagslýsinguna. Sérstaklega þerf að huga vel að lausn umferðarmála, bílastæðamála og öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Aðkoma sjúkra- og slökkvibifreiða þarf m.a. að vera tryggð á öllum tímum.

  • 1110006 – Vesturbær, endurgert og nýtt deiliskipulag

   Tekin til umræðu gerð nýs og endurskoðaðs deiliskipulags fyrir Vesturbæ Hafnarfjarðar. Arkitekt Skipulags- og byggingarsviðs kynnir framgang vinnu við deiliskipulagið og húsaskráningu.

   Skipulags- og byggingarráð þakkar Þormóði fyrir kynninguna.

  • 1110157 – Geymslusvæði Kapelluhrauni, gatnagerð og gjöld

   Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Ástvaldar Óskarssonar f.h. Geymslusvæðisins ehf. um gatnagerð í Kapelluhrauni 2. áfanga. Lagt fram tilboð hans móttekið 10.06.2013. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar Umhverfis- og framkvæmdaráðs og Skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð telur ekki að málið tengist skipulagi hverfisins, en bendir á að ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um færslu Reykjanesbrautar. Verði Reykjanesbrautin áfram í núverandi legu mun það ekki rýra gæði hverfisins, en hugsanlega fremur bæta aðkomu að því.

  • 1306227 – Sumarleyfi skipulags- og byggingarráðs 2013.

   Tekið til umræðu sumarleyfi Skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð tekur sumarleyfi frá þessum fundi. Næsti fundur ákveðinn 13. ágúst 2013.

Ábendingagátt