Skipulags- og byggingarráð

13. ágúst 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 326

Mætt til fundar

 • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
 • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Sigurbergur Árnason aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 26.06.13, 03.07.13, 10.07.13, 17.07.13, 24.07.13, 31.07.13 og 07.08.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

   Lagt fram.

  • 1304444 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar breyting Mjósund 10

   Mjósund 10 ehf sækir 19.04.13 um að aðalskipulagi fyrir lóðina Mjósund 10 verði breytt þannig að hún verði á íbúðarsvæði í stað svæðis fyrir stofnanir. Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að aðalskipulagsbreytingu dags. 13.08.13.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir aðalskipulagsbreytinguna og að hér sé um óverulega breytingu að ræða, sem falli undir 2. mgr. 26. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2015 dags. 13.08.13 hvað varðar stofnanasvæði Gamla Lækjarskóla og Mjósunds 10, þannig að notkun lóðarinnar Mjósund 10 breytist í íbúðarsvæði til samfæmis við aðliggjandi íbúðarbyggð. Bæjarstjórn telur að breytingin sé óveruleg, þar sem um lítið svæði er að ræða, breytingin snertir fáa og áhrif hennar teljast vera fremur jákvæð, og að farið verði með breytinguna skv. 2. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.”

  • 1305067 – Hverfisgata 41, breyting á deiliskipulagi

   Borgar Þorsteinsson sækir um að breyta deiliskipulagi samkvæmt uppdráttum frá Kára Eiríkssyni dags. 07.01.13. Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum 28. maí að tillaga að breytingunni yrði auglýst í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan hefur verið auglýst og athugasemdafrestur er liðinn. Engar athugasemdir bárust. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 31.07.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og að málinu verði lokið samkvæmt 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1305185 – Austurgata 22 og Strandgata 19, deiliskipulagsbreyting

   Costa Invest 520412-0260 sækja 17.05.13 um breytingu á deiliskipulagi samkv teikningum Kára Eiríkssonar dagsettar 03.04.13.Skipulags- og byggingarráð samþykkti að deiliskipulagsbreytingin yrði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 24.07.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að gera samantekt á innkomnum athugasemdum.

  • 1307264 – Austurgata 47, fyrirspurn

   Þóra Þórisdóttir og Sigurður Magnússon leggja 31.07.13 fram fyrirspurn um að endurreisa vinnuhús við götuna, gera tengibyggingu milli framhúss og bakhúss og millibyggingu sem tengir húsin saman. Einnig að reisa útbyggingu á annarri hæð þar sem stigahúsið var. Fyrirspurnarteikning og greinargerð fylgir með. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 07.08.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina um endurbyggingu vinnunhúss við götu og vísar þar í umsögn Minjastofnunar sem telur að breytingarnar skerði ekki minjagildi hússins, enda er bæði starfsemin og form bygginga í samræmi við sögu hússins.Hins vegar þarf að skoða betur umfang og hlutfall nýbygginga miðað við gildandi skipulag. Sviðinu er falið að taka saman fekari upplýsingar.

  • 1301142 – Kaplakriki, breyting á deiliskipulagi

   Tekið fyrir erindi Sigurður Einarssonar Batteríinu f.h. Fimleikafélags Hafnarfjarðar, þar sem óskað er eftir heimild til að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins skv. meðfylgjandi gögnum. Skipulags- og byggingarráð óskaði 19.2.2013 eftir að áður en lögð væri fram formleg skipulagstillaga yrði unnin skipulagslýsing vegnar fyrirhugaðrar deiliskipulagstillögu. Lýsing barst 12.4.2013 og var kynnt í samræmi við 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Lagðar fram umsagnir Vegagerðarinnar dags. 10.05.13, Skipulagsstofnunar dags. 29.05.13 og Íþróttabandalags Hafnarfjarðar dags. 04.06.13. Skipulags- og byggingarráð heimilaði umsækjanda 25.06.13 að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við skipulagslýsinguna. Lögð fram athugasemd Garðabæjar dags. 28.06.13.

   Lögð fram umsögn Garðabæjar og vísað í fyrri afgreiðslu Skipulags- og byggingarráðs frá 25.06.13.

  • 1210116 – Fornubúðir 3, lóðarstækkun og deiliskipulagsbreyting

   Tekin fyrir að nýju tillaga Alark að breytingu deiliskipulags lóðanna Fornubúðir 3 og Cuxhavengötu 2. Hafnarstjórn samþykkti 16.04.13 þessa breytingu á deiliskipulagi lóðanna fyrir sitt leyti og vísaði málinu til skipulags- og byggingarráðs. Leiðréttur uppdráttur barst dags. 05.06.13. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 03.07.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að skipulagstillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1306244 – Hamarsbraut 12, deiliskipulagsbreyting

   Gunnar Á Beinteinsson sækir 26.06.13 um að breyta deiliskipulagi vegna stækkunar byggingareit og hækkunar á nýtingarhlutfalli samkvæmt uppdráttum Karls Magnúsar Karlssonar dags. 20.6.2013. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 03.07.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð telur ekki ástæðu til að gera breytingar á núgildandi skipulagi, en inna þess rúmast hluti stækkunar. Þá þarf að gera ráð fyrir 7 metra fjarlægð fra´götu til að rúm sé fyrir bílastæði fyrir framan viðbyggingu. Sviðinu falið að ræða við umsækjanda um nánari útfærslu varðandi bílastæði og umfang viðbyggingar m.t.t. til nýtingahlutfalls og hlutfall stækkunar af heildarstærð hússins.

  • 1305373 – Norðurhella 10, deiliskipulagsbreyting

   Fjárvari sækir 29.maí 2013 um breytingu á deiliskipulagi fyrir Norðurhellu 10. Skipulags- og byggingarráð heimilaði umsækjanda þann 16.apríl 2013 að vinna deiliskipulagsbreytingu í samráði við skipulags- og byggingarsvið. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningu er lokið, engar athugasemdir bárust. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 03.07.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og að málinu verði lokið samkvæmt 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1305337 – Strandgata 39, fyrirspurn

   Ásgrímur Skarphéðinsson, Dröfn Hreiðarsdóttir og Páll Eyjólfsson leggja fram fyrirspurn um að reisa kvisti á rishæð Strandgötu 39 skv. meðfylgjandi gögnum. Skipulags- og byggingarráð óskaði 11.06.13 eftir frekari upplýsingum og betri útlistun.

   Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu þar sem það er ekki í samræmi við deiliskipulag svæðisins.

  • 1303070 – Lækjargata 11, byggingarleyfi

   Lagt fram bréf Erlings Andersen Lækjargötu 9 dags. 03.07.13 vegna framkvæmda við Lækjargötu 11.

   Útgefið byggingarleyfi er í samræmi við staðfest deiliskipulag af svæðinu.

  • 1307165 – Hreinsunarátak iðnaðarsvæða 2013

   Sigurður Steinar Jónsson verkefnisstjóri og Brynjar Rafn Ólafsson kynntu málið.

   Skipulags- og byggingarráð þakkar Sigurði og Brynjari fyrir kynninguna.

  • 1308062 – Skipulagslög nr. 123/2010, umsagnarbeiðni

   Lagt fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 06.08.13, þar sem vísað er til umsagnar drögum að frumvarpi að breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010. Umsagnarfrestur er til 06.09.13.

   Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að gera tillögu að umsögn fyrir næsta fund.

  • SB050584 – Reykjanesbraut , deiliskipulag

   Lögð fram bréf Skipulagsstofnunar varðandi staðfestingu deiliskipulags fyrir tvöföldun brautarinnar frá Kaldárselsvegi að Strandgötu annars vegar, og frá Strandgötu að Krýsuvíkurvegi hins vegar. Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að matslýsingu fyrir umhverfisskýrslur dags. 23.05.13 og svar Skipulagsstofnunar dags. 12.06.13. Sviðsstjóri gerir grein fyrir áætluðum kostnaði við aðkeypta vinnu við uppfærslu eldri skýrslu fyrir vestari hlutann og nýrrar skýrslu fyrir austari hlutann.

   Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að láta uppfæra skipulagsuppdráttinn og semja við Mannvit um uppfærslu umhverfisskýrslu fyrir kaflann frá Strandgötu að Krýsuvíkurvegi á grundvelli innkominna gagna í ljósi athugasemda frá skipulagsstofnun. Kaflanum frá Kaldárselsvegi að Strandgötu verði frestað um sinn.

  • 1307249 – Ásvellir 1 myndskreyting á Haukahúsi

   N1 sendir inn fyrirspurn um að setja upp myndskreytingar á Haukahúsið á þær hliðar sem snúa að sjálfsafgreiðslustöð N1. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 31.07.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð frestar málinu og felur Skipulags- og byggingarsviði að ræða við umsækjendur og lóðarhafa um málið.

  • 1306086 – Íbúafundir 2013 mál skipulags- og byggingarsviðs

   Sviðsstjóri gerir grein fyrir íbúafundi með íbúum Norðurbakka dags. 30.05.13.

   Lagt fram.

  • 1308016 – Norðurbakki 1, bílastæði

   Lögð fram útfærsla sviðsstjóra að hugmynd um færslu Fjarðargötu til að koma fyrir bílastæðum við Norðurbakka 1.

   Ræddar hugmyndir sviðsstjóra um útfærslu stæðanna.

  • 1308017 – Bókasafnstorg, hönnun

   Lögð fram hugmynd sviðsstjóra að hönnun torgsins við bókasafnið til samræmis við deiliskipulag Miðbæjar frá 2000.

   Ræddar hugmyndir sviðsstjóra um útfærslu torgsins.

  • 1106161 – Tillögur Ungmennaráðs Hafnarfjarðar.

   Lagðar fram tillögur Ungmennaráðs Hafnarfjarðar.

   Lagt fram.

  • 1304300 – Hverfisgata 23,breyting

   Sviðsstjóri skýrir frá kæru til Úrskurðarnefndar Umhverfis- og auðlindamála.

   Lagt fram.

  • 1304486 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins breyting vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga

   Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar um erindið dags. 25.06.13 og bréf Hrafnkels Proppé svæðisskipulagsstjóra dags. 08.07.13, þar sem greint er frá því hvernig brugðist hafi verið við athugasemdum sem fram komu í umsögninni.

   Lagt fram.

  • 1307204 – Brennisteinsfjöll, friðlýsing skv. rammaáætlun og Reykjanesfólkvangur

   Lögð fram tilkynning Umhverfisstofnunar dags. 16.07.13 varðandi fyrirhugaða friðlýsingu Brennisteinsfjalla samkvæmt rammaáætlun og endurskoðun friðlýsingarskilmála Reykjanesfólkvangs.

   Lagt fram.

Ábendingagátt